24 stundir - 26.02.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 26.02.2008, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2008 24stundir Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@24stundir.is Eftir að byrjað var að nota hol- sjárhylkisrannsókn á mjógirni hefur orðið bylting í greiningu sjúkdóma í mjógirni. Ásgeir Theodórs, yfirlæknir á meltingar- sjúkdómadeild St. Jósefsspítala, segir holsjárhylkið fyrst og fremst vera notað til að skoða mjógirnið sem er þarmurinn á milli maga og ristils. „Áður gátum við gert magaspeglanir og séð efsta hluta mjógirnisins og síðan gátum við ristilspeglað að neðan, en mjó- girnið sjálft var í algjöru myrkri. Í holsjárhylkisrannsókn- inni gleypir sjúklingurinn hylki sem er 2,6 x 1,1 sentímetri að stærð og hylkið berst niður í maga, niður í skeifugörn og niður allt mjógirnið fyrir tilstilli hrynj- andi hreyfinga mjógirnisins. Hylkið inniheldur örsmáa mynd- bandsvél sem tekur tvær myndir á sekúndu eða alls um 55 þúsund myndir. Hylkið sjálft er einnota og skilast út með hægðum.“ Mynd er virði þúsund orða Aðspurður hvernig hylkið skilar frá sér myndunum segir Ásgeir að upptökutækið sé tengt tölvubún- aði. „Myndirnar sem hylkið tekur eru sendar með ákveðnum boðum í nema sem er límdur utan á kvið- vegg sjúklingsins. Það eru nokkrir nemar límdir á kviðvegginn og sá nemi sem er næstur myndavélinni á hverjum tíma nemur skýrustu myndina og raðar henni í sérstakt box sem sjúklingurinn er með í beltisstað. Þessar myndir raðast síðan upp í ákveðnu forriti sem við erum með og til verður nokk- urs konar myndband. Við getum því skoðað þessar myndir í tölvu, stækkað þær, farið aftur á bak og áfram, stoppað á ákveðnum stað, prentað út ákveðnar myndir og svo framvegis. Það er sagt að ein mynd sé virði þúsund orða og það er sérstaklega áberandi með svona tækni, hvað ein mynd segir gríð- arlega mikið,“ segir Ásgeir og bætir við að kostir þessarar að- ferðar séu margir. „Þetta er óþæg- indalaus aðferð og sjúklingurinn finnur ekkert fyrir myndavélinni þegar henni er kyngt. Þá er líka hægt að nota þetta á börn en þá notum við gjarnan minni hylki. Annar kostur er sá að þessi aðgerð er oftast framkvæmd án þess að það þurfi að leggja sjúklinginn inn á sjúkrahús en eftir að hafa gleypt myndavélina fær sjúklingurinn að fara heim. Hann kemur síðan aft- ur eftir 6-8 klukkustundir.“ Skiptir sköpum St. Jósefsspítalinn í Hafnarfirði var fyrstur til að nýta sér þessa tækni árið 2004 en í kjölfarið fékk Landspítalinn sama tæki. „Áður en við fengum þennan tækjabún- að gerðum við ráð fyrir að við þyrftum að gera 40-50 rannsóknir á ári og það hefur staðist. Eitt svona lítið hylki, sem sjúkling- urinn gleypir, kostar á bilinu 45- 50 þúsund krónur en rannsóknir hafa gefið til kynna að þessi grein- ingaraðferð geti leitt til minni fyr- irhafnar og verulegs sparnaðar með því að fækka og forða end- urteknum rannsóknaraðferðum sem oft er beitt til að greina blæð- ingarstað eða aðra sjúkdóma í meltingarvegi. Myndahylkið gerir þannig kleift að rannsaka þann hluta meltingarvegarins þar sem hefðbundnar röntgen- og holsjár- rannsóknir eru ekki nægilega ná- kvæmar eða ekki mögulegt að koma þeim við,“ segir Ásgeir og bætir við að þessi rannsókn skipti sköpum enda margir sjúkdómar sem geti leynst í mjógirni. „Til að mynda sárasjúkdómar, æxli, or- sakir blæðinga og margt fleira en þessi rannsókn sýnir okkur vand- ann myndrænt, eins og hver önn- ur speglun.“ Holsjárhylki er örsmá myndavél sem sjúklingurinn gleypir Bylting í greiningu sjúkdóma í mjógirni ➤ Ásgeir Theodórs lauk emb-ættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1973 og hlaut almennt lækningaleyfi árið 1974. ➤ Ásgeir stundaði sérnám í lyf-læknisfræði og melting- arsjúkdómum með áherslu á krabbamein í Bandaríkj- unum. ➤ Á árunum 1993 og 1994 starf-aði Ásgeir á meltingar- sjúkdómadeild Cleveland Cli- nic Foundation í Bandaríkjunum. MAÐURINNÞað er ekki kvíðvænlegt eða flókið að láta mynda mjógirnið nú til dags. Sjúklingurinn gleypir örsmáa myndavél sem tekur alls 55 þúsund myndir, tvær myndir á sekúndu, en skilar sér síðan út með hægðum. Ásgeir Theodórs: „Það er sagt að ein mynd sé virði þúsund orða og það er sér- staklega áberandi með svona tækni, hvað ein mynd segir gríðarlega mikið.“ Holsjárhylki Örsmá myndavél sem tekur tvær myndir á sekúndu. Árvakur/Kristinn Árvakur/Kristinn Ingvarsson Mjög sykraður matur hefur ekki sérlega góð áhrif á blóðsykurinn með því að láta hann rjúka upp í hæstu hæðir og falla síðan aftur. Þess vegna er betra að reyna að snarla á einhverju öðru yfir daginn t.d. ólífum og hafrakexi með ein- hverju gómsætu ofan á eins og góðu chutney, reyktum laxi og kotasælu, léttosti eða túnfisksalati. Þurrkaðir ávextir og hnetur eru líka gott nasl. Hafrakex með góðu áleggi Hefst mánudaginn 10. mars www.meccaspa.is og Fjóla í síma 899-2445

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.