24 stundir - 26.02.2008, Blaðsíða 42

24 stundir - 26.02.2008, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2008 24stundir Náman námsmannaþjónusta Landsbankans 410 4000 | landsbanki.is Árlega veitir Lands bankinn viðskiptav inum Námunnar veglega námsstyrk i. Nú er komið að þ ví að velja hæfustu umsækjendur til N ámsstyrkja Landsb ankans í 19. sinn. Umsóknarfrestur er til 3. mars 2008 . Allar nánari uppl ýsingar og skráningarblöð er að finna á land sbanki.is Styrkirnir skiptast þannig 3 styrkir til framh aldsskóla- og iðnn áms, 150.000 kr. h ver 3 styrkir til háskól anáms (BA/BS/BEd ), 300.000 kr. hver 4 styrkir til framh aldsnáms á háskó lastigi, 350.000 kr . hver 3 styrkir til listnám s, 350.000 kr. hver ÍS L E N S K A S IA .I S L B I 40 96 2 02 /0 8 Sony hefur kannski ekki tilkynnt formlega um tilvist tölvuleiksins Motorstorm 2 en BBC hefur nú svipt hulunni af þessum vænt- anlega leik sem mun koma út fyr- ir árslok. Motorstorm hefur nú selst í 3 milljónum eintaka um heim allan og var því aldrei spurning hvort framhald af leikn- um kæmi á markaðinn. Í Motorstorm 2 er kappaksturinn færður úr eyðimörkinni og að þessu sinni gerist leikurinn á gullfallegri eyju þar sem bifreiðar tæta í sig viðkvæman gróðurinn. Hinn upprunalegi Motorstorm var harðlega gagnrýndur fyrir að bjóða upp á þann möguleika að tveir leikmenn gætu spilað saman á sömu tölvunni en úr því verður bætt í Motorstorm 2 þar sem allt að fjórir geta spilað í einu. vij Motorstorm 2 á leiðinni Hinn vinsæli YouTube vefur var tekinn í „gíslingu“ á sunnudag, af yfirvöldum í Pakistan. Í rúma tvo tíma gátu netverjar ekki farið inn á vefinn víðsvegar í heiminum, því starfsmenn Pakistan Telecom höguðu því þannig til, að hverj- um, sem heimsótti hina vinsælu slóð, var beint annað. Var þetta ritskoðun á dönsku skopmynd- unum af Múhameð spámanni, sem voru á vefnum og taldar móðgun við múslima. YouTube gísl Pakistans Third er eins og nafnið bendir til þriðja plata sveitarinnar Port- ishead, og aðdáendur hennar hafa beðið lengi því síðasta plata kom árið 1997. Gítarleikarinn Adrian Utley sagði í viðtali við Billboard: „Third hljómar ekkert eins og fyrri plöturnar en er eins og stór bróðir eða systir þeirra. Þar er sami hugsunarháttur en hefur þróast aðeins.“ Hann sagði nokkur stuðlög vera á plötunni en Portishead hefur hingað til verið þekkt fyrir rólegheit. Third kemur út þann 28. apríl. re Portishead tjá sig um „Third“ Þegar hafa skapast miklar um- ræður um nýkjörið framlag Íslend- inga til Eurovison í ár á vefnum Esctoday.com. Vefurinn er sá mest lesni af þeim sem fjalla um keppn- ina sem allir hata að elska og að vanda eru skiptar skoðanir um lag- ið sem við sendum til leiks. Notendur vefjarins geta sagt skoðun sína á lögunum sem taka þátt í keppninni í Serbíu í maí og eru fleiri jákvæðir en neikvæðir í garð þeirra Friðriks Ómars og Reg- ínu. Sumir ganga svo langt að segja að This is My Life eigi mjög góða möguleika á sigri, en öðrum finnst það fremur litlaust og þreytt. Hörðustu Eurovision-aðdá- endur hafa þó sjaldnast rétt fyrir sér þegar á hólminn er komið, þannig að lítil ástæða er til þess að missa svefn yfir skoðunum álfu- systkina okkar. EUROVISION-AÐDÁENDUR TJÁ SIG UM THIS IS MY LIFE lina esc „Ísland ég elska ykkur!!! Reykjavík 2009!“ Ulrik Raben „Ísland gæti komist mjög nærri því að vinna keppnina í ár.“ galantis loukakis „Frábært! Ísland er eitt af vanmetnustu löndum Eurovision. Vona og óska ykkur alls hins besta í ár. 10 stig af 10 mögulegum.“ Giselle Artois „Ég sé hreinlega ekkert gott við þetta lag. Ég er handviss um að það kemst ekki í úrslitin. Samanborið við íslenska lagið í fyrra er það hræðilegt. Ég veit að margir hérna kunna vel að meta það og kannski höfðar það til ákveðins hóps, en ég skil það ekki.“ Knut Viking „Eitt af mínum uppáhalds, en þau eru ekki orðin mörg. Áfram Ísland! Á Íslandi er eitthvert indælasta og vinalegasta fólk sem ég hef hitt.“ Milan S „Mjög gott. Ekki beint minn tebolli, en ég vona að það komist í úrslitin.“ Christos Loumas „Þetta lag og svissneska lagið gefa mér von um að Eurovision verði bjargað í ár.“ chi chi larue „Eurodance-rusl frá tíunda áratugnum! Hvern halda þau að þau séu að blekkja?“ lucio „Það yrði frábært að sjá Ísland sigra eftir að hafa verið rænt alltof oft, en ég er hræddur um að Ísland verði rænt aftur.“ Sandra Åhlander „Frábært lag Ísland. Ég elska það.“ w s „Hræðilegt, úrelt eurodance-lag. Mér líkar ekki við það.“ joy muurahainen „Frábærar raddir og mjög góð sviðsframkoma. Ég mun kjósa Ísland upp úr undankeppninni.“ Nick Wilson „Frábært lag Ísland. Reykjavík 2009? Að mínu mati eru Sviss og Ísland með bestu lögin í ár. En eiga Íslendingar nógu stóran stað til þess að halda Eurovision?“ Dieter Dieter „Fínt lítið lag, en eru Íslendingar virkilega næstir í röðinni? Mér finnst það ekki eiga skilið að sigra keppnina.“ Jacques Dusart „Virkilega, virkilega, virkilega ekkert varið í þetta lag. 0 stig!“ Basset Hound „Fínt lag býst ég við, en ekki beint minn tebolli. Ég vildi að In My Dreams ynni eða lagið sem hafnaði í öðru sæti.“ Dennis K „Ég er svo ánægður með að þetta lag hafi verið valið. Það fer beint í efsta sæti yfir uppáhalds lögin mín í keppninni í ár og ég efast um að nokkurt lag muni skáka því. Áfram Ísland! Reykjavík 2009 takk.“ Frédéric Tonton „Þetta lag er drasl. Ég hata það af því að það er ömurlegt. Ísland veldur miklum vonbrigðum. Meira að segja lagið í öðru sæti var betra, miklu betra.“ Pau PV „Virkilega gott. Ég held að í ár munum við sjá lönd í úrslitum sem við erum óvön að sjá, eins og Ísland og Pólland ... Ísland hefði átt að komast upp úr undankeppnunum 2005, 2006 og 2007.“ Notendur vefsíðunnar ESCToday liggja ekki á skoðunum sínum um framlag Íslands í Eurovision. Notendur Esctoday.com hafa skiptar skoðanir á Eurovision-framlagi Íslendinga Rusl eða sigurvegari? This is My Life fær fín við- brögð í Eurovision- samfélaginu. 24 stundir könnuðu viðbrögð not- enda Esctoday.com við laginu og tóku út nokkur vel valin ummæli. Söngvarinn knái Prince neyðist til að gangast undir mjaðmaað- gerð þótt hann sé einungis 49 ára gamall. Í aðgerðinni verður kúlu- liður fjarlægður úr mjöðm hans og í staðinn komið fyrir gerviliði úr títani. Prince er alveg eyðilagð- ur yfir þessum grimmu örlögum en hann hefur lagt mikið upp úr mjög líflegri sviðsframkomu og dansi á tónleikum sínum. Ólík- legt er að hann nái fyrri fimi og sveigjanleika eftir aðgerðina en verkurinn í mjöðminni var þó farinn að hafa töluverð áhrif á getu hans til danssýninga. re Prince í mjaðmaaðgerð 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Hörðustu Eurovision-aðdáendur hafa þó sjaldnast rétt fyrir sér þegar á hólminn er komið, þannig að lítil ástæða er til þess að missa svefn yfir skoðunum álfusystkina okkar. Samkvæmt fregn- um kvikmynda- ritsins Variety hefur Universal kvikmyndaverið sannfært að- standendur Bo- urne myndanna um að gera enn eina mynd um njósnarann ráða- góða Jason Bourne. Matt Damon mun hafa samþykkt að fara með aðalhlutverkið enn eina ferðina en þetta mun verða fjórða mynd- in um hinn knáa njósnara. vij Enn af Bourne

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.