24 stundir - 26.02.2008, Blaðsíða 30

24 stundir - 26.02.2008, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2008 24stundir Heilsuræktarstöðvar World Class eru núna orðnar sjö hér á landi með aðstöðu fyrir um 20.000 iðkendur. Nýju heilsuræktarstöðv- arnar eru allar búnar fullkomnasta búnaði til heilsuræktar frá Life Fit- ness og Hammer Strength auk ým- issa þæginda. World Class í Hafnarfirði er 700 fm en þar er tækjasalur, búnings- herbergi með gufubaði, barnahorn og veitingasala. World Class í Mos- fellsbæ verður 1.000 fm með tækja- sal, leikfimisal, barnaleikherbergi með gæslu auk aðgangs að Lága- fellslaug og þeirri aðstöðu sem þar er. World Class á Seltjarnarnesi verður stærst nýju stöðvanna, mun rúma um 2.000 manns, en auk heilsuræktaraðstöðu verða þar þrír æfingasalir, baðstofa og barnaleik- herbergi með gæslu. Gestir munu hafa aðgang að sundlauginni og aðstöðu hennar. Í byrjun febrúar opnaði World Class 700 fm heilsu- ræktarstöð á 15. hæð í nýja turn- inum í Smáranum þar sem gestir njóta einstaks útsýnis til allra átta og hafa aðgang að tækjasal og bún- ingsherbergjum með gufubaði. Viðskiptavinir World Class eru dreifðir um allt höfuðborg- arsvæðið en með opnun fjögurra nýrra stöðva færist fyrsta flokks heilsuræktaraðstaða skrefi nær heimilum og vinnustöðum. Með tilkomu nýju stöðvanna verður þægilegra að stunda reglulega heilsurækt en viðskiptavinir munu hafa aðgang að sjö heilsurækt- arstöðvum og þremur sundlaugum með fjölbreyttri aðstöðu til að rækta bæði líkama og sál. Auk nýju stöðvanna eru stöðvar World Class einnig í Spönginni í Grafarvogi, í húsi Orkuveitunnar við Bæjarháls og í Laugum í Laug- ardal, stærstu heilsuræktarmiðstöð landsins. World Class hefur opnað 4 nýjar heilsuræktarstöðvar Þægilegra að stunda heilsurækt World Class Stöðvarnar eru orðnar sjö hér á landi með aðstöðu fyrir 20.000 iðkendur. KYNNING Fæturnir tryggja að við komumst leiðar okkar og því er ekki nema sjálfsagt að við sinnum þeim vel. Apótek og heilsubúðir eru með hillur fullar af alls kyns fótakrem- um, skrúbbum og tækjum og tól- um til þess að fótunum líði sem best. Gott er að fara í heitt fótabað á kvöldin, skrúbba fæturna með grófum bursta, klippa neglurnar og bera feitt krem á eftir. Fæturnir verða geislandi á eftir. Fallegir fætur tryggja vellíðan Þeir sem vinna kyrrsetuvinnu eiga oft við alls kyns vöðvavandamál að stríða. Það er að sjálfsögðu sniðugt að standa upp nokkrum sinnum yfir daginn og hreyfa sig. Ef það er ekki nóg er hægt að kaupa hita- krem í apótekum sem gera oft heil- mikið gagn í baráttunni við vöðva- verkina. Gott er að fá einhvern til að nudda aumu vöðvana í stutta stund með kreminu og hálftíma seinna ættir þú að finna muninn. Hitakrem slær á vöðvaverki Hvítlaukur er jú mjög góður í mat- argerð en margir segja líka að hann lækni kvef. Í hvítlauk er virka efnið Allicin sem hefur andoxunaráhrif og getur þannig hindrað oxun í líkamanum og þar með myndun skaðlegra efna. Einnig er talið að regluleg neysla fersks hvítlauks geti veitt vörn gegn hjarta- og æða- sjúkdómum. Sumum finnst lyktin jú vond en það ætti engu að skipta miðað við gæði hans. Hvítlaukur hollur og góður Góð umhirða tannanna skiptir höfuðmáli eigi tennurnar að hald- ast heilbrigðar og fallegar. Tann- burstun að minnsta kosti kvölds og morgna með flúortannkremi kem- ur í veg fyrir að óæskilegar bakt- eríur þrífist í munninum og ætti einna helst að bursta tennurnar eftir hverja máltíð. Eins hafa syk- urlaus tyggigúmmí gefið góða raun en tyggjóið hefur góð áhrif á tenn- urnar og jafnar sýrustigið í munn- inum. Ekki nóg að tannbursta Tannþráðurinn er nauðsynlegur og er ekki nóg að treysta eingöngu á tannburstann við umhirðu tann- anna þar sem hann kemst ekki á sömu staði og tannþráðurinn en hann viðheldur heilbrigði gómsins. Eins er ráð að nota bakteríudrep- andi munnskol sem ver munnholið og tennurnar gegn óæskilegum bakteríuvexti og eykur áhrif flúors- ins sem vörn gegn tannskemmd- um. Þeir sem vilja vera vissir um að allt sé með felldu í munnholinu ættu að heimsækja tannlækninn tvisvar sinnum á ári og láta hann hreinsa tennurnar almennilega. Heimsækið tannlækninn tvisvar á ári Góð tannheilsa mikilvæg 10-50% Vaxtalaus lán í 6 mánuði Verslunin Rúmgott · smiðjuvegi 2 · Kópavogi · sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.rumgott.is Vinsælu Gel/ethanOl eldstæðin KOmin aftuR BYltinG í sVefnlausnum eitt Besta úRVal landsins á heilsudýnum feRminGaR- tilBOð Frí legugreining og fagleg ráðgjöf á heilsudýnum.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.