24 stundir - 17.04.2008, Side 1
24stundirfimmtudagur17. apríl 200873. tölublað 4. árgangur
Ólafur Gunnarsson rithöfundur
heldur beat-dag 3. maí en beat-
kynslóðin er hópur bandarískra rit-
höfunda sem höfnuðu við-
urkenndum reglum sam-
félagsins um 1950.
Beat-dagur Ólafs
KOLLA»21
Huga þarf reglulega að öryggi og
ástandi leiktækja, ekki síst nú þegar
sumarið er á næsta leiti, að sögn Sig-
rúnar A. Þorsteinsdóttur. Oft þarf
ekki að gera mikið til að draga úr
hættu á slysum.
Öryggi leiktækja
HEILSA»31
Þriðjungsmunur
á túnþökunum
NEYTENDAVAKTIN »4
Þýskt fyrirtæki sem framleiðir
innréttingar í farþegaflugvélar
hyggst hefja framleiðslu á
pissuskálum, sem ætlað er að
stytta raðir á salernin. Nor-
bert Runn, talsmaður fyr-
irtækisins, telur að notkun
skálanna muni hefjast á næsta
ári. „Skálarnar eru smærri og
taka minna pláss en hefð-
bundin salernisaðstaða,“ segir
Runn. Segir hann umtals-
verðan tíma geta sparast, þar
sem meirihluti farþega á al-
mennu farrými sé karlkyns. aij
Pissuskálar í
háloftunum
GENGI GJALDMIÐLA
SALA %
USD 74,11 -0,81
GBP 146,36 -0,27
DKK 15,85 0,09
JPY 0,73 -0,75
EUR 118,28 0,11
GENGISVÍSITALA 151,09 -0,17
ÚRVALSVÍSITALA 5.244,98 1,22
8
7
3
8 5
VEÐRIÐ Í DAG »2
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@24stundir.is
Margir tugir nemenda leita sér á hverjum vetri
aðstoðar hjá sálfræðingum og námsráðgjöfum
í háskólum vegna prófkvíða.
Einkennin geta verið líkamleg, eins og til
dæmis bólgur í maga og vöðvum auk svefn-
leysis. Andlegu einkennin eru kvíði, vonleysi
og vanmáttarkennd, að sögn Rögnu Ólafs-
dóttur, sálfræðings hjá náms- og starfsráðgjöf
Háskóla Íslands.
Óraunhæfar kröfur
„Vegna prófkvíðans kemur það fyrir að
nemendur fresti prófum eða fari úr einni
námsgreininni í aðra. Í prófunum sjálfum
skortir þá sem eru með prófkvíða oft einbeit-
ingu. Þeir æða til dæmis úr einni spurningunni
í aðra. Þeir eru ekki nógu markvissir, hvorki í
prófinu sjálfu né undirbúningnum. Þetta getur
augljóslega sett mark sitt á námið. Oft er um
að ræða góða nemendur sem gera óraunhæfar
kröfur til sjálfra sín,“ segir Ragna sem bætir því
við að venjuleg prófstreita sé bara eðlileg og
hvetjandi. „Þegar streitan fer hins vegar yfir
ákveðin mörk og líðanin er orðin það slæm að
fólk getur ekki gert eins vel og það getur er um
vandamál að ræða.“
Þeir sem leita sér aðstoðar yfir veturinn hjá
náms- og starfsráðgjöfinni skipta tugum. Flest-
ir koma þegar prófin fara að nálgast. „Við
bjóðum upp á námskeið á haustin og vorin þar
sem kennd er stjórnun á prófkvíða. Einnig er
boðið upp á einstaklingsmeðferð,“ segir Ragna.
Fleiri stelpur en strákar
Hún segir stelpur í meirihluta þeirra sem
leita sér aðstoðar. „Það þýðir ekki að þær séu
kvíðnari en strákar. Þær eru kannski ekki jafn-
viðkvæmar fyrir því að viðurkenna veikleika.“
Sólveig Hrafnsdóttir, námsráðgjafi við Há-
skólann á Akureyri, segir að til hennar leiti ein-
hverjir tugir prófkvíðinna nemenda á hverjum
vetri. „Þeir koma með prófkvíða úr öðrum
skólum og við kennum þeim að reyna að ráða
við hann. Kvíðinn hverfur ekki alltaf strax en
það bætir líðanina að kunna að stjórna hon-
um.“
Nemendur sem leitað hafa til námsráðgjafa
við Háskólann í Reykjavík í vetur skipta nokkr-
um tugum, að sögn Karenar Björnsdóttur
námsráðgjafa. Þar er boðið upp á kvíðastjórn-
unarnámskeið eins og í hinum háskólunum.
ÞEKKIR ÞÚ TIL?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á frettir@24stundir.is
Þjáð af prófkvíða
Tugir háskólanema þjást af magabólgum, svefnleysi og vanmáttarkennd vegna próf-
kvíða Fresta prófum eða fara úr einni grein í aðra Námskeið til að takast á við vandann
➤ Nemendur með prófkvíða fá lengri tíma enaðrir til að ljúka prófi.
➤ Þeir fá einnig að sitja í fámennum stofum.
ÚRRÆÐI VEGNA PRÓFKVÍÐA
Yfirþyrmandi Þúsundir blað-
síðna af lesefni og próftaka í tíma-
pressu leggjast þungt á marga
stúdenta. Stúlkan á myndinni
tengist ekki efni fréttarinnar.
24stundir/Golli
Borgarstjóri segir sjálfsagt að fjölga
skýlum á biðstöðvum Strætó. Um
550 biðstöðvar eru í Reykjavík en
200 þeirra eru án skýlis. Þar bíða
farþegar því án skjóls
fyrir veðri og vindum.
Ekkert skýli á
200 biðstöðvum
»2
Hægt er að framleiða 75% þess
korns sem þörf er á til fóðurgerðar
hér. 11 þúsund tonn af byggi voru
framleidd hér í fyrra en fimmfalt
meira þarf til að anna
innlendri eftirspurn.
Kornrækt ætti að
fimmfalda
»4
ostahusid.is
Brie með
hvítlauksrönd
Bílaverkstæði
Smurstöð
Verslun
Vissir þú að...
vélarslitvörn frá Liqui Moly
kemur í vegfyrir að vélin bræðir
úr sér ef hún verður olíulaus.
Sjálfstæðismenn í Árborg vilja að
bærinn kaupi menningarsal Hótels
Selfoss. Salurinn er falur fyrir 90
milljónir og fæst gegn niðurfell-
ingu fasteignagjalda af
hótelinu í nokkur ár.
Salurinn verði
keyptur strax
»6
Markaðssetning vestfirskra sæl-
keraslóða gæti verið mikið sókn-
arfæri í sérhæfðri ferðaþjónustu.
Ísland gæti orðið fastur áfanga-
staður sælkeraferða-
langa sem fjölgar ört.
Vestfirðir seldir
sælkerum
»16 »14