24 stundir - 17.04.2008, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 24stundir
Svifryk mældist yfir heilsu-
verndarmörkum í Reykjavík-
urborg í gær og líkur eru á að
hið sama verði upp á ten-
ingnum í dag. Ryk berst nú of-
an af hálendinu og inn yfir
borgina og eins úr opnum
grunnum og óbundnum
svæðum í nágrenni borg-
arinnar. Þá eru nagladekk
mikill orsakavaldur svifryks.
Svifryk veldur þeim sem eru
með viðkvæm öndunarfæri
miklum óþægindum og er fólk
hvatt til að hafa varann á sér. fr
Ryk í Reykjavík
Svifryk mælist
yfir mörkum
STUTT
● Gæsluvarðhald
Hæstiréttur staðfesti í gær úr-
skurð Héraðsdóms Reykjaness
um að erlendur karlmaður
skuli sitja í gæsluvarðhaldi til 2.
maí. Maðurinn er grunaður
um aðild að fíkniefninnflutn-
ingi og brot á endurkomubanni
sem hann var dæmdur til 2004.
● Fíkniefnafundur
Lögreglan lagði hald á fíkni-
efni og 200 þúsund krónur í
peningum við húsleit í Laug-
ardalshverfi í fyrrakvöld.
Karlmaður um fertugt var
handtekinn vegna málsins.
Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur
thorakristin@24stundir.is
Séu laun kynjanna skoðuð eftir
starfsstéttum sést að konur voru
með 18-57 prósentum lægri heild-
arlaun (þ.e. laun og óreglubundnar
greiðslur) en karlar í sömu stétt í
fyrra, skv. upplýsingum frá Hag-
stofunni. Munar 15-52% séu ein-
göngu skoðuð reglubundin laun.
Heimilisstörfin íþyngja konum
„Launamunurinn getur að hluta
til helgast af því að meðalvinnutími
karla er lengri en vinnutími
kvenna, en það endurspeglar líka
ójafna verkaskiptingu á heimilum.
Þar sem konur bera almennt meiri
ábyrgð á ólaunuðum störfum inn-
an heimilisins vinna þær minna úti
en karlar, þó ekki muni miklu.
Langur vinnutími karla fleytir
þeim svo upp í hærri laun og við-
heldur þannig ójafnri verkaskipt-
ingu á heimilunum,“ segir Guð-
björg Linda Rafnsdóttir
félagsfræðingur.
Sérfræðingarnir áberandi
„Í tölum Hagstofunnar er kyn-
bundinn launamunur sérlega áber-
andi hjá sérfræðingum, stjórnend-
um og sérmenntuðu starfsfólki.
Við höfum áður séð að háskóla-
menntun skilar sér betur í launa-
umslag karla en kvenna sem er
háalvarlegt mál,“ segir Guðbjörg
og bætir við að mikilvægt sé að
rannsaka hvaða öfl séu þar að baki.
Hún segir líklegt að konur og
karlar í hópi stjórnenda vinni í
mismunandi atvinnugreinum.
„Konur komast síður í stöðu æðstu
stjórnenda en karlar og það er
nokkuð ljóst að kvenstjórnendur
tilheyra ekki þeim hópi stjórnenda
sem fá ofurlaun. Kannski eru þær
síður ráðnar í slík störf en mögu-
lega þykja konur líka síður þurfa
ofurlaun en karlar.
Hluti kvenstjórnenda er stjórn-
endur í svokölluðum hefðbundn-
um kvennastörfum, t.d. í heil-
brigðisgeiranum, en það er þekkt
að launin eru almennt lægri hjá
starfsstéttum þar sem konur eru í
meirihluta en í hefðbundnum
karlastéttum,“ segir hún.
Væntingar ólíkar eftir kyni
Þá segir Guðbjörg konur oft eiga
erfiðara með að semja um laun því
atvinnurekendur hafi ólíkar vænt-
ingar til starfsmanna eftir kyni.
„Þær hafa lítið að gera með
raunverulega getu eða vilja við-
komandi einstaklinga heldur end-
urspegla þær staðalmyndir
kynjanna. Litið er á karlmenn sem
fyrirvinnur, sem þurfi þar af leið-
andi góð laun á meðan litið er á
konur sem annars flokks fyrirvinn-
ur, sem sé að hluta til framfleytt af
körlum.“
Þá segir Guðbjörg barneignir og
hjónaband oft talið körlum til
tekna en ekki konum. „Þessi við-
horf valda því að karlmenn fá oftar
en konur aukasporslur, óháð raun-
verulegum vinnutíma, frammi-
stöðu og getu.“
HVAÐ VANTAR UPP Á?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á 24@24stundir.is
Stjóri og stýra með
mismunandi laun
Heildarlaun íslenskra kvenna allt að helmingi lægri en heildarlaun karla í sömu stétt
HEILDARLAUN ÍSLENDINGA
Stjórnendur Sérfræðingar Tæknar og
é t ði
Skrifstofu-
fólk
Þjónustu-,
öl f f
Iðnaðar- Verkafólk
Eftir starfsstéttum 2007
82
6.
00
0
91
1.
00
0
58
6.
00
0
62
5.
00
0
51
6.
00
0
47
5.
00
0
58
0.
00
0
36
8.
00
0
32
0.
00
0
36
2.
00
0
30
6.
00
0
31
9.
00
0
35
8.
00
0
25
8.
00
0
45
3.
00
0
31
6.
00
0
33
7.
00
0
24
8.
00
0
68
8.
00
0
Allir
Karlar
Konur
➤ Heildarlaun Íslendinga, s.s.laun og aðrar greiðslur fyrir
utan kaupréttarsamninga, í
fullri vinnu voru að meðaltali
424.000 á mánuði.
➤ Voru heildarlaun karla í fullustarfi 467.000 að meðaltali og
laun kvenna 332.000.
➤ Meðal-Íslendingurinn vann44,8 stundir á viku. Unnu
konur 41,8 stundir á viku en
karlar 46,1 stund.
LAUN 2007
Kristinn H. Gunnarsson, þing-
maður frjálslyndra, spurði fjár-
málaráðherra um ástæður þess að
skrifstofum Fasteignamats ríkisins
í Borgarnesi og á Egilsstöðum hefði
verið lokað og „störfum þannig
fjölgað í Reykjavík“ en fækkað á
landsbyggðinni á þingi í gær.
Sagði ráðherra að þeim hefði
fyrst og fremst verið lokað vegna
minnkandi verkefna þar sem
skráningu í landsskrá fasteigna
væri lokið. Þá sagði hann ekki rétt
að breytingarnar fælu í sér fjölgun
starfa í Reykjavík því þó að verkefni
þau sem þessi útibú hefðu sinnt
færu til Akureyrar og Reykjavíkur
yrði ekki fjölgað starfsfólki þar.
Lagði hann jafnframt áherslu á að
ákvörðunin hefði ekki verið tekin
vegna óánægju með starfsemi við-
komandi útibúa FMR eða starfs-
manna þeirra. þkþ
Lokun skrifstofa FMR fyrir vestan og austan
Starfsfólki fjölgar
ekki í Reykjavík
Meistaranemar í sagnfræði og
heimspeki við Háskóla Íslands
eru að vinna verkefni sem tengj-
ast fyrirtækinu CCP og leiknum
Eve-online.
Annar þeirra,
Andri Wilde sagn-
fræðinemi, hyggst
skrifa sögu Eve-
online en hinn,
Pétur J. Óskarsson
heimspekinemi, er
að kanna þróun
lýðræðis innan leiksins.
Eve-Online er fjölspilunarleikur á
netinu. Þátttakendur mynda
samfélög en saga þeirra hefur
ekki enn verið rituð.
Þá hefur lýðræði verið innleitt í
Eve-online en níu manna full-
trúaráð er kosið til hálfs árs í
senn og hefur samstarf við CCP.
Ritgerðir um Eve-online
Með meistara-
próf í tölvuleik
Hjá Creditinfo Ísland er nú hægt
að nálgast upplýsingar um hve
líklegt fyrirtæki er til að lenda í
alvarlegum vanskilum. CIP-
áhættumatið metur fyrirtækið út
frá viðamiklum gögnum, s.s. árs-
reikningum, hlutafélagaskrá,
upplýsingum um stjórnarmenn
og framkvæmdastjóra, eigna-
tengsl við önnur félög, atvinnu-
grein og aldur. Þá er hægt að
skoða greiðsluhegðun fyrirtækis
og hver staða þess er í sam-
anburði við önnur fyrirtæki.
Creditinfo Ísland
Íslensk fyrirtæki
áhættumetin