24 stundir


24 stundir - 17.04.2008, Qupperneq 9

24 stundir - 17.04.2008, Qupperneq 9
24stundir FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 9 Fjörefli ehf. skrifaði í dag undir samstarfssamning við Reykjavíkur- borg um uppbyggingu alhliða af- þreyingargarðs fyrir alla aldurs- hópa í Gufunesi í Grafarvogi. Viðræður við Reykjavíkurborg um uppbyggingu svæðisins hófust snemma árs 2005 og lauk í dag með formlegri undirskrift eigenda Fjöreflis ehf., Ingibjargar Guð- mundsdóttur og Eyþórs Guðjóns- sonar við Ólaf F. Magnússon borg- arstjóra. Á næstu mánuðum mun end- anleg hönnun svæðisins verða klár- uð en fyrsti hluti starfseminnar verður opnaður nú í sumar. Til þess að vel takist til og svæðið verði gróðri vaxið sem fyrst hefur Reykjavíkurborg lýst yfir áhuga á því að taka þátt í uppgræðslu svæð- isins í heild svo skapa megi skjól- sælan og hlýlegan skemmtigarð fyrir alla segir í tilkynningu. Afþreyingargarður í Gufunesi Ruslahaugar verða skemmtigarður SIMPLY CLEVER FJÖLSKYLDUBÍLLINN SEM EYÐIR SVO MIKLU MIKLU MINNA. Skoda Octavia 1,9 TDI® - 4,9 lítrar á hundraðið Skoda Octavia er vandaður og ríkulega útbúinn verðlaunabíll í fullri stærð með pláss fyrir alla fjölskylduna og rúmgott farangursrými. Nýja TDI® dísilvélin, skilar miklu og jöfnu afli og býr yfir frábærum aksturseiginleikum. Skoðaðu Skoda Octavia - bílinn sem eyðir svo miklu miklu minna. HEKLA Laugavegi 172-174 · Sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranes · Ísafjörður · Reyðarfjörður · Reykjanesbær · Selfoss Fjárhags- og launanefnd Sel- tjarnarness hefur samþykkt tillögu bæjarstjóra um sérstaka launaupp- bót til starfsfólks bæjarins. Allt starfsfólk, að bæjarstjóra undan- skildum, fær 120 þúsunda króna eingreiðslu. Greiðslan tekur mið af starfshlutfalli og verður greidd út á degi verkalýðsins hinn 1. maí næst- komandi, að því er segir á vefnum seltjarnarnes.is. Þar er haft eftir Jónmundi Guð- marssyni bæjarstjóra að aðgerðin miði að því að tryggja stöðugleika í starfsmannahaldi bæjarins á óró- leikatímum á vinnumarkaði. Í desember síðastliðnum sam- þykkti bæjarstjórn einnig að greiða öllu starfsfólki bæjarins 30 þús- unda króna eingreiðslu. ibs Starfsmenn Seltjarnarness fá launauppbót 120 þúsund krónur fyrir fullt starf Fái ung börn eingöngu svokallað heilsufæði, þar sem uppistaðan er mikið magn ávaxta, grænmetis og heilkornabrauðs, getur það komið niður á vexti þeirra, að því er haft er eftir Kim Fleicher Michaelsen, pró- fessor í næringarfræði barna við Kaupmannahafnarháskóla, í danska blaðinu metroXpress. Niðurstöður nýrrar breskrar könnunar, sem blaðið vitnar í, sýna að í aðeins 30 prósentum tilfella fengu börn upp að þriggja ára aldri nægar hitaeiningar úr matnum sem þau borðuðu á leikskólum sínum. Til þess að börn geti vaxið nægilega á fyrsta æviskeiðinu eiga þau að fá nóg af fitu og kaloríum, samkvæmt frá- sögn metroXpress. Michaelsen kveðst hafa heyrt að sífellt fleiri foreldrar biðji starfsmenn leikskóla fyrir börn upp að þriggja ára aldri að gefa ekki börnunum hveiti- og mjólkurafurðir. „Sumir foreldrar eru með ranga mynd af því hvað er hollt. Þeir gleyma því að mataræðið á að vera fjölbreytt.“ Of mikið af ávöxtum, grænmeti og korni með miklum trefjum getur dregið úr hæfileika líkamans til að taka upp önnur næringarefni eins og til dæmis járn sem er nauðsynlegt fyrir vöxtinn og ónæmiskerfið. Auk þess fylla trefjarnar maga barnanna þannig að þeim finnst þau vera södd áður en þau hafa fengið það hitaein- ingamagn sem líkami þeirra þarf yfir daginn, að því er segir í metroX- press. Ingibjörg Gunnarsdóttir, dósent í næringarfræði við Háskóla Íslands og starfsmaður Rannsóknastofu í næringarfræði, segir Íslendinga í þeirri stöðu að auka þurfi ávaxta- og grænmetisneyslu allra aldurshópa. „Það er hins vegar mikilvægt að fæð- ið sé fjölbreytt, einkum á vaxtar- skeiðinu. Allar öfgar eru slæmar. Það er vel þekkt að börn þeirra sem ein- göngu neyta jurtafæðis vaxa hægar og verða minni en önnur börn. Gæta þarf þess að orkuþörfinni sé fullnægt en samtímis þarf að gæta þess að börn fái ekki of mikið af mettaðri fitu. Þarna á milli er fín lína.“ ingibjorg@24stundir.is Næringarfræðingar vara foreldra við Börn eiga að fá nóg af fitu og kaloríum

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.