24 stundir - 17.04.2008, Blaðsíða 13

24 stundir - 17.04.2008, Blaðsíða 13
24stundir FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 13 Framkvæmum hugmyndir Áætlað er að Slökkviliði Akra- ness og Hvalfjarðarsveitar áskotnist nýr slökkvibíll næsta haust, en samningar voru undirritaðir í vikunni. „Við erum að hoppa einhverja áratugi fram í tímann frá þeim búnaði sem við höfum haft,“ segir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi. „Bíll- inn er margfalt afkastameiri en gömlu bílarnir okkar auk þess að vera bæði liprari og minni. Einnig er í honum all- ur búnaður sem þarf, t.d. klippur,“ segir Gísli. Bíllinn kostar 26 milljónir og greiðir Akraneskaupstaður um 75%. þkþ Heildsöluverð dýralyfja hefur hækkað um 12-20% frá því í janúar síðastliðnum sam- kvæmt upplýsingum frá lyfjagreiðslunefnd. Á vef- síðu Landssambands kúa- bænda segir að væntanlega sé þar um að kenna geng- islækkun krónunnar sem inn- flytjendur hafi skilað sam- viskusamlega út í verðlag. Þá segir að Estrumat, Orbenin og Orbeseal hafi hækkað minnst, um 12,1%, en Lato- cillin hefur hækkað langmest, eða um 20%. Flest önnur lyf á listanum hafa hækkað um ríf- lega 15%. Brot 432 ökumanna voru mynduð á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu í gær, samkvæmt upplýs- ingum lögreglu. Fylgst var með ökutækjum sem ekið var eftir Hringbraut í vestur og yf- ir fyrrnefnd gatnamót. Á átta klukkustundum fóru 7.553 ökutæki þessa akstursleið. Meðalhraði hinna brotlegu var tæplega 76 km á klukku- stund en þarna er 60 km há- markshraði. Áttatíu og þrír óku á 80 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 108. mbl.is Slökkvilið fær nýjan bíl Hoppa áratugi fram í tímann Dýralyf Hækka í verði um 12-20% Hraði á Hringbraut 432 ökumenn óku of hratt Áætlað er að um 40.000 gestir hafi sótt Safnahúsið á Ísafirði í fyrra sem er um 14% meira en á árinu áður, samkvæmt upplýs- ingum á vef BB. Voru haldnar tólf sýningar og atburðir í húsinu á árinu, sem hýsir Bæjar- og héraðs- bókasafnið, Héraðsskjalasafnið, Listasafn Ísa- fjarðar og Ljósmyndasafnið. Opnunartíminn hefur sitt að segja Á vef BB er aukin aðsókn meðal annars skýrð með breyttum opnunartíma Safnahúss- ins en honum var breytt í fyrrasumar. Meðal annars var sú nýbreytni tekin upp að hafa opið á sunnudögum þegar mest er um ferðamenn í bænum. Sækja þeir töluvert í safnið og þá aðallega „fólk sem hefur áhuga á ættfræði og slíku“ að sögn Halldórs Hall- dórssonar, bæjarstjóra á Ísafirði. „Svo finnur fólk bara hvað það er gott að vera þarna, þetta er æðislegt hús á góðum stað,“ segir bæjarstjórinn. Þarf að bæta aðstöðu fyrir námsmenn Um 160 manns eru í háskólanámi á Vest- fjörðum að sögn Halldórs, og nýta þeir safnið mikið. Jafnframt sækja nemendur í Mennta- skólanum á Ísafirði safnið en talið er að aðstöðu fyrir framhaldsskólanema í Safna- húsinu sé ábótavant og brýn þörf á að bæta þar úr, „sérstaklega í greinum sem nýta gögn safnanna“ segir á vef BB. Nú eru níu nettengdar tölvur fyrir almenn- ing í húsinu auk þess sem hægt er að tengja fartölvur við netið með örbylgjuloftneti. thorakristin@24stundir.is Gestum fjölgar í Safnahúsinu á Ísafirði Æðislegt hús á góðum stað Safnahúsið Gestum hússins fjölgar ár frá ári en húsið hýsir fjögur söfn.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.