24 stundir - 17.04.2008, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 24stundir
Eftir Andrés Inga Jónsson
andresingi@24stundir.is
Ísland gæti orðið fastur áfangastað-
ur sælkeraferðalanga, sem eru sér-
hæfður en ört vaxandi hópur. Soffía
M. Gústafsdóttir, verkefnisstjóri At-
vinnuþróunarfélags Vestfjarða,
kynnir á laugardag verkefnið Vest-
firskar sælkeraslóðir, sem myndi
skapa grundvöll fyrir matartengda
ferðamennsku á Vestfjörðum.
„Við eigum að nýta okkur
ímynd Íslands sem hreins og fagurs
lands og tengja þá ímynd við mat-
vælaframleiðslu. Það eru gífurleg
auðæfi og möguleikar í að tengja
það við ferðaþjónustu,“ segir
Soffía. Hún er einn frummælenda
á málþingi um matartengda ferða-
þjónustu sem haldið verður í Ed-
inborgarhúsinu á Ísafirði.
Féll fyrir Vestfjörðum
Soffía er sjálf tiltölulega nýflutt
vestur. „Ég flutti hingað fyrir
tveimur árum og hafði aldrei kom-
ið á Vestfirði áður. Ég féll algjörlega
fyrir svæðinu.“
Á þeim tíma sem liðinn er síðan
hefur Soffía unnið að því að boða
fagnaðarerindið um þá möguleika
sem búa í Vestfjörðum, sem hún
lýsir sem best geymda leyndarmáli
landsins.
„Verkefnið á að byrja á því að
kortleggja það sem þegar er fyrir
hendi. Allt hráefnið fyrir góða vöru
er fyrir hendi á Vestfjörðum – og í
raun landinu öllu. Það sem ég vil
undirstrika er þessi kraftur sem er í
náttúrunni, fólkinu og hráefninu.“
Heildarpakki fyrir matgæðinga
Soffía sér fyrir sér að matar-
ferðamennska geti verið mikilvæg
viðbót við þá þjónustu sem fyrir er
á Vestfjörðum. „Ég vil sjá að í stað-
inn fyrir að flytja hráefnið nánast
óunnið í burt eins og verið hefur sé
gengið skrefinu lengra og það nýtt
á svæðinu. Ferðamaðurinn gæti til
dæmis eytt deginum í sjóstanga-
veiði, farið í land með fiskinn og
fengi hann eldaðan á veitingahúsi.
Það er þessi blanda af kraftinum í
náttúrunni og hráefninu.“
„Með því að halda ímynd Vest-
fjarða framandi í hugum ferða-
manna stílum við inn á ákveðinn
markhóp. Við þurfum ekki að
reyna að grípa alla.
Ég hef fulla trú á að sé áhugi fyrir
þessu á svæðinu. Hugmyndin er
tilbúin og nú þarf bara að setja
Vestfirskar sælkeraslóðir í gang og
framkvæma. Þetta hefur gríðarlega
möguleika, og nú er bara að vona
stjórnvöld og aðrir sýni verkefninu
skilning og veiti því fjármagn.“
Vestfirðir seldir
sælkerum
Markaðssetning vestfirskra sælkeraslóða gæti verið mikið sókn-
arfæri í sérhæfðri ferðaþjónustu Framandi ímynd vinsæl
➤ Undir merki Vestfirskra sæl-keraslóða væri hægt að mark-
aðssetja afurðir smærri sem
stærri framleiðenda á mark-
vissan hátt.
➤ Komið væri á fót öflugriheimasíðu, þar sem hægt
væri að sjá hvaða góðgæti
landshlutinn hefur upp á að
bjóða.
➤ Framleiðendum verður hjálp-að við þróun vöru sinnar.
SÆLKERASLÓÐIR
Kynngimögnuð náttúra Soffía
með Dýrafjörðinn á bak við sig.
MARKAÐURINN Í GÆR
! "##$
!"#
$
%
&#
'()*+
'
,
-./.
0#1
2
345
#"
" 61
"(##
(7
81
!"# "
+9#/
'
01 - -
:
-
;#
1
-/
!
: -
0 -< =
$
'
>?>3@??4
ABA5C@C>
@>B@D4??C
A5@DCC??
DB?CA@?>?
?4CBBD@C
3>5A???
4??AB4CB>
4554>@54A
AA@C@?CC
BD?5?ACA
3@5BB?B?@
>4ADCCC
@4CCCC
,
>?D433A3
A54C4AB
C
A?@>B@C
3D3D5
3C3C4@C
,
,
AC?4DD>35B
,
,
B3?3DCCC
,
,
?E3B
@>EBC
AAEB?
4E?A
A?EC5
>>ED5
>@EA5
B3?ECC
3CE>C
BDE?C
5E@D
A>E>C
@E3@
DAEAC
AE34
4E4@
>3CECC
A3D@ECC
345ECC
CE?>
A@3ECC
,
,
?E>C
,
,
53@CECC
,
,
?E@C
@3E>C
AAED4
4E?5
A?EAC
>3E>C
>@E3C
B3DECC
3CE@5
DCEAC
5E5>
A>E>4
@E3D
D>ECC
AE3B
4E4D
>5CECC
A@ACECC
3?5ECC
CE?3
A@5ECC
,
>AEDC
BE@C
,
,
53DCECC
A>ECC
4ECC
/
- A3
A@
5>
AA
43
AC
4
?3
5>
5
>?
@4
3
A
,
@
>
,
3
>
B
,
,
4
,
,
4
,
,
F#
-#-
A4@>CCB
A4@>CCB
A4@>CCB
A4@>CCB
A4@>CCB
A4@>CCB
A4@>CCB
A4@>CCB
A4@>CCB
A4@>CCB
A4@>CCB
A4@>CCB
A4@>CCB
A4@>CCB
A@@>CCB
A4@>CCB
A4@>CCB
A5@>CCB
A4@>CCB
A4@>CCB
A4@>CCB
AC3>CCB
AB>>CCB
A4@>CCB
4A>>CC?
>>B>CC?
A4@>CCB
>@>CCB
?3>CCB
● Mestu viðskiptin í Kauphöll
OMX í gær voru með bréf í Skipt-
um fyrir 1.077 milljónir króna.
● Mesta hækkunin var á bréfum
í Century Aluminum eða um
4,29%. Bréf í Exista hækkuðu um
2,22% og bréf í Landsbanka Ís-
lands um 2,22%.
● Mesta lækkunin var á bréfum í
Straumi-Burðarási, 0,97%. Bréf í
Alfesca lækkuðu um 0,90% og bréf
í Eimskipafélagi Íslands um 0,65%.
● Úrvalsvísitalan hækkaði um
1,22% og stóð í 5.244,98 stigum í
lok dags.
● Íslenska krónan veiktist um
0,23% í gær.
● Samnorræna OMX-vísitalan
lækkaði um 0,62%. Breska FTSE-
vísitalan hækkaði um 2,4% og
þýska DAX-vísitalan um 1,8%.
Norðmaðurinn Frank O. Reite,
sem var einn af framkvæmda-
stjórum Glitnis, fékk 34 milljónir
norskra króna, jafnvirði 508
milljóna íslenskra króna, þegar
hann hætti störfum sl. haust. „Ég
er því sammála að þetta eru
hræðilega miklir peningar,“ segir
Reite við vefinn e24.no.
Reite keypti hlut í Glitni Property
Holding þegar hann hætti í fram-
kvæmdastjórn Glitnis og er þar
stjórnarformaður. mbl.is
Fékk „hræðilega“ mikið
Atvinnuleysi mældist 2,3%
á fyrsta fjórðungi ársins
samkvæmt Hagstofunni. Er
það 0,3% meira en á sama
ársfjórðungi í fyrra, og skv.
frétt frá greiningardeild
Glitnis í fyrsta skipti sem
atvinnuleysi eykst á milli
ára síðan Hagstofan hóf að
gera samfelldar vinnu-
markaðsrannsóknir árið
2003.
Atvinnuleysi mældist 2,5%
hjá körlum en 2,2% hjá
konum. Eins og áður var atvinnuleysið mest hjá fólki á aldrinum 16 til
24 ára, eða 6,5%.
„Meðalfjöldi vinnustunda hjá þeim sem voru við vinnu í viðmið-
unarvikunni var 40,8 klukkustundir á fyrsta fjórðungi ársins, sem er
0,8 stundum minna en á sama tíma í fyrra. Meðalfjöldi vinnustunda
hjá þeim sem voru í fullu starfi var 46,2 klst., 49 klst. hjá körlum en
41,7 klst. hjá konum,“ segir í frétt greiningardeilarinnar. hos
Fleiri atvinnulausir en styttri vinna
Aflaverðmæti íslenskra skipa
nam 4,7 milljörðum króna í jan-
úar samanborið við 5,8 milljarða
í janúar 2007, samkvæmt upplýs-
ingum frá Hagstofunni. Aflaverð-
mæti hefur dregist saman um 1,1
milljarð eða 18,3%. Aflaverðmæti
botnfisks var 3,7 milljarðar en
var 4,6 milljarðar í janúar 2007
og er samdrátturinn því 18,7%.
Verðmæti þorskafla var 1,9 millj-
arðar og var það samdráttur um
25,1%. Aflaverðmæti ýsu nam 1,1
milljarði, sem er 11,9% aukning.
mbl.is
Aflaverðmæti
minna í janúar
Björgvin G. Sigurðsson við-
skiptaráðherra opnaði í gær
formlega netverslunina
www.orkastore.com sem er í eigu
hjónanna Finns Guðmundssonar
og Angelu Maríu Roldos. Fyr-
irtæki þeirra hjóna, Orka Int-
ernational Ltd., hefur starfað sem
innkaupaskrifstofa allt frá árinu
1999 bæði í Hong Kong og í
Zhongshan-borg í Kína. Fyr-
irtækið sérhæfir sig í bygging-
arvörum, innréttingum og hús-
gögnum. mbl.is
Íslensk net-
verslun í Kína
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Rafskutlur
-umhverfisvænn ferðamáti
FÉOGFRAMI
vidskipti@24stundir.is a
Ég vil sjá að í staðinn fyrir að
flytja hráefnið nánast óunnið í
burt eins og verið hefur sé gengið
skrefinu lengra og það nýtt á svæðinu.