24 stundir - 17.04.2008, Page 20

24 stundir - 17.04.2008, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 24stundir NÝ ÚTSAUMSVÉL FRÁ PFAFF FRUMSÝNING FÖSTUDAG OG LAUGARDAG Kynning á nýjum forritum, mynsturdiskum og nýjum römmum. Creative vision Íslandsmót iðngreina verður haldið í anddyri gömlu Laug- ardalshallarinnar dagana 18.-19. apríl. Búast má við að þar verði mikið líf í tuskunum því þar keppa hátt í 80 iðnnemar í 11 greinum. Markmiðið er að vekja athygli á fjölbreyttri iðn- og starfsmenntun og þeim tækifær- um sem felast í námi og starfi í iðngreinum. Ég var svo heppin að taka þátt í slíkri keppni fyrir ári en það var í fyrsta skipti sem keppt var í ljósmyndun. Við vor- um pöruð saman, einn ljós- myndanemi ásamt einum nema í grafískri miðlun og saman bjugg- um við til auglýsingaplakat. Þetta var ný reynsla og það skiptir mestu máli, sama hvernig fer. Ég vissi reyndar ekkert við hverju var að búast í keppninni en hug- myndavinnan hjálpaði mikið til við að koma mér í gang. Svo var bara að taka ákvörðun um hvernig ætti að framkvæma hlut- ina, öruggt en vel, rétt eins og í fréttaljósmyndun. Miklu máli skiptir að vera vel hvíldur og vel upplagður, passa upp á að stressa sig ekki. Bros kemur manni langt áleiðis þegar verið er að taka myndir af fólki. Þá líður manni vel og allt gengur miklu betur. Spennandi verkefni Þátttaka í keppninni skipti mig miklu máli. Það var áhugavert að fá að vinna með skemmtilegu fólki og prófa eitthvað nýtt. Að- eins að brjóta upp skóladaginn. Ég var ánægð með að ná því tak- marki sem ég hafði sett mér og vinna keppnina. Maður fær smá aukaorku og trú á sjálfum sér til að halda áfram að gera vel. Ekki spillti fyrir að geta bætt því inn í ferilskrána þegar ég sótti um vinnu sem ljósmyndari hjá Morgunblaðinu og komst á námssamning. Þegar ég byrjaði að vinna þar kom mér raunar mest á óvart hvað ég átti rosalega mikið eftir ólært, sem er frábært í sjálfu sér. Starfið er mjög fjöl- breytt og það er yndislegt að fá að takast á við ný og spennandi verkefni á hverjum degi. Ég trúi því að maður læri mest af því að prófa sig áfram og gefast aldrei upp. Ég vissi raunar ekki alveg við hverju ég gat búist þegar ég byrjaði en Morgunblaðið er frá- bær vinnustaður fullur af mjög skemmtilegu og góðu fólki sem er tilbúið að hjálpa og gefa mér góð ráð og það er ómetanlegt. Ég vona að þeir sem taka þátt í Íslandsmóti iðngreina í ár hafi fyrst og fremst gaman af. Aðal- atriðið er að hafa trú á sjálfum sér og því sem maður tekur sér fyrir hendur og gefast ekki upp. Höfundur er ljósmyndanemi á Morgunblaðinu Ný reynsla skiptir mestu máli UMRÆÐAN aValdís Thor Ég var ánægð með að ná því takmarki sem ég hafði sett mér og vinna keppn- ina. Maður fær smá aukaorku og trú á sjálfum sér til að halda áfram að gera vel. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að minni hreyfing en nú er mælt með geti gegnt mik- ilvægu hlutverki í betrumbættri heilsu landsmanna. Í rannsókninni voru þátttakendur látnir ganga rösklega í 30 mínútur, 3 sinnum í viku í 12 vikur. Við þetta lækkaði blóðþrýstingur og almenn vellíðan jókst hjá þátttakendum sem voru kyrrsetufólk á aldrinum 41-60 ára. Til þess að ná fram hámarks heilsueflingu er mælt með því að fullorðnir stundi miðlungs erfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Rannsóknin sem gerð var við Háskólann í Ulster á Norður-Ír- landi var sett upp með það að markmiði að kanna hvort minni hreyfing en ráðlögð er skipti máli þegar kemur að heilsu hjarta- og æðakerfis og almennri vellíðan. Eftir 12 vikur höfðu 106 þátttak- endur á aldrinum 41-60 ára gengið í 30 mínútur þrisvar í viku eða 5 sinnum í viku. Til samanburðar var hópur sem hélt kyrrsetunni áfram. Hjá þátttakendum í báðum hópunum sem fóru í 30 mínútna göngur var marktæk lækkun bæði á blóðþrýstingi og hlutfalli mittis og mjaðma (mittismáli) saman- borið við þá sem hreyfðu sig ekki. Niðurstöðurnar hafa vakið tölu- verða athygli því hár blóðþrýsting- ur og mittismál (fituhlutfall) eru áhættuþættir fyrir hjarta- og æða- sjúkdóma. Niðurstöðurnar ýta enn frekar undir þá staðreynd að hreyfing er okkur lífsnauðsynleg og ættu þær að vera fólki, sem ekki telur sig hafa tíma til að hreyfa sig daglega, mikil hvatning. Höfundur er íþróttakennari, næring- arfræðingur og deildarstjóri einkaþjálfunar hjá Hreyfingu heilsulind Öll hreyfing skiptir máli UMRÆÐAN aSteinar B. Aðalbjörnsson Niðurstöð- urnar ýta enn frekar undir þá staðreynd að hreyfing er okkur lífs- nauðsynleg og ættu þær að vera fólki, sem ekki telur sig hafa tíma til að hreyfa sig daglega, mikil hvatning.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.