24 stundir - 17.04.2008, Page 27

24 stundir - 17.04.2008, Page 27
24stundir FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 27 Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is Ólafur Gunnarsson rithöfund- ur er að undirbúa beat-hátíð sem haldin verður á heimili hans, Stóru Klöpp við Suðurlandsveg, 3. maí. Hátíðin er haldin í minningu beat-höfundarins Jack Kerouac og erlendir og íslenskir rithöfundar og listamenn taka þátt í henni. Keppst um þátttöku „Það er hrein tilviljun og þó ekki að beat-hátíð skuli vera hald- in heima hjá mér,“ segir Ólafur. „Fyrir tuttugu árum þýddi ég On the Road eftir Jack Kerouac sem heitir í íslenskri þýðingu minni Á vegum úti. Þessi bók átti hálfrar aldar afmæli nú fyrir stundu. Þá voru ýmsir menn héðan og þaðan úr heiminum beðnir um að skrifa í amerískt hátíðarrit í minningu Kerouac og til heiðurs bókinni. Bókin kom út síðastliðið haust. Rithöfundurinn Ron Whitehead stóð fyrir útgáfunni en hann var mikill vinur Allen Ginsberg. Ron hafði samband við mig og sagðist vera að fara í upplestrarferð um heiminn og spurði hvort ég vissi um góðan stað á Íslandi þar sem hann gæti fengið að kasta sér nið- ur og sofa á nóttinni. Ég sagði honum að ég byggi á því sem væri sennilega á amerísku kallað „small farm“. Þar væri útihús þar sem ég geymdi tvo gamla bíla, Cadillac frá 1968 og 1959 módel af Pontiac en ef hann kærði sig um gæti hann fengið að gista þar. Hann sagði þetta stórkostleg tíðindi, hann gæti ekki geta hugsað sér betri eða stórkostlegri félagsskap en þessa gömlu bíla. Ron spurði hvort við ættum ekki að hafa upplestrardag á bóndabænum mínum. Ég sagði jú, það væri ágætis verönd í kringum húsið og við ættum að geta lesið þar upp fyrir þá sem hefðu áhuga á að koma og hlusta á okkur. Ég var varla búinn að snúa mér við þegar Ron var bú- inn að kalla til annað beat-skáld og sömuleiðis konu sem ætlar að gera heimildarmynd um þennan upplestrardag. Svo bættist við amerísk skáldkona, Eileen Myles, og útgefandi hennar og eftir hálf- an mánuð fæ ég tölvupóst og þá er amerískt lárviðarskáld og góð- vinur Kerouack, Frank Messina, kominn í hópinn.“ Afmæli úgefanda Michael Pollock, Einar Kára- son, Sjón, Hilmar Örn Hilmars- son, Birgitta Jónsdóttir og Jónsi í Sigur Rós munu einnig verða meðal þátttakenda. „Svo höfum við einhver leynivopn sem við gefum ekki upp að þessu sinni,“ segir Ólafur og bætir við: „Ef ein- hverjir finna hjá sér mikla löngun til að taka þátt í þessu með okkur og vilja lesa upp þá er það velkomið.“ Mikið verður um dýrðir þenn- an dag á heimili Ólafs og grillað verður fyrir börn og fullorðna. „Beat-dagurinn er 3. maí en þá á minn ágæti vinur og útgefandi til heillar eilífðar, Jóhann Páll Valdimarsson, afmæli. Ég er að vinna í því að Jóhann láti afmæl- isdag sinn renna saman við beat- daginn, komi upp eftir og haldi upp á afmæli sitt þar,“ segir Ólaf- ur. Ólafur Gunnarsson „Ef einhverjir finna hjá sér mikla löngun til að taka þátt í þessu með okkur og vilja lesa upp þá er það velkomið.“ Í minningu Jack Kerouac Ólafur heldur beat-hátíð ➤ Beat-kynslóðin er notað umhóp bandarískra rithöfunda sem mikið bar á upp úr 1950 og höfnuðu viðurkenndum reglum samfélagsins. ➤ Helstu frömuðir beat-kynslóðarinnar voru Jack Kerouac, Allen Ginsberg og William Burroughs. BEAT-KYNSLÓÐINÓlafur Gunnarsson rit- höfundur heldur beat- dag í byrjun maí. Erlendir gestir koma sérstaklega til landsins í tilefni dags- ins og íslenskir listamenn verða einnig meðal þátt- takenda. 24stundir/Kristinn Á þessum degi árið 1998 lést Linda McCart- ney. Hún var ljósmyndari, tónlistarmaður og baráttumanneskja fyrir dýravernd. Linda giftist Paul McCartney árið 1969. Saman áttu þau þrjú börn og McCartney ætt- leiddi dóttur hennar, Heather, af fyrra hjóna- bandi. Auk þess að vera meðlimur í hljómsveit- inni Wings skrifaði Linda matreiðslubækur um grænmetisfæði, setti á fót matvælafyrirtæki sem sérhæfði sig í framleiðslu heilsufæðis og gaf út ljósmyndabók með myndum sínum frá sjö- unda áratugnum. Árið 1995 greindist Linda með brjósta- krabbamein og lést 56 ára gömul á búgarði fjöl- skyldunnar í Arizona. Í nýlegu viðtali lýsti Paul McCartney henni sem ákaflega jarðbundinni og greindri konu sem hefði aldrei kært sig sérstaklega mikið um athygli. Linda deyr AFMÆLI Í DAG Isak Dinesen (Karen Blixen) rithöfundur, 1885 Nikita Krústsjov stjórna- málamaður, 1894 Nick Hornby rithöfundur, 1957 10. Aska - kilja Yrsa Sigurðardóttir 9. Þúsund bjartar sólir Khaled Hosseini 8. Agnarsmá brot úr eilífðinni Ólafur Ragnarsson 7. Sjortarinn - kilja James Patterson 6. Hugmyndabókin Fredrik Harén 5. Steinsmiðurinn - kilja Camilla Läckberg 4. Maxímús Músíkús heimsækir... Hallfríður Ólafsdóttir / Þórarinn M. 3. Dvergurinn Rauðgrani G.T. Rotman 2. Alfinnur álfakóngur G.T. Rotman 1. Dísa ljósálfur G.T. Rotman Listinn er gerður út frá sölu í Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar 09.04. 2008 -15.04.2008. METSÖLULISTI Bækur á íslensku 10. Absolute War Chris Bellamy 9. Absolute Scandal Penny Vincenzi 8. Obsession Jonathan Kellerman 7. Stalins Ghost Martin Cruz Smith 6. Brida Paulo Coelho 5. Skin Privilege Karin Slaughter 4. Devil Who Tamed Her Johanna Lindsey 3. 501 Must-See Destin. Bounty Books 2. Daring to Dream Nora Roberts 1. Exit Music Ian Rankin Listinn er gerður út frá sölu dagana 08.04.2008 - 14.04.2008 í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar METSÖLULISTI Erlendar bækur Auglýsingasíminn er 510 3744 stundir KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@24stundir.is a Dagur án hláturs er dagur sem ekki hefur verið nýttur vel. Charlie Chaplin MENNINGARMOLINN

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.