24 stundir - 17.04.2008, Page 30

24 stundir - 17.04.2008, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 24stundir LÍFSSTÍLLHEILSA heilsa@24stundir.is Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Það hefur mikinn heilsufarslegan og fjárhagslegan ávinning í för með sér að draga úr áfengis- neyslu landsmanna. „Áfengi er varhugaverð vara að því leyti að það má rekja fjögur prósent af öllum dauðsföllum og örorku í heiminum til þess. Það eru kannski um 20% af öllum slysum sem tengjast ökutækjum í heim- inum sem má rekja til áfengis og um einn fjórði af morðum,“ segir Haukur Freyr Gylfason heilsu- hagfræðingur. Hann áréttar um leið að langflestir drekki án þess að skaði hljótist af. „Við erum aðallega að tala um þá sem valda skaða. En eftir því sem áfeng- isneysla eykst hjá þjóðum eykst hún frekar hjá þeim sem drekka mikið og eru þá til vandræða,“ segir hann. Hækkanir og aðgengi Í heilbrigðisáætlun til ársins 2010 er kveðið á um að draga eigi úr áfengisneyslu. „Ef verð á áfengi er hækkað dregur úr neyslu. Það sama má segja um aðgengi og auglýsinga- bann. Þó að þetta sé ekki endi- lega vinsælt hefur það áhrif,“ seg- ir Haukur Freyr og bendir jafnframt á að tekið geti tíma fyr- ir hækkanir að hafa þessi áhrif. „Það er eins og með bensínverð- ið. Þegar bensínverðið hefur hækkað segir maður við sjálfan sig að maður ætli að draga úr notkun bílsins en kemur því ekki í verk alveg strax. Maður verður að velta fyrir sér hvar maður geti fengið strætókort eða gott reið- hjól til að bjarga sér,“ segir Haukur Freyr. Meiri áhrif á yngra fólk „Verðhækkanir myndu að öll- um líkindum hafa meiri áhrif á ungt fólk en allan almenning,“ segir Haukur ennfremur og tekur undir að það hafi ekki jafnmikið fé milli handa og þeir eldri. „Það má segja það sama um tóbak. Verðhækkanir á því hafa frekar áhrif á unga neytendur en eldri. Enn og aftur gerir maður sér fyllilega grein fyrir því að það væri ekki endilega vinsælt hjá öll- um að sjá verðið á bjórnum eða sígarettupakkanum hækka,“ segir Haukur Freyr Gylfason að lok- um. Forvarnagildi verðhækkana á áfengi og annarra aðgerða Hafa meiri áhrif á unga fólkið Verðhækkanir á áfengi hefðu líklega meiri áhrif á ungt fólk sem hefur minna fé milli handa en á hina eldri. Eftir því sem áfengisneysla eykst hjá þjóðum eykst hún frekar hjá þeim sem drekka mikið og eru til vand- ræða að sögn heilsuhag- fræðings. Áhrif á ungt fólk Verðhækkanir á áfengi myndu að öllum lík- indum hafa meiri áhrif á neyslu ungs fólks en á allan almenning. ➤ Haukur Freyr lauk M.Sc-prófi íheilsuhagfræði frá Háskól- anum í York árið 2006. ➤ Áður hafði hann lokið MA-prófi í sálfræði frá HÍ, B.Sc- prófi í hagfræði og BA-prófi í sálfræði frá sama skóla. ➤ Haukur Freyr kennir við við-skiptadeild Háskólans í Reykjavík. HAUKUR FREYR GYLFASON Sumri og sól fylgja ný tækifæri til hreyfingar og útiveru. Fólk kem- ur skíðum og skautum fyrir á sín- um stað í geymslunni en dregur þess í stað fram hjólabretti, reiðhjól og önnur tæki sem henta árstíð- inni. Aðrir reima á sig gönguskó og klífa fjöll eða ganga um nágrennið. Áhuganum viðhaldið Þó að margir fyllist auknum áhuga á útiveru og hreyfingu með hækkandi sól á sá áhugi til að dvína þegar líður á sumarið. Hægt er að viðhalda áhuganum með ýmsum leiðum. Þar skiptir mestu máli að hafa gaman af því sem maður er að gera. Þeir sem hafa gaman af göngu- eða hjólaferðum ættu að varast að fara alltaf sömu leiðina heldur breyta til og uppgötva nýja og spennandi staði í nágrenninu. Félagsskapur mikilvægur Þá er upplagt að fá góða vini og félaga í lið með sér. Sá sem stundar hreyfingu einn er líklegri til að gef- ast upp á henni en sá sem stundar hana í góðra vina hópi. Ef maður fær leið á einni íþrótt er um að gera að breyta til öðru hverju og prófa einhverja aðra. Hreyfing og útivera má ekki vera kvöl og pína Verður að vera skemmtileg Góð og snyrtileg skrifstofuhæð óskast í Reykjavík til kaups eða leigu. Frá 80-250 fermetrum að stærð en allt verður skoðað. Vinasamlega hafið samband í síma 553-2222 Eggert Sk. Jóhannesson, Jóhannes Eggertsson, Ólafur Thoroddsen hdl. Nánari upplýsingar veitir Fasteignasalan Eignaver Sími 553-2222 • eignaver.is Síðumúli 13 • 108 Reykjavík Skrifstofuhúsnæði óskast til kaups eða leigu 20% afsláttur fram á laugardag Láttu taka eftir þér!Ein heitasta búðin í dag!

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.