24 stundir - 17.04.2008, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 24stundir
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Mín plata lítur til rauna þeirra er
blasa við ungu fólki í dag, en notast
ekki við blótsyrði, sem oft eru tilgangs-
laus í tónlistinni í dag.
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
traustis@24stundir.is
Hinn aldni leikari og uppistand-
ari Bill Cosby er aldeilis ekki dauð-
ur úr öllum æðum, en þessi þel-
dökki skemmtikraftur er sjötíu og
eins árs gamall. Grínistinn góð-
kunni hyggur nú á útgáfu hipp-
hopp-plötu er nefnist „Cosby nar-
ratives Vol. 1: State of Emergency“
og er einskonar hræringur af sög-
um og bröndurum í bland við
taktfasta hipphopp-tónlist.
Krafa um kurteisis hipphopp
Cosby segist ekki fyrir sitt litla líf
ætla að rappa á plötunni. „Ég
myndi ekki geta hreyft munninn
nógu hratt né geta sagt sum orðin
sem þeir nota í dag,“ sagði Bill sem
mun njóta aðstoðar gestatónlist-
armanna. Hann ýjaði að því að
blótsyrði væru allt of algeng í tón-
list. „Mín plata lítur til rauna
þeirra er blasa við ungu fólki í dag,
en notast ekki við blótsyrði, sem
oft eru tilgangslaus í tónlistinni í
dag.“
Textarnir á plötu Cosbys fjalla
mikið til um gildi menntunar og
sjálfsvirðingu og eiga að styrkja
sjálfsmat og sjálfsöryggi hlustenda.
Það er í fullkomnu jafnvægi við
boðskap Cosbys í gegnum tíðina,
sem hefur lengi predikað slíkt í
garð kynbræðra sinna og -systra,
en honum blöskrar að ungt fólk
skuli einblína á frama í skemmt-
ana- og tískuiðnaðinum í stað þess
að mennta sig og setja sér raunhæf
markmið. Þá hefur Cosby lengi
barist fyrir almennum borgararétt-
indum þeldökkra og er góðvinur
predikarans og fyrrverandi forseta-
frambjóðandans Jesse Jackson.
Ekki fyrsta plata Cosbys
Þó hér sé um að ræða fyrstu
plötu Cosbys með hipphopp-
áhrifum, getur hann státað af
nokkuð reglulegri útgáfu síðan
1963. Um er að ræða upptökur af
uppistandi meistarans, sem gjarn-
an byggist í hans eigin lífsraunum
og þar er af nógu að taka, en Cosby
missti til dæmis son sinn í skotárás
árið 1997, þegar hann var að skipta
um dekk á bíl sínum.
Cosby býst ekki við að diskurinn
slái í gegn, það sé óraunhæft, en
lofar samt meiru, því hann segist
ávallt geta betur.
Hinn gamalgróni grínisti Bill Cosby höfðar til ungviðisins
Bill Cosby gefur út
hipphopp-plötu
➤ Hóf ferilinn í sjónvarpsþátt-unum I Spy.
➤ Fékk sinn eigin þátt 1969,The Bill Cosby show.
➤ Hefur haft áhrif á Richard Pry-or, Jerry Seinfeld, Chris Rock,
Dave Chapelle og marga
fleiri.
BILL COSBY
Hinn góðkunni og gam-
alreyndi grínari Bill
Cosby er ekki dauður úr
öllum æðun, en hann
hyggst gefa út hipphopp-
plötu á næstunni. hann
þekkir þó sín takmörk og
fær aðra til að rappa.
Höfðar til skynseminnar
Bill Cosby er ekki hrifinn af
stefnunni sem margt ungt
fólk tekur í lífinu.
Jackie Chan og Chris Tucker ná
greinilega vel saman á hvíta tjald-
inu því þeir félagar hafa nú
ákveðið að taka enn einu sinni
höndum saman í kvikmynd, svo
lengi sem það er ekki Rush Hour
4. „Við settumst niður og
ákváðum að við vildum gera aðra
kvikmynd. Ekki Rush Hour-
mynd, eitthvað nýtt,“ sagði Jackie
Chan við MTV News á dögunum.
Hin aldna hasarhetja sagði að
ekkert væri ákveðið í þessum
málum annað en það að stjörn-
urnar tvær eru ákveðnar í því að
gera aðra mynd saman.
Chan og Tucker
saman á ný
MYNDASÖGUR
Aðþrengdur Afsakið að ég er til!
HVAÐ ER SVONA FYNDIÐ?
EINHVERJIR FLEIRI GJAMMARAR Í SALNUM?
-HEY SLAKAÐU Á, HVAÐ VAR ÞETTA MEÐ
FANGELSISMATINN?
Bizzaró
Hey! Láttu mig
taka mynd svo þú
getir verið með á
myndinni!
HEILL HEIMUR
AF SKEMMTUN
Opið sunnudaga til fimmtudaga
11.00 -24.00
Opið föstudagaoglaugardaga
11.00 - 02.00
Skólavörðustíg 21 – Sími 551 4050 – Reykjavík
Sængur og koddar
Allar stærðir
teg. Golden Martina - gl silegur
"push up" me aukapœ um BCD
skÆlum Æ kr. 4.470,-
teg. Golden Martina big - s mulei is
mj g gl silegur fyrir st rri d muna
CDEFG skÆlum Æ kr. 4.885,-
Misty, Laugavegi 178,
Sími 551 3366
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf
www.misty.is