24 stundir - 08.05.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 08.05.2008, Blaðsíða 2
Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8 2 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 24stundir VÍÐA UM HEIM Algarve 21 Amsterdam 23 Alicante 22 Barcelona 20 Berlín 22 Las Palmas 24 Dublin 19 Frankfurt 22 Glasgow 24 Brussel 23 Hamborg 22 Helsinki 12 Kaupmannahöfn 18 London 24 Madrid 23 Mílanó 23 Montreal 10 Lúxemborg 21 New York 17 Nuuk 3 Orlando 21 Osló 22 Genf 21 París 24 Mallorca 25 Stokkhólmur 16 Þórshöfn 17 Austan og norðaustan 3-10 m/s og skýjað með köflum, en dálítil súld fyrir norðan. Hiti 11 til 16 stig suðvestanlands, en annars 3 til 8 stig. VEÐRIÐ Í DAG 6 10 6 2 4 Allt að 16 stiga hiti Austlæg átt, 13-18 m/s og víða rigning, en slydda eða snjókoma fyrir norðan. Hiti 0 til 10 stig, hlýjast SV-lands. VEÐRIÐ Á MORGUN 6 7 1 1 0 Slydda eða snjókoma nyrðra Íslendingar leyfa sér að fara í ut- anlandsferðir eins og áður þótt krónan hafi veikst, að sögn Þor- steins Guðjónssonar, forstjóra Úr- vals Útsýnar. „Það er stór þáttur í lífsmynstri okkar að fara til út- landa. Það dró ekki úr bókunum þegar krónan veiktist en fólk virð- ist vera meira á höttunum eftir til- boðum en áður,“ segir Þorsteinn og bætir því við að yfir heildina hafi verð á sumarferðunum ekki hækkað. „Ferðaskrifstofurnar þurfa bara að taka á sig skellinn. Það er skammsýni að hækka verðið og enda svo með tóm sæti. Við fáum ekkert fyrir þau.“ Þorsteinn segir þétt bókað á marga ákvörðunarstaði. „Straum- urinn liggur allur suður á bóginn,“ tekur hann fram. Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Heimsferða, segir ekki hægt að merkja samdrátt. „Það má segja að salan hafi hikstað svolítið þegar hörmungarnar dundu yfir en hún hefur aukist á ný. Við hækkuðum verðið um átta prósent þegar krón- an féll um daginn. Við hefðum þurft að hækka meira en það er ekki hægt að hækka endalaust.“ Lára Birgisdóttir, deildarstjóri hjá Plúsferðum, segir eftirspurn eftir ódýrum utanlandsferðum hafa aukist að undanförnu. „Þessar ferðir hafa reyndar alltaf verið vin- sælar en fólk spyr meira um þær en áður. Það velur þær sem eru ódýr- ari.“ ibs Straumurinn suður á bóginn þrátt fyrir fall krónunnar Meira spurt um tilboðsferðir Á sólarströnd Íslend- ingar halda suður á bóginn enn sem fyrr. Maður vopnaður hnífi ógnaði starfsfólki útibús Landsbankans í Bæjarhrauni í Hafnarfirði á tíunda tímanum í gærmorgun. Hann hafði eitthvað af fjármunum á brott með sér. Þyrla Landhelgisgæslunnar að- stoðaði lögreglu við leit að mann- inum. Sveimaði hún í tæpa klukkustund yfir svæði í nágrenni bankans, en án árangurs. Maðurinn var klæddur í hettu- peysu og huldi andlit sitt með klúti. Lögregla telur að hann sé á aldrinum 17 til 25 ára. Þeir, sem þekkja manninn af meðfylgjandi myndum sem náðust á öryggismyndavélar bankans eða geta veitt einhverjar upplýsingar, eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 444-1100. Bankarán í útibúi Landsbankans Lögregla leitar bankaræningja Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir fund þeirra og fjögurra ráðherra ríkisstjórnarinnar í Stjórnarráðinu í gær hafa verið ágætan og að samkomulag hafi náðst um að þau kæmu aftur til fundar um miðja næstu viku. „Við óskuðum eftir því að ríkisstjórnin gerði okkur grein fyrir því hvernig hún hygðist efna fyrirheit um að stórbæta kjör umönnunarstétta, ráð- ast gegn kynbundnu launamisrétti og bæta stöðu þeirrar starfsemi al- mannaþjónustunnar sem á við manneklu að stríða.“ Ögmundur segir að um þessi mál hafi verið gefnar sverar yfirlýsingar á undanförnum mánuðum og að fjallað sé um þau í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Þegar við fáum tilboð um langtímasamning út kjörtímabilið án þess að örli á nokkrum vilja til að taka á þessum mál- um er eðlilegt að fólk spyrji. Það er augljóst að við munum ekki setjast aftur að samningaborðinu fyrr en við erum búin að hitta fulltrúa rík- isstjórnarinnar og fá svolítið skýrari mynd af stöðunni.“ atlii@24stundir.is BSRB krefst skýringa Landsnefnd Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna, UNICEF á Ís- landi, hefur hafið söfnun vegna hjálparstarfs í Búrma. Hundruð þúsunda barna og fjölskyldna í landinu eru talin þurfa nauðsyn- lega á aðstoð að halda vegna nátt- úruhörmunganna fyrir fimm dögum. Safnað handa börnum í Búrma DV leitar nú leiða til að hagræða í rekstri í ljósi efnahagsástandsins hérlendis um þessar mundir. „Við höfum fækkað sölustöðum og erum hætt að senda blöð á þá staði þar sem blaðið seldist minnst og höfum sagt upp svo- kölluðum fríáskriftum,“ segir Elín Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri útgáfufélagsins Birtíngs. „Það stendur hvorki til að fækka starfsfólki né minnka blaðið því þvert á móti ætlum við að ráða til okkar starfsfólk og auka efni blaðsins, enda rokgengur blaðið í sölu. Við höfum hins vegar fundið fyrir samdrætti í auglýsingasölu eins og aðrir fjölmiðlar landsins og við erum að bregðast við því.“ DV fækkar sölustöðum Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is „Það er of mikið um óttaslegið starfsfólk og óttaslegna skóla- stjórnendur sem vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér og hvort þeir eiga yfirhöfuð að gera eitthvað þeg- ar grunur vaknar um að nemandi sé beittur kynferðislegu ofbeldi, sem veldur því að oft ákveða þeir að gera ekki neitt.“ Þetta segir Sigríður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri félagasamtak- anna Blátt áfram sem hafa þann til- gang að efla forvarnir gegn kyn- ferðislegu ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Fjöldi barna þarf hjálp „Það er fullt af einmana og ótta- slegnum börnum á skólalóðinni sem hægt er að taka eftir, því mörg þeirra bera merki þess að eitthvað hræðilegt sé í gangi í lífi þeirra.“ Kennari hjá Háskólanum í Reykjavík hefur setið í gæsluvarð- haldi frá 11. apríl grunaður um gróf kynferðisbrot gagnvart fjórum börnum sínum og vinkonu einnar dóttur sinnar. Sum barna manns- ins eru uppkomin en brotið var á þeim öllum á barnsaldri. Grunnsemdir vöknuðu í skólum barna mannsins, en hann færði börnin á milli skóla þegar hann óttaðist að upp um brotin kæmist. „Þarna var menntaður maður í góðri stöðu og skólayfirvöld hrein- lega trúðu ekki að svona maður gæti gert þessa hluti. Það gleymist að kynferðisbrotamenn koma yfir- leitt sérlega vel fyrir og geta vel ver- ið lögfræðingar, skólastjórar eða prestar,“ segir Sigríður. Mikilvægt að fræða starfsfólk Hún telur brýnt að starfsfólk skólanna fái fræðslu til að geta bet- ur komið auga á börn sem þurfa hjálp, en Blátt áfram býður upp á slíka fræðslu fyrir skólana. „Mér finnst að hver og einn starfsmaður sem vinnur náið með börnum þurfi að fara á námskeið til að læra að greina svona mál og hvernig styðja á við börn sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Starfs- fólk skólakerfisins er ekki í stakk búið til þess í dag og vegna kunn- áttuleysis er ég sannfærð um að það séu fjölmörg alvarleg mál sem aldrei komast upp á yfirborðið.“ Skólayfirvöld sofa á verðinum  Framkvæmdastjóri Blátt áfram segir skólakerfið vanbúið að greina kynferðisbrotamál  Mörg mál upplýsast aldrei, segir hún Áhyggjufull Sigríður Björns- dóttir, framkvæmdastjóri Blátt áfram, hefur áhyggjur af því að skólayfirvöld séu ekki nægilega á verði varðandi kynferðisbrotamál. ➤ Tilkynntum kynferðisbrotumgegn börnum hefur fjölgað verulega á þessu ári, sam- anborið við árið í fyrra. ➤ Það sem af er ári hefur 51 málkomið inn á borð lögregl- unnar, en í fyrra voru málin 44 talsins. KYNFERÐISBROTAMÁL STUTT ● Árétting Reynir Traustason, ritstjóri DV, vill koma á fram- færi vegna mola í Klippt og skorið í blaðinu í gær, að eng- in áform séu um að fækka út- gáfudögum blaðsins og breyta því í helgarblað, eins og þar var sagt að væri til umræðu. ● Meðferðargangur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra undirrituðu í gær samning sem tryggir fé til að halda áfram rekstri meðferð- argangs í fangelsinu á Litla- Hrauni. Föngum er þar hjálpað út úr vítahring andfélagslegs hugarfars, afbrotahegðunar og vímuefnamisnotkunar. mbl.is Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.