24 stundir - 08.05.2008, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 24stundir
Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur
fifa@24stundir.is
Samkomulag sveitarstjórnar Flóa-
hrepps og Landsvirkjunar frá júní
í fyrra er ólögmætt. Sveitarstjórn-
in er heldur ekki skaðabótaskyld
gagnvart Landsvirkjun verði ekk-
ert úr Urriðafossvirkjun. Þetta
segir Arnar Þór Stefánsson lög-
maður sem fjallaði um ýmis álita-
mál varðandi aðalskipulag Flóa-
hrepps og Urriðafossvirkjun á
fræðaþingi um Urriðafossvirkjun
sem haldið var á mánudag.
Valdið hjá sveitarstjórn
„Skipulagsvaldið er hjá sveitar-
félögum og það á enginn að geta
þvingað sveitarstjórnina eða sam-
ið svo um að menn skuli fá til-
tekið fram í skipulagi. Þeir sem
ætla að reisa mannvirki svo sem
virkjun þurfa að sæta því að
skipulag fer í ákveðinn farveg og
þeir eiga ekki að geta keypt sig þar
inn,“ segir Arnar Þór.
„Það eru tvær umræður í sveit-
arstjórn og það er gert ráð fyrir að
menn komi að athugasemdum og
þær hafi áhrif til breytinga. En ef
það er búið er að semja um nið-
urstöðuna fyrirfram er gert að
engu lögbundið málsmeðferðar-
ferli. Þá er það leikrit.“
Umbjóðandi Arnars Þórs, Jón
Árni Vignisson í Skálmholti, hefur
lagt fram stjórnsýslukæru vegna
samkomulags Landsvirkjunar og
Flóahrepps. Hún er nú til umfjöll-
unar í samgönguráðuneytinu.
Ekki lögvernduð krafa
Arnar Þór segir hreppinn ekki
skaðabótaskyldan gagnvart Lands-
virkjun falli hann frá samkomu-
laginu. „Landsvirkjun á enga lög-
verndaða kröfu til þess að
virkjunin fari inn á skipulag. Það
er bara val sveitarstjórna,“ segir
hann.
Landsvirkjun getur ekki hafið
virkjunarframkvæmdir nema hafa
samið við landeigendur eða beitt
eignarnámi.
Flóinn
er frjáls
Sveitarstjórn Flóahrepps hvorki bundin
né skaðabótaskyld gagnvart Landsvirkjun
➤ Samkvæmt samkomulagisveitarstjórnar Flóahrepps og
Landsvirkjunar mun Lands-
virkjun m.a. beita sér fyrir og
kosta endurbætur á GSM-
símakerfinu í Flóanum.
➤ Þá mun Landsvirkjun leggjavegi og nýja vatnsveitu.
➤ Auk þess leggur Landsvirkjunfram fjörutíu milljóna króna
eingreiðslu til sveitarfé-
lagsins.
SAMKOMULAGIÐ
24stundir/Sigurður Jónsson
Urriðafoss í Þjórsá er ekki
alfaraleið, en þó er stutt leið
þangað frá Suðurlandsvegi.
Landhelgisgæslan á að gegna
lykilhlutverki af Íslands hálfu við
þátttöku í alþjóðlegu samstarfi um
öryggi á N-Atlantshafi. Þetta segir
í nýrri landhelgisgæsluáætlun fyrir
árin 2008 til 2010.
Í áætluninni segir að tækjakost-
ur Landhelgisgæslunnar muni efl-
ast til mikilla muna á næstu árum
með nýrri flugvél og nýju varð-
skipi sem búin eru fullkomnasta
tækjabúnaði. Einnig hefur verið
gengið frá samkomulagi milli Ís-
lands og Noregs um útboð á
þremur nýjum björgunarþyrlum
sem afhentar verða á árunum 2011
til 2014.
Með búnaðinum verði Land-
helgisgæslan betur í stakk búin að
sinna hlutverki sínu, hvort sem
horft er til gæslu landhelginnar,
björgunar eða mengunarvarna. „Í
ljósi stóraukinnar skipaumferðar
um Norður-Atlantshaf í nágrenni
Íslands með olíu, gas og önnur
mengandi efni eykst hætta á
mengunarslysum í íslensku efna-
hagslögsögunni.“
Áætlunin er sögð taka á þeirri
breyttu heimsmynd sem við blasi í
löggæslumálum á starfssvæði
Gæslunnar og leggi þannig aukna
áherslu á varnir gegn hryðjuverk-
um og skipulagðri glæpastarfsemi
sem og landamæraeftirlit. aí
Ný landhelgisgæsluáætlun kynnt
Tækjakostur eflist
Háskólinn á Akureyri
Hjúkrunarfræði
Frá því að ég ákvað að fara í
hjúkrunarfræði kom ekkert
annað en HA til greina. Ég var
búin að heyra að skólinn væri
góður og persónulegur og það
heillaði mig. Bekkirnir eru
passlega stórir og maður nær
að kynnast samnemendum vel.
Mér finnst námið hérna frábært,
hér er yndislegt að búa og ég er
búin að eignast góða vini.
Nám í hjúkrunarfræði skiptist í raunvísindi, hug- og félagsvísindi og hjúkrunarfræði-
greinar. Klínískt nám fer fram víða um land eða hjá samstarfsaðilum erlendis og
tekur samtals 24 vikur.
Eva Björk Axelsdóttir,
Hjúkrunarfræðinemi
Framúrskarandi kennarar - Frábær aðstaða til náms
Litlir námshópar skapa persónulegt námsumhverfi
Möguleiki á að taka hluta námsins hjá erlendum samstarfsaðilum
MÓTTAKA UMSÓKNA ER HAFIN
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ
Kynntu þér nám við Háskólann á Akureyri
á www.haskolanam.is
RV
U
N
IQ
U
E
05
08
02
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Umhverfisvottaðar vörur
- fyrir sumarbústaðinn, veiðihúsið og ...
Servíettur NexxStyle 39x39cm 80stk, ýmsir litir
Satiné Clean, gólfsápa
Brial Clean, alhliða hreinsiefni
Kristalin Clean, baðherbergishreinsir
Into WC Clean
Lotus eldhúsrúllur
Lotus Maraþon Plus
Lotur T-Þurrkur
Lotus V-Þurrkur
Lotus WC pappír
Lotus WC Júmbó
Á tilboði í
maí 2008
Umhverfi
svottuð h
reinsiefni
og papp
írsvörur
20% a
fsláttur