24 stundir - 08.05.2008, Page 16
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Björgum
mannslífum!
• Ávallt tilbúið til notkunar
• Einfalt og öruggt
• Einn aðgerðarhnappur
• Lithium rafhlaða
• Íslenskt tal
PRIMEDIC hjartastuðtæki
16 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 24stundir
FÉOGFRAMI
vidskipti@24stundir.is a
En það sem [Jóhanna Sigurðardóttir]
tekur ekki inn í myndina, er að bank-
arnir hafa nánast horfið af fasteignamark-
aði á þessum tíma.
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@24stundir.is
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra féll í þá gryfju að
skoða ekki íbúðalánamarkaðinn
sem eina heild, heldur aðeins út-
lán Íbúðalánasjóðs, þegar hún hélt
því fram á Alþingi á mánuadag að
meiri hreyfing væri á fasteigna-
markaði en haldið hefur verið
fram.
Þetta segir Hallur Magnússon
ráðgjafi, sem bendir á að hlutur
banka í heildarfasteignalánum hafi
minnkað gríðarlega á þessu ári og
bankarnir séu nánast hættir að
veita gjaldeyrislán.
Markaðurinn ekki helfrosinn
Í utandagskrárumræðu á Al-
þingi á mánudag vakti Birkir J.
Jónsson, þingmaður Framóknar-
flokks, máls á stöðnun á fasteigna-
markaði. Spurði hann félagsmála-
ráðherra hvað ríkisstjórnin ætli að
gera til að bregðast við stöðunni,
og vísaði sérstaklega til stöðu
Íbúðalánasjóðs.
Jóhanna Sigurðardóttir svaraði
því til að útlán Íbúðalánasjóðs
hefðu verið svipuð á fyrstu fjórum
mánuðum þessa árs og á sama
tímabili í fyrra og fasteignamark-
aðurinn væri því „ekki eins hel-
frosinn og margir vilja vera láta“.
Bankarnir látið sig hverfa
„Íbúðalánamarkurinn hefur
aldrei verið eins kaldur og núna
frá stofnun
Íbúðalánasjóðs.
Það er rétt hjá Jó-
hönnu að Íbúða-
lánasjóður er ekki
hættur að veita
lán. En það sem
hún tekur ekki
inn í myndina er
að bankarnir hafa
nánast horfið af
fasteignalánmarkaði,“ segir Hallur.
Hann bendir á að heildarútlán
til fasteignakaupa hafi verið rúmir
níu milljarðar í marsmánuði í
fyrra, fyrir utan þau gjaldeyrislán
sem veitt voru. Þar af hafi lán sem
bankarnir veittu verið tæpir fjórir
og hálfur milljarður. Í mars á
þessu ári hafi veitt fasteignalán
hins vegar numið fjórum og hálf-
um milljarði; en þar af veittu
bankarnir aðeins rúmlega 900
milljónir.
Þá bendir Hallur á að af þeim
3,6 milljörðum sem Íbúðalána-
sjóður veitti í marsmánuði, hafi
900 milljónir verið leiguíbúðalán.
Einnig verði að horfa til fækk-
unar þinglýstra kaupsamninga, en
eins og sagt hefur verið frá í 24
stundum voru þeir 58 í Reykjavík
á fyrstu fjórum mánuðum ársins,
samanborið við 164 á sama tíma-
bili í fyrra.
„Kaupsamningar hafa ekki verið
jafn fáir frá árinu 2001, eða á þeim
tíma sem tölur Fasteigmatsins ná
til.
Jóhanna segir að það sé ekki
eins mikil kólnun á fasteigna-
marrkaðnum og sumir vilja
meina. Það er kannski rétt, en
hann er þó verulega farinn að
nálgast frostmark,“ segir Hallur.
Rétti tíminn til örvunar
Jóhanna sagði í svörum sínum
að farið yrði í aðgerðir í húsnæðis-
málum eins fljótt og hægt væri, en
sjálf hefur hún t.d. sagt að nauð-
synlegt sé að hækka hámarkslán
sjóðsins. Hún sagði þó ekki tíma-
bært að fara í slíkar aðgerðir um
þessar mundir, enda væri hætta á
aukinni verðbólgu ef ráðist yrði í
aðgerðir til að örva fasteignamark-
aðinn.
„Mín skoðun er sú, að rétti tím-
inn til að hefja slíkar aðgerðir sé
núna,“ segir Hallur. Nauðsynlegt
sé að taka lítil skref í einu til að
örva fasteignamarkaðinn, áður en
hann nær alkuli.
Segir ráðherra mis-
reikna markaðinn
Jóhanna Sigurðardóttir leit framhjá því að bankarnir hafa horfið af íbúðalánamarkaði
Lítið að gerast Kaup-
samningar eru töluvert
færri það sem af er ári en
á sama tíma í fyrra.
➤ Þinglýstir kaupsamningar fyr-ir sérbýli í Reykjavík á tíma-
bilinu janúar til apríl á þessu
ári voru 58. Á sama tíma í
fyrra voru þeir 164.
➤ Þinglýstir kaupsamningar áfyrstu fjórum mánuðum árs-
ins voru því 35% af því sem
þeir voru á sama tímabili í
fyrra.
➤ Í mars í fyrra námu veitt fast-eignalán í íslenskum krónum
rúmum 9,2 milljörðum; þar af
veittu bankar 4,3 milljarða.
➤ Í mars á þessu ári voru veittir3,6 milljarðar í íslenskum
krónum til íbúðakaupa; þar
af veittu bankarnir 900 millj-
ónir.
➤ Fasteignalán bankanna í ís-lenskum krónum hafa því
dregist saman um 80%, auk
þess sem þeir eru nánast
hættir að veita lán í erlendri
mynt til fasteignakaupa.
KÓLNUN Á MARKAÐI
a[Fasteignamarkaður-inn ]er ekki eins hel-
frosinn og margir vilja
vera láta ... [S]íðast í
morgun hafði ég
samband við Íbúða-
lánasjóð og bað um
samanburð á útlánum sjóðsins á
fyrstu fjórum mánuðum þessa árs og
fyrstu fjórum mánuðum síðasta árs og
útlánin eru ósköp svipuð ... Ég hef
ekki hitt einn einasta sérfræðing sem
fjallar um húsnæðismálin, fast-
eignamarkaðinn og fjármálamark-
aðinn, sem mælir því bót eða telur
ástæðu til þess að örva fast-
eignamarkaðinn akkúrat á þessari
stundu.
Félagsmálaráðherra
á Alþingi 6. mars.
Hallur Magn-
ússon ráðgjafi
24stundir/Golli
MARKAÐURINN Í GÆR
!""#
!"#
$
%
&#
'()*+
'
,
-./.
0#1
2
345
#"
" 61
"(##
(7
81
!"# "
+9#/
'
01 - -
:
-
;#
1
-/
!
: -
0 -< =
$
'
>?3@3@3>
?34AA55B3
C?>4B@B>C
55B@543C
C>?C44CA4D
3ABBD@D?
C4?5?5@
??D>44@A@@
C>>5D3>B43
CCD??A334
4B5@@>@@
?@@@3B>B@
,
A>3C4345
45@@@@
C5C>4@@@
@
?CAD3C55
>>CB@AC
,
5CD5>BD
,
,
CC>>3>BB
,
,
443>5B3@
35CD5@
,
DECB
33E?@
CCE@3
4E3>
C4EA@
?CE?5
?CE45
B@@E@@
?DEA@
A?EB@
>E4C
CCEA>
3E4@
A4E4@
CE?A
4ED?
?3BE5@
C5@5E@@
3?AE@@
,
C>?E@@
,
,
,
,
,
55@@E@@
C@E@@
,
DE??
33E4@
CCE@4
4E3A
C4EA5
?CE55
?CEB@
B@?E@@
?BE@@
A3E>@
>E44
CCEA5
3E43
ADE3@
CE3@
4ED4
?>CE5@
C53@E@@
33>E@@
@EBC
C>DE@@
,
?CEA@
DE35
,
,
5545E@@
C@E@@
4E@@
/
- D
?3
3C
CA
4>
??
?
B>
D?
CA
?>
?B
,
?3
?
>
,
?A
5
,
C3
,
,
?
,
,
4
3
,
F#
-#-
D5?@@B
D5?@@B
D5?@@B
D5?@@B
D5?@@B
D5?@@B
D5?@@B
D5?@@B
D5?@@B
D5?@@B
D5?@@B
D5?@@B
45?@@B
D5?@@B
D5?@@B
D5?@@B
3@>?@@B
D5?@@B
D5?@@B
55?@@B
D5?@@B
C@3?@@B
CD>?@@B
D5?@@B
4C??@@D
??B?@@D
D5?@@B
D5?@@B
D3?@@B
● Mest viðskipti í kauphöll OMX
í gær voru með bréf Kaupþings,
fyrir um 2,3 milljarða króna.
● Mesta hækkunin var á bréfum
Atlantic Petroleum, eða 7,25%.
Bréf Marels hækkuðu um 4,24%
og bréf Glitnis um 3,35%.
● Mesta lækkunin var á bréfum
Eimskipafélagsins eða 1,62%. Bréf
Atorku lækkuðu um 0,69% og bréf
Bakkavarar um 0,60%.
● Úrvalsvísitalan hækkaði um
1,15% í gær og stóð í 4.941 stigi í
lok dags.
● Íslenska krónan styrktist um
0,62% í gær.
● Samnorræna OMX40-
vísitalan hækkaði um 1,69% í
gær. Breska FTSE-vísitalan hækk-
aði um 0,7% og þýska DAX-
vísitalan um 0,8%.
Michael Treschow, stjórn-
arformaður nokkurra stærstu
iðnfyrirtækja Svíþjóðar, sagði á
samkomu í tilefni útgáfu nýs við-
skiptatímarits að karlar yrðu óör-
uggir á fundum vegna þess að
konur hegðuðu sér öðruvísi en
þeir. Þær segðu til dæmis skoðun
sína án þess að vitna þar með í
orð fyrrverandi ræðumanns.
Stjórnarformaðurinn sagði frá
baráttu sinni fyrir jafnrétti en
jafnframt þeim vanda að konur
sneru ekki aftur til vinnu eftir
fæðingarorlof. Hann sagði lausn-
ina vera þá að breyta mynstrinu,
eins og til dæmis því að hafa enga
fundi eftir klukkan 17. ibs
Konur gera
karla óörugga
Verð í Heilsuhúsinu hefur hækk-
að að undanförnu. Lesandi 24
stunda benti á að verð Udo’s
Choise olíu hefði hækkað úr 1990
krónum í 2619, eða um þriðjung,
á þessu ári.
„Við erum ekki að leggja meira á
vöruna en áður,“ segir Jóhanna
Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri
verslana Heilsuhússins. Hækk-
unin stafi af hækkun á verði frá
birgjum. Jóhanna segir verð á
ýmsum vörum Heilsuhússins
hafa hækkað, þótt almennt hafi
hækkanirnar ekki verið jafn
miklar og á áðurnefndri vöru.
„Það hefur orðið 60% hækkun á
kornverði í heiminum. Þar að
auki hefur verð hækkað frá birgj-
um vegna olíuhækkana og hærri
flutningskostnaðar. Þetta safnast
allt saman,“ segir Jóhanna og
bætir því við að gengisbreytingar
hafi einnig haft sitt að segja. hos
Heilsuhúsið
hækkar verð