24 stundir


24 stundir - 08.05.2008, Qupperneq 23

24 stundir - 08.05.2008, Qupperneq 23
24stundir FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 23 Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Heilsu- og hvatningarátakið Hjól- að í vinnuna hófst formlega í gær en meginmarkmið þess er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsu- samlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Starfsmenn vinnustaða taka þátt í átakinu og hefur þátttakan aukist mikið á milli ára. Heilsufarslegur ávinningur hjól- reiða er umtalsverður. Í fyrsta lagi eru þær góð leið til að uppfylla daglega hreyfiþörf líkamans sem er að lágmarki 30 mínútur á dag fyrir fullorðna. Ef menn eru 15 mínútur á leið til og frá vinnu ná þeir því marki. Hjólreiðar sporna við offitu og lækka tíðni ýmissa sjúkdóma svo sem vöðva- og liðamótasjúkdóma, krabbameins, kransæðasjúkdóma og sykursýki. Jafnframt byggja menn smátt og smátt upp líkam- legt úthald sitt með reglulegum hjólreiðum. Líkt og önnur hreyfing stuðla hjólreiðar að bættri andlegri líðan samhliða því að efla líkamlega heilsu. Fjárhagslegur ávinningur Hjólreiðum fylgir einnig nokkur fjárhagslegur ávinningur fyrir ein- staklinga og fyrirtæki vegna minni útgjalda og lægri tíðni veikinda og sjúkdóma sem fylgir heilsusamlegri lífsstíl. Þeir sem hyggjast efla heilsuna í sumar með reglulegum hjólreiðum mega þó ekki vanrækja öryggið enda lítill heilsufarslegur ávinning- ur af því að lenda í hjólreiðaslysi. Mikilvægt er að sýna varkárni í umferðinni og fara að settum reglum. Taka verður tillit til ann- arra vegfarenda hvort sem þeir eru gangandi eða akandi. Síðast en ekki síst ætti hjólreiðafólk að huga vel að ástandi hjólsins og öryggisbún- aði til að draga úr hættu á slysum. Bjalla og keðjuhlíf gerir sitt gagn og það sama má segja um góðan hlífð- arhjálm. Hreyfiþörf fullnægt Margir uppfylla daglega hreyfiþörf með því að hjóla til og frá vinnu. Ýmsir kostir fylgja daglegum hjólreiðum Hagkvæmar og heilsusamlegar Daglegar hjólreiðar eru heilsusamlegur og hag- kvæmur kostur enda sporna þær við ýmsum sjúkdómum og létta lund. Ekki má þó gleyma örygginu því að annars getur farið illa. 24stundir/Þorkell Í tilefni af tóbakslausa deginum ætla Reyksíminn og Lýð- heilsustöð að veita baráttufólki gegn tóbaki sérstaka viðurkenn- ingu. Leitað er að einstaklingi eða hópi sem með baráttuvilja, fram- sýni og hugrekki hefur lagt sitt af mörkum í tóbaksvörnum eða tóbaksmeðferð þeirra sem heyja baráttu við tóbakið. Annars vegar hljóta viðurkenningu heilbrigð- isstarfsmaður eða hópur heil- brigðisstarfsmanna sem hafa unnið sérstaklega við að aðstoða fólk við að hætta að reykja. Hins vegar verður verðlaunaður ein- staklingur sem hefur unnið sér- staklega að tóbaksvörnum á op- inberum vettvangi. Tóbaksvarnaverðlaun Hjólreiðar eru ekki aðeins góður kostur til að koma sér til og frá vinnu heldur eru þær einnig íþrótt sem fjölskyldan getur stundað saman. Fátt jafnast á við að fara í hjólaferðir með börn- unum um bæinn eða út fyrir bæj- armörkin. Upplagt er að taka með nesti sem hægt er að snæða á vel völdum stað. Slíkar ferðir efla ekki aðeins líkamlega og andlega heilsu heldur styrkja þau fjöl- skyldutengslin. Íþrótt fyrir alla fjölskylduna Til að viðhalda áhuganum á hjól- reiðum er um að gera að prófa nýjar leiðir öðru hverju. Hjólið er öðru fremur samgöngutæki sem gerir manni kleift að nema ný lönd og kanna ókunnar slóðir. Einnig er gaman að bregða sér út úr bænum öðru hverju og hjóla í guðsgrænni náttúrunni til til- breytingar. Góð tilbreyting Andlegi meistarinn Mata verður með fyrirlestur (sitting) í Manni lifandi, Borgartúni 24, í dag kl 20. Einnig verður hún með eins dags hugleiðslu í Bláfjöllum laug- ardaginn 10. maí. Mata hefur stundað hugleiðslu í tugi ára og hefur öðlast mikinn styrk, and- lega visku og kærleiksríka nær- veru. Hún talar meðal annars um kærleik í víðasta skilningi þess orðs þar sem engir dómar eru lagðir á eitt né neitt en lífið skoð- að með opnum huga og umburð- arlyndi og gleði í hjarta. Fyrirlestur and- legs meistara Þeim sem fá ekki nægan næt- ursvefn er hættara við að þjást af offitu en þeim sem sofa nóg sam- kvæmt nýrri rannsókn. Það sama má segja um þá sem sofa of lengi. Þeir sem eiga erfitt með svefn eru einnig líklegri til að reykja og drekka meira og hreyfa sig ekki nóg samkvæmt rannsókninni. Svefn og offita Heimsferðir bjóða frábært sértilboð til Fuerteventura, sem hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Njóttu lífsins á þessum vinsæla sumarleyfisstað við góðan að- búnað. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Gott íbúðahótel á góðum stað í Corralejo. Á hótelinu er góð aðstaða, s.s. móttaka, veitinga- staður, snarl-bar, mini-verslun, þvottaaðstaða, barnaleik- svæði, sundlaug, barnalaug og sólbaðsaðstaða. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Fuerteventura 3. eða 17. júní frá kr. 44.990 *** Frábært sértilboð *** Maxorata Beach Mjög takmarkaður fjöldi íbúða Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 54.990 Netverð á mann, m.v. 2 saman í íbúð á Maxorata Beach í viku. Aukavika kr. 10.000. Sértilboð 3. júní í 2 vikur og 17. júní í 1 eða 2 vikur. Verð kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á Maxorata Beach í viku. Aukavika kr. 10.000. Sértilboð 3. júní í 2 vikur og 17. júní í 1 eða 2 vikur.

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.