24 stundir - 08.05.2008, Side 26

24 stundir - 08.05.2008, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 24stundir Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur iris@24stundir.is Guðmundur Finnbogason heimil- isfræðikennari leggur sérstaka áherslu á útieldun í heimilisfræði- tímunum. Skrifaði handbók um efnið „Ég ákvað að fjalla um útieldun í lokaverkefni mínu í Kennarahá- skólanum meðal annars vegna þess að ég er gamall skáti og hef farið í margar útilegur. Lokaverkefnið mitt var því nokkurs konar hand- bók um útieldun sem hugsuð er fyrir kennara sem og alla þá sem hafa áhuga á útieldun,“ segir Guð- mundur. Talað er um útieldun þegar mat- seld fer fram utan dyra. Þá gildir einu hvort notað er grill, prímus eða opinn eldur. Sérfræðingar í að brenna „Að grilla er útieldun en ég hef samt sett það í sérflokk vegna þess að það er svo viðamikið og auðvelt að nálgast efni um grill og grillmat. Það mætti reyndar alveg kenna Ís- lendingum að grilla betur enda er- um við sérfræðingar í brunnum kjötbitum. Þetta er þó allt að koma og það verður sífellt algengara að fólk leggi metnað í grillmatinn.“ Útieldun fer yfirleitt fram á ferðalögum þegar prímusnum er kippt með í útileguna. „Flestir Íslendingar hafa stundað einhverja útieldamennsku hvort sem hún er inni í tjaldi eða fyrir ut- an tjaldið. Það er allt önnur hugsun í gangi þegar eldað er utan dyra enda þarf að skipuleggja sig öðru- vísi og eldamennskan tekur lengri tíma. Ég tel að það sé mjög hollt að gefa sér tíma í að gera hlutina og þess vegna fer nær öll mín kennsla fram utan dyra.“ Poppað á grilli Guðmundur fer út með nem- endurna í hvaða veðri sem er og setur meðal annars upp prímus og gasgrill. „Ég nota grillið sem hita- gjafa og set stóra pönnu ofan á það. Við erum því í raun ekki að grilla matinn. Það er til dæmis mjög vin- sælt að poppa á grillinu eða jafnvel yfir opnum eldi.“ Töfrar eldsins „Matseldinni fylgir miklu meira en bara eldamennska enda eru ákveðnir töfrar í eldinum sem gera að verkum að fólk getur starað í eldinn klukkustundum saman. Það fylgir því mikil stemning að kveikja lítinn eld og fólk áttar sig alltaf meira og meira á því,“ segir Guð- mundur að lokum. Útilegufólk Guðmundur fer út í hvaða veðri sem er Nemendur í heimilisfræði elda yfir opnum eldi Elda úti í hvaða veðri sem er Fyrir nokkrum árum fór heimilisfræðikennsla allt- af fram í kennslustofu þar sem nemendurnir bökuðu brauð og elduðu grauta. Nú hefur útieldun hins vegar bæst við þar sem nemendurnir læra að bjarga sér á útilegumáta. ➤ Er heimilisfræðikennari íLaugarnesskóla. ➤ Sinnir einnig ráðgjafar-störfum í öðrum skólum þar sem áhugi er á útieldun. ➤ Heldur úti vefsíðunni www.utieldun.is. GUÐMUNDUR FINNBOGA Salat: 1 eggaldin 1 rauðlaukur 1 græn paprika 1 rauð paprika 2 tómatar Dressing: 2-3 pressaðir hvítlauksgeirar slatti af kapers 2 tsk. dijon-sinnep slurkur af rauðvínsediki slurkur af sérríediki slatti af ólífuolíu 1 búnt steinselja Maldon-salt. Aðferð: Grænmetið skorið niður í hentuga bita fyrir grillið, sett í skál. Slatta af ólífuolíu er hellt yfir ásamt smá salti og allt sett á grillið. Dressing: Hvítlaukurinn press- aður í skál, dijon-sinnep, kapers, rauðvínsedik, sérríedik og ólífuolí- an sett út í. Steinselja rifin niður og sett út í ásamt smá salti. Að lokum er grillaða grænmetinu og dress- ingunni blandað saman. Uppskrift af www.matseld.is. Grillað sumarsalat Hráefni: 1 meðalstórt laxaflak 1 msk. salt 4 msk. sykur 2-3 msk. sítrónupipar 4 msk. þurrkað dill Aðferð: Beinhreinsið flakið og þerrið. Blandið því næst saman salti, sykri og sítrónupipar og nuddið vel í flakið. Sáldrið dillinu yfir flakið, leggið það saman og pakkið í plast. Geymið í ísskáp undir fargi í 5-6 klst., ef flakið er þunnt þarf það minni tíma. Skafið mesta kryddið af flakinu og penslið með mat- arolíu. Skellið á grillið með roðið upp í 5 mín. Snúið síðan flakinu við og grillið áfram í um 5 mín. eða þar til það er tilbúið. Grillaður lax Það gefur augaleið að slíkt er stranglega bannað enda er lítið gaman að koma á útilegusvæði sem er meira og minna sviðið og brennt. Lítið mál er að koma í veg fyrir þetta með því að setja grillið á sand eða steina áður en kveikt er í. Hugsum vel um nátt- úruna. iris@24stundir.is Algengt er að útilegugrillarar kippi með sér ódýru einnota grilli í stað þess að taka í sundur heimilisgrillið. Einnota grill- unum fylgja ýmis þægindi enda þarf enga aukahluti aðra en eld- spýturnar. Eitt er þó mikilvægt að hafa í huga en það er að grillin skilja eftir sig sviðna jörð ef þau eru sett beint á óvarið grasið. Gætið að einnota grillunum VORIÐGRILLIÐ grillið@24stundir.is a Ég tel að það sé mjög hollt að gefa sér tíma í að gera hlutina og þess vegna fer nær öll mín kennsla fram utan dyra. Sumardekk – hjólbarðaþjónusta Sumar- og heilsársdekk fyrir allar gerðir fólksbíla og jeppa. Hagstætt verð og traust þjónusta. Reykjavík Akureyri Tangarhöfða 15 : 587 5810 Réttarhvammi 1 : 464 7900 Vagnhöfða 6 : 577 3080 www.alorka.is P IP A R • S ÍA • 8 07 53 Við tökum vel á móti þér á þjónustustöðvum okkar! Umboðsaðili fyrir Bridgestone hjólbarða

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.