24 stundir - 08.05.2008, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 24stundir
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@24stundir.is
„Það eru fiðrildi í maganum fyrir
fyrsta leikinn og eðlilega spenna í
strákunum enda komnir í efstu
deild að nýju og við vitum mætavel
að erfitt sumar er framundan,“
segir Gunnar Oddsson, þjálfari
Þróttar. Fyrsti leikur nýliðanna er á
heimavelli gegn nýliðum Fjölnis en
sagan undanfarin tvö ár hefur ekki
verið á bandi Þróttara þegar kemur
að slag þessara tveggja liða.
Hópurinn?
„Við höfum fengið styrk frá síð-
asta ári og veitir ekki af enda deild-
in einnig sterkari. Ég er missáttur
við gengið í æfingaleikjum að und-
anförnu. Sumir hafa unnist, aðrir
ekki en við höfum att kappi við
nokkur lið úr efstu deild og aldrei
farið illa úr þeim viðureignum,
höfum ekki tapað stórt og það er
gott veganesti.“
Fjölnir?
„Þetta verður fjörugur slagur og
það yrði frábært að byrja slaginn á
sigri og sérstök vítamínsprauta að
vinna Fjölni enda hafa leikir okkar
við þá síðustu árin endað fremur
illa. Lið þeirra er skemmtilegt og
þeir eru harðir af sér en við erum
reiðubúnir í þennan slag.“
Deildin?
„Öllu erfiðari en í fyrra en já-
kvætt að mínu mati að fleiri lið
taka þar þátt. Deildin verður opn-
ari fyrir vikið og barátta neðstu liða
að líkindum enn harðari. Okkar
markmið er að festa Þrótt í efstu
deild og lykill að því er að vinna
heimaleikina.“
Spáin?
„Valsmenn líklegastir en mörg
önnur lið eiga möguleika. Verra að
spá fyrir um botnbaráttuna en lík-
legt að nýliðarnir flestir verði þar á
meðal.“
Lykilatriði að
byrja vel
Þróttarar bjartsýnir en varir um sig fyrir leikinn gegn Fjölni
Stoðir undir stórveldi Þrótt-
arar aftur komnir meðal þeirra
bestu og ætla að halda sér þar.
➤ Þróttur endaðií efsta sæti 1.
deildar fyrir
ári ásamt
Grindavík en
með lakara
markahlutfall.
➤ Tveimur stig-um ofar en Fjölnir en vann
hvoruga viðureign sína gegn
þeim.
FYRIR ÁRI
„Persónulega veit ég ekki hvað
olli þessum tveimur slysum í Bol-
öldu en brautin sjálf var í góðu
ásigkomulagi,“ segir Hrafnkell Sig-
tryggsson, formaður Vélhjóla-
íþróttaklúbbsins. Eftir tiltölulega
langt tímabil án alvarlegra slysa í
mótorkrossi hér á landi hafa nú
orðið þrjú slík með stuttu millibili
og telur Hrafnkell brýnt að brýna
fyrir mótorkrossfólki að fara var-
lega enda séu margir í einu í braut-
um nú þegar vorið hefur haldið
innreið sína.
Hafin er söfnun fyrir þann er
verst varð úti, Jón G. Einarsson, en
hann slasaðist illa fyrir þremur vik-
um nálægt Skagaströnd. Er hann
nú laus af sjúkrahúsi og er í end-
urhæfingu. Verður sérstakt styrkt-
armót haldið hans vegna á laug-
ardaginn í Skagafirði en
þátttökugjöld munu renna óskipt
til Jóns.
Þrjú slys á skömmum tíma í mótorkrossinu
Brýnt að fara með gát
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Kannski má segja að einn af jákvæðu punkt-
unum sé að við þekkjum vel það leikálag úr
fyrstu deild sem nú verður tekið upp í Lands-
bankadeildinni og þekkjum hvað til þarf.
Í kvöld hefjast vestur í Banda-
ríkjunum fjögurra liða úrslit NHL-
íshokkídeildarinnar þar sem mæt-
ast annars vegar Pittsburg og Phila-
delphia og hins vegar Detroit og
Dallas.
Fræðingar flestir eru óhræddir
að veðja á að í úrslitin fari lið
Detroit og Pittsburg. Forvitnilegt,
enda Detroit félag hinna gömlu
kempna meðan helstu stjörnur
Pittsburg eru nýlausir við ung-
lingabólurnar.
Fjögurra liða úrslit NHL hefjast í kvöld
Pittsburg eða Detroit
„Víst er þetta dálítil hækkun en
miðaverð á leiki í Landsbankadeild
hefur ekki hækkað í fimm ár og
brýn þörf var þar á,“ segir Gísli
Gíslason í Félagi formanna knatt-
spyrnuliða í Landsbankadeildinni,
en þar á bæ hafa menn ákveðið 300
króna hækkun á miðaverði milli
ára. Barnagjöld hækka þó ekki.
Gísli ítrekar reyndar að strangt
til tekið sé þó ekki um hækkun að
ræða þar sem miðar í forsölu á net-
inu fáist á 1200 krónur sem sé
sama verð og síðasta sumar.
„Þannig er hægt að spara umtals-
verðar upphæðir auk þess sem
hvert og eitt félag býður stuðnings-
mönnum sínum upp á pakkaverð
sem er bæði lægra og hærra en
þetta. En þetta er lágmarkshækkun
enda hafa rekstrarliðir knatt-
spyrnudeilda hækkað mikið eins
og annað undanfarin ár.“
Miðaverð á Landsbankadeildina hækkar
1500 krónur á leikinn
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@24stundir.is
„Við hlökkum til að spila okkar
fyrsta leik frá upphafi í efstu deild
íslensku knattspyrnunnar og ætl-
um að selja okkur dýrt og reyna
að tryggja að nafn Fjölnis verði
lengur meðal liða í Landsbanka-
deildinni en eitt tímabil,“ segir
Ásmundur Arnarsson, þjálfari ný-
liða Fjölnis. Hann gerir ráð fyrir
að spennustigið í fyrsta leiknum
gegn Þrótti verði hærra en ella
enda bæði lið nýliðar og viður-
eignir liðanna í neðri deildum
hafa jafnan verið fjörugar rimm-
ur.
Hópurinn?
„Við höfum styrkt okkur með
nokkrum vel völdum leikmönn-
um sem reynslu hafa af efstu deild
og teljum okkur í ágætum málum
þó að vissulega sé stigsmunur á að
leika í efstu deild og þeirri fyrstu.“
Þróttur?
„Tölfræðin gegn Þrótturum er
okkur hagstæð upp á síðkastið og
við hræðumst þá ekkert en spenn-
an verður mikil í þessum fyrsta
leik og auðvitað leika bæði lið
upp á stig í honum. Hann verður
í öllu falli skemmtilegur.“
Deildin?
„Kannski má segja að einn af
jákvæðu punktunum sé að við er-
um vanir því leikálagi úr fyrstu
deild sem nú er tekið upp í þeirri
efstu og þekkjum hvað til þarf. En
enginn vafi leikur á að fjölmörg
liðanna eru afar sterk og þetta
verður langt sumar en við ætlum
að hafa gaman af.“
Spáin?
„Valsmenn eru líklegastir til af-
reka eins og sakir standa. Botn-
baráttan mun standa milli nýju
liðanna.“
Seljum okkur
dýrt gegn Þrótti
Fjölnismenn hafa haft tangarhald á Þrótti undanfarin ár
➤ Engir voruhættulegri fyr-
ir framan
markið en
Fjölnismenn
fyrir ári. Skor-
aði liðið 61
mark, fjórtán mörkum fleiri
en næstu lið, eða tæplega
þrjú mörk í leik.
FYRIR ÁRI
Fyrsta skiptið Fjölnir sem félag leik-
ur sinn fyrsta leik í efstu deild knatt-
spyrnunnar á laugardaginn.
Morgunblaðið/Sverrir
LANDSBANKADEILDIN 2008 Þróttur - Fjölnir laugardagur 10. maí