24 stundir - 08.05.2008, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 24stundir
Samkvæmt kvikmyndavefjunum
á netinu er leikarinn Matthew
McConaughey líklegastur til að
hreppa hlutverk ofurhetjunnar
Captain America í væntanlegum
kvikmyndum um hetjuna. Kaf-
teinninn er ein vinsælasta of-
urhetja Marvel-fyrirtækisins en
þó hefur enn ekki verið gerð
kvikmynd um ævintýri hans. Það
mun breytast árið 2011 þegar
kvikmyndin The First Avenger:
Captain America á að líta dagsins
ljós. Framleiðsla myndarinnar
gæti þó orðið erfið þar sem
heimsbyggðin er ekki sérlega
hliðholl Bandaríkjunum um
þessar mundir og því kannski
ekki margir sem vilja sjá mynd
um ofurhetju sem er bókstaflega
klædd í ameríska fánann. vij
McConaughey
Kafteinn Kani?
Eftir Viggó I. Jónasson
viggo@24stundir.is
„Það er ekkert eftir í vöruhúsinu
okkar. Fólk þarf að bíða dágóða
stund ef það vill næla sér í svona,“
sagði starfsmaður leikfangaversl-
unarinnar Toys ’R’ Us í viðtali við
The New York Times varðandi
þann gríðarlega áhuga sem við-
skiptavinir sýndu leikfangaköllum
sem byggðir eru á kvikmyndinni
The Dark Knight. Leikföngin eru
uppseld í nær öllum leik-
fangaverslunum New York-borgar
og margar búðir eru á biðlista eftir
að fá þessi vinsælu leikföng á lag-
er.
Biðraðir á Times Square
Það er nær einvörðungu per-
sóna Jókersins sem er svo eftirsótt
af viðskiptavinum verslunarinnar
en hlutverk Jókersins í þeirri
mynd var eitt af síðustu hlut-
verkum leikarans ástsæla Heaths
Ledgers. Því eru margir aðdáendur
Ledgers sem vilja næla sér í þenn-
an leikfangakall sem minning-
argrip um hinn magnaða leikara.
Biðröð af æstum aðdáendum
myndaðist fyrir framan verslun
Toys ’R’ Us á Times Square í New
York þegar leikföngin fóru í sölu
og þurftu margir frá að hverfa án
þess að fá hinn vinsæla Jóker-
leikfangakall.
Leikföngin eru seld á tæpar 800
krónur í leikfangaverslunum í
Bandaríkjunum en nú þegar er
farið að braska með leikföngin á
uppboðsvefnum eBay og þar er
verðið nokkru hærra, um 2000
krónur.
Óhugnanlegur
Heath Ledger þykir
hafa farið á kostum í
hlutverki Jókersins.
Leikfanga-Jóker í líki Heaths Ledgers vinsæll
Uppseldur
Jóker-leikfangakallar úr
nýjustu Batman-kvik-
myndinni, The Dark
Knight, seljast nú eins og
heitar lummur í Banda-
ríkjunum. Dótið eru upp-
selt í New York.
➤ Ledger fannst látinn í íbúðsinni í New York 22. janúar.
➤ Dánarorsökin var of stórskammtur af svefn- og verkja-
lyfjum.
➤ Hann var tvívegis tilnefndurtil Óskarsverðlauna.
HEATH LEDGER
en þessi vopn geta komið sér vel
þegar menn þurfa að ráðast á mót-
herja sína til að ná af þeim fyrsta
sætinu. Þegar menn hafa hins vegar
náð forystunni vandast málið því
þá er maður eins og síðasta rjúpan
á hálendinu sem allir veiðimenn-
irnir keppast við að ná. Þá dynja á
manni stórskotaliðsárásir og verð-
ur maður þá fljótt pirraður. Maður
fær því oft á tilfinninguna að sigur
manns snúist ekki um færni heldur
hreina og klára heppni.
Þrátt fyrir þetta er Mario Kart
Wii skemmtilegur leikur. Það geta
allir, hvort sem það eru þaulvanir
spilarar eða viðutan afar, spilað
leikinn og haft gaman af. Og það
eru líklega bestu meðmæli sem
tölvuleikur getur fengið.
Tölvuleikir viggo@24stundir.is
Mario Kart Wii er einn af þessum
leikjum sem bókstaflega angar af
hamingju og gleði. Þegar maður
fær slíkan leik í hendurnar er lítið
annað hægt en að gleðjast með og
sökkva sér djúpt í hinn ofur ham-
ingjusama heim. Mario Kart-
formúlan er margreynd og hefur
sannað sig. Frægar Nintendo-
persónur á borð við Mario, Luigi,
Donkey Kong og Wario koma sam-
an með bifreiðar sínar og mót-
orhjól og útkljá deilumál sín á
kappakstursbrautinni. Þegar á
brautina er komið tekur við ofsa-
fenginn kappakstur þar sem ekkert
er gefið eftir og skjaldbökuskeljar
fljúga manna á milli.
Einn helsti kostur Mario Kart er
hversu aðgengilegur hann er. Fólk
sem hefur aldrei spilað tölvuleik á
ævinni mun geta spilað leikinn án
teljandi vandræða. Leikurinn lætur
vel að stjórn og er stýrikerfið enn
einn sigur fyrir hina mögnuðu
Wii-fjarstýringu.
Vopnakerfi leiksins er hinsvegar
hans stærsti galli. Meðan á kapp-
akstrinum stendur geta menn náð
sér í vopn svo sem skjaldbökuskelj-
ar, stjörnur, risasveppi og eldingar
Á mótorfák með skjaldböku á hælunum
Grafík: 86% Ending: 80%
Spilun: 93% Hljóð: 85%
Mario Kart (Wii)
NIÐURSTAÐA: 86%
Ef eitthvað er að marka The New
York Times hefur Grand Theft
Auto IV selst enn betur en bjart-
sýnustu menn þorðu að vona.
Samkvæmt heimildum New York
Times hafa nú þegar selst rúm-
lega 6 milljónir eintaka af leikn-
um og þar af 3,6 milljónir á fyrsta
degi. Áætlaður ágóði af allri þess-
ari leikjasölu er um 500 milljónir
dollara og það er bara fyrir fyrstu
vikuna. Fyrirfram var búist við
því að um fimm milljónir eintaka
myndu seljast á fyrstu tveimur
vikunum og reiknað var með að
um 9 milljónir eintaka af leikn-
um væru seld fyrir árslok. Ljóst
er af þessum tölum að aðsókn í
leikinn var mun meiri en menn
þorðu að vona og því væntanlega
mikil gleði hjá framleiðendum
leiksins. vij
GTA IV selst vonum framar
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Þegar menn hafa hins vegar náð for-
ystunni vandast málið því þá er maður
eins og síðasta rjúpan á hálendinu sem allir
veiðimennirnir keppast við að ná.
HEILL HEIMUR
AF SKEMMTUN
Opið sunnudaga til fimmtudaga
11.00 -24.00
Opið föstudagaoglaugardaga
11.00 - 02.00
Rosalega flott bikini bh í
D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 5.990,-
buxur í stíl frá kr. 3.550,-
Pils í stíl á kr. 4.685,-
Misty, Laugavegi 178,
Sími 551 3366
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf
www.misty.is