24 stundir - 08.05.2008, Page 35

24 stundir - 08.05.2008, Page 35
24stundir FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 35 Það var mikið stjörnuflóð í verslun Stellu McCartney í Los Angeles á þriðjudagskvöldið. Stjörnurnar fjölmenntu í verslunina í Beverly Hills til að horfa á sérstaka sýningu á hinni klassísku kvikmynd Peters Sellers, The Party, frá árinu 1968. Að sjálfsögðu fjölmenntu ljós- myndarar til að festa allt fagra fólk- ið á filmu og fengu þeir óvæntan glaðning því engin önnur en leik- konan og íslenska þokkagyðjan Anita Briem var á meðal gesta. Þar blandaði Anita geði við margar heimsþekktar stjörnur og er ekki annað að sjá en að Anita sé komin langt með að hasla sér völl í hinum harða heimi Hollywood. vij Gestgjafinn góði Stella McCartney bauð gestum að horfa á klassíska grínmynd. Íslensk fegurð í Hollywood Anita Briem baðaði sig í sviðsljósinu og er ekki annað að sjá en að það fari henni vel að vera miðdepill athyglinnar. Voða lukkuleg Hjónakornin Charlize Theron og Stuart voru afskaplega hamingjusöm hjá Stellu. Fallega fólkið fjölmennir til Stellu Funheit að vanda Þokkagyðjan Eliza Dushku skartaði sínu fegursta. Mættur á svæðið Breski krútt-popparinn Mika lét sig ekki vanta í boðið hjá Stellu. Nánari uppl‡singar á www.reykjavik.is Hreinsunarátakið VOR Í MIÐBORGINNI nær hámarki nú um Hvítasunnuhelgina. Fimmtudag, föstudag og laugardag lætur enginn sitt eftir ligga. Hreinsum lóðirnar, garðana, portin og göturnar! Líf og fjör á Laugaveginum og næsta nágrenni allan laugardaginn. Tónlist, götuleikhús og stemning. Borgarstjóri tekur lagið. Spikk & Span dúettinn flytur nýja Hreingerningasvítu á skrúbba og skúringarfötur. Svali köttur og Íbúasamtök miðborgar blása til sameiginlegrar grillveislu í Hljómskálagarðinum kl. 18:00. Forsöngvari Hrauns, Svavar Knútur flytur nokkur lög. Ruslapokar, tínur og verkfæri afhent í Hverfisstöð við Njarðargötu (gegnt Decode) kl. 16-18 fimmtudag og föstudag og á ofangreindum stöðum kl. 9-11 laugardag. Gámar verða fjarlægðir og tæmdir jafnóðum. Ruslapokar verða fjarlægðir af gangstéttum allra gatna miðborgarinnar frá kl. 12 - 16 laugardaginn 10.maí. frá og me› fimmtudagsmorgni 8.maí: Gámar ver›a sta›settir á eftirtöldum stö›um Íbúasamtök miðborgar - Reykjavíkurborg - Svali köttur

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.