24 stundir - 08.05.2008, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 24stundir
Útsölustaðir eru í
verslunum Byko
og verslun Rangá.
„Mér þætti það fínt ef orðskrípið
„barnaklám“ væri afnumið. Fólk
hugsar […] ekki um börn í sam-
hengi við orðið „klám“. Þetta orð
er notað yfir skemmtiefni fyrir
fullorðna þar sem fólk er að hafa
mök. Þegar börn eru sett í þetta
samhengi þá er það alltaf án und-
antekninga ofbeldi …“
Margrét Hugrún Gústavsdóttir
eyjan.is/goto/maggabest
„Nú ætla ég að biðla til allrar
þjóðarinnar, hvorki meira né
minna. Leggja til að við tökum nú
öll höndum saman [...] og reyn-
um að stöðva fyrirhugaða eyði-
leggingu á dásamlegri nátt-
úruperlu með því að reisa þar
jarðgufuvirkjun - á Ölkeldu-
hálsi.“
Lára Hanna Einarsdóttir
larahanna.blog.is
„Ég sá aðeins í sjónvarpinu frá
heimsókn hins konungborna
Dana og spúsu hans. Rosalega
held ég að þetta sé leiðinlegt partí
allt saman. Þarna held ég að
snobbið og yfirborðsmennskan
nái hæstu hæðum. […] Hvað ætli
honum sé ekki skítsama um þessi
blessuðu handrit?“
Jakob Smári Magnússon
jakobsmagg.blog.is
BLOGGARINN
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@24stundir.is
Það er skemmtileg staðreynd að
síðustu tónleikar Sprengjuhall-
arinnar í Norður-Ameríku verða
haldnir á staðnum Rehab á Man-
hattan-eyju New York-borgar eftir
tæpar tvær vikur. Síðasta stoppið er
sem sagt á „meðferðarstofnun“.
„Já, það verður mjög gott að taka
smá afvötnun áður en maður fer
svo aftur í vinnuna,“ segir Bergur
Ebbi í gríni um væntanlegt tón-
leikaferðalag er hljóðar upp á sjö
tónleika, bæði í Bandaríkjunum og
Kanada, á tólf dögum. „Nei, við
verðum stilltir eins og japanskir
ferðamenn. Við reynum að fara í
einhvern svona gervi-rokkgír.“
Nokkrir textar á ensku.
Þetta verður annar túr Sprengju-
hallarinnar til útlanda, en áður
spiluðu þeir í Danmörku. Bergur
Ebbi segir sveitina þó eiga nokkur
lög á ensku.
„Við eigum nokkra enska texta
frá því þegar við vorum að byrja. Ég
skipti samt ekkert alveg yfir í ensku,
tek bara þá texta sem eru til á
ensku. Þeir eru kannski þriðjungur
af tónleikadagskránni.“
Þannig verða lögin „Þá hlupu
hestar á skeið“ og „Verum í sam-
bandi“ kynnt fyrir Kananum sem
„All the Horses are Gone“ og „Wor-
ried Until Spring“.
Bergur segir þó sveitina ekki ætla
að leggja áherslu á erlenda land-
vinninga og muni áfram einbeita
sér að Íslandi. Hann segir sveitina
þó eflaust ætla að halda út aftur,
verði frekari eftirspurn.
Tónleikaferðin kom eiginlega
upp fyrir slysni eftir að sveitinni var
boðið að leika á tveimur Íslands-
tengdum hátíðum í Kanada á svip-
uðum tíma.
Sveitin var svo dugleg við að bæta
við tónleikum. Helgi Pétursson úr
Ríó Tríó kom svo líka til hjálpar en
hann er einmitt pabbi Snorra gít-
arleikara. Einhvern tímann hafði
Ríó-ið hitað upp fyrir kanadísku
sveitina The Guess Who, sem átti
m.a. slagarann „American Wom-
an“, og sá gamli sló aftur á þráðinn.
„Í þeirri sveit er víst Vestur-
Íslendingur sem getur rakið ættir
sínar aftur til Snorra. Sonur hans er
svo í hljómsveit sem heitir Major
Makers og við fáum að spila með
þeim á hinum sögufræga El Mo-
cambo í Toronto,“ segir Bergur að
lokum, stuttu áður en hann stígur
upp í vél.
Sprengjuhöllin í túr til Norður-Ameríku
Enda í afvötnun
í New York
Sprengjuhöllin fór af
landi brott í gær í tveggja
vikna tónleikaferðalag
um Bandaríkin og Kan-
ada. Bergur Ebbi segist
ætla að syngja einhver
lög á ensku.
Helgi P Reddaði strákunum giggi
í Kanada gegnum frændskap.
Sprengjuhöllin Búnir að pakka og til í slaginn.
HEYRST HEFUR …
Mikil leynd er yfir því hvar meistari Bob Dylan
kemur til með að gista hér á landi. Hann kemur
hingað beint frá Kanada með 25 manna föruneyti
daginn eftir tónleika sína þar í landi 24. maí.
En Dylan er svo annt um einkalíf sitt að hann hefur
skipað umboðsmanni sínum að láta tónleikahald-
ara hér á landi ekki vita hvar hann kemur til með
gista, fyrr en eftir að hann er lentur. bös
Enn bætast við nöfn á undirskriftalista Henry Birg-
is en hann safnar nöfnum þeirra á bloggi sínu er
vilja fá Bjarna Fel til þess að lýsa leik í sjónvarps-
útsendingum frá EM í sumar. Í gær voru komin rétt
tæp 850 nöfn á listann og spurning hversu mörg
nöfn þarf til þess að hreyfa við ráðamönnum hjá
RÚV. Samkvæmt heimildum 24 stunda er Bjarni Fel
að minnsta kosti til í slaginn. bös
Haffi Haff mun frumflytja nýtt lag í Zúúber, morg-
unþætti FM957, á morgun. Lagið heitir Move og
samdi Haffi það ásamt Vidda, félaga sínum, en Dj
Shaft hljóðblandaði. Þeir sem fylgdust með afhend-
ingu Hlustendaverðlauna FM um síðustu helgi ættu
að kannast við lagið en Haffi flutti það þar. Um
helgina fer hann svo á svið í Sjallanum á Akureyri
ásamt Merzedes Club. bös
Hljómsveitin Amiina er nú langt
komin með að klára kvikmynda-
tónlist við myndina Is There Any-
body There? sem Michael Caine
fer með aðalhlutverkið í. Myndin
er eftir breska leikstjórann John
Crowley sem þykir með þeim efni-
legri þar í landi í yngri kantinum.
„Við erum að bíða eftir síðustu
klippunum því það þurfti að skjóta
einhverjar tvær aukasenur,“ stað-
festir María Huld Markan Sigfús-
dóttir úr Amiinu. „Við ætlum að
demba okkur í síðustu upptökur
fyrir þetta um leið og við erum
búnar með tónleikana fyrir
Listahátíð í næstu viku.“
María segir tónlistina ekki
ósvipaða þeim stíl sem var að finna
á fyrstu breiðskífu þeirra, Kurr, er
kom út í fyrra og hefur hlotið lof
gagnrýnenda erlendis. „Andinn í
myndinni hæfir okkar stíl mjög vel
en svo er maður náttúrlega líka
alltaf að ljá rödd sína kvikmynd
sem er hugarsmíð annars lista-
manns.“
Ábending frá Yoko Ono
Segja má að leikstjóri mynd-
arinnar hafi fengið ábendingu um
sveitina frá Yoko Ono.
„Óbeint, því leikstjórinn var að
hlusta á útvarpið þegar Yoko Ono
valdi lag með okkur. Ég veit ekki
hvort hann var byrjaður á mynd-
inni en honum fannst tónlistin til-
valin fyrir sig.“
María segir það hafa verið
draum Amiinu lengi að fá fjöl-
breytt verkefni.
Myndin verður kláruð í lok júlí
á þessu ári og líklegast frumsýnd
einhvern tímann fyrir jól. bös
Amiina breiðir út anga sína
Tónlist við mynd
Michaels Caines
Amiina Höfðu nóg að gera, en ákváðu
að slá til þar sem þeim þótti myndin góð.
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Su doku
2 4 3 9 6 8 7 1 5
5 8 9 7 2 1 6 3 4
7 1 6 3 4 5 8 9 2
8 3 4 1 5 6 9 2 7
9 2 5 8 3 7 1 4 6
6 7 1 2 9 4 5 8 3
3 5 7 4 1 9 2 6 8
1 6 2 5 8 3 4 7 9
4 9 8 6 7 2 3 5 1
Hann verður 42 ára í næsta mánuði.
24FÓLK
folk@24stundir.is a
Nei, strákarnir okkar í Snæfelli eru
búnir að standa sig svo rosalega
vel í vetur að það er ekki hægt að taka
Kellogs fram yfir körfuna.
Ætlið þið að taka Kellogs fram yfir körfuna?
Kellogs fyrirtækið leitar nú að leikurum til að leika í aug-
lýsingu sem verður tekin upp í Stykkishólmi. Hólmarar
hafa lengi verið þekktir fyrir einstaka hæfileika á sviði
körfuboltans en ekki fyrir að japla á Kellogs kornflögum.
Erla Friðriksdóttir er bæjarstjóri Stykkishólms.