24 stundir - 17.05.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 17.05.2008, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 24stundir www.IKEA.is/sumar © In te r I KE A Sy st em s B .V . 2 00 8 úti á túni 3.990,- TÄRNÖ borð og tveir stólar WWW.EBK.DK Danskir gæðasumarbústaðir (heilsársbústaðir) Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar: Anders Ingemann Jensen farsími nr. +45 40 20 32 38 netfang: aj@ebk.dk Ert þú í byggingarhugleiðingum? VÍÐA UM HEIM Algarve 16 Amsterdam 14 Alicante 22 Barcelona 20 Berlín 19 Las Palmas 24 Dublin 14 Frankfurt 23 Glasgow 14 Brussel 19 Hamborg 20 Helsinki 9 Kaupmannahöfn 17 London 13 Madrid 21 Mílanó 21 Montreal 10 Lúxemborg 20 New York 14 Nuuk 1 Orlando 21 Osló 13 Genf 19 París 22 Mallorca 22 Stokkhólmur 8 Þórshöfn 8 Austlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Skýj- að og sums staðar súld á sunnan- og vestan- verðu landinu en skýjað með köflum norð- austan- og austanlands. Úrkomulítið, nema dálítil væta norðvestan til. Hiti 3 til 12 stig. VEÐRIÐ Í DAG 6 7 3 5 5 Skýjað veður Fremur hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað og dálítil væta sunnan og vestan til á landinu, en annars þurrt að mestu. Hiti 5 til 10 stig, en 1 til 7 stig norðaustan- og austanlands. VEÐRIÐ Á MORGUN 7 7 5 5 7 Væta sunnan og vestan til Íslandshreyfingin skuldar um sautján milljónir króna, en kostn- aður flokksins vegna síðustu al- þingiskosninga var rúmar þrjátíu milljónir króna. Flokkurinn hlaut hins vegar tæpar sjö milljónir króna í styrk í kosningabaráttunni. Flokkurinn fékk á dögunum út- hlutað árlegu framlagi ríkissjóðs til stjórnmálasamtaka, rúmum tólf milljónum króna. Árlega úthlutar ríkissjóður fé til starfsemi stjórnmálasamtaka sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjör- inn á Alþingi eða hlotið hafa a.m.k. 2,5% atkvæða í síðustu alþingis- kosningum. „Í dag eigum við engan pening og munum ekki stofna til skulda. Ef ríkisstjórnin heldur og ekki verður boðað til kosninga, munu þessar árlegu greiðslur frá ríkis- sjóði næstu þrjú árin duga fyrir okkar skuldum,“ segir Sólborg Alda Pétursdóttir, gjaldkeri Ís- landshreyfingarinnar. „Þessar greiðslur munu duga fyrir skuldunum og vel það og því munum við eiga lítinn sjóð síðasta ár kjörtímabilsins til að halda áfram.“ Að sögn Sólborgar Öldu eru skráðir félagar í Íslandshreyfing- unni rúmlega þrjú hundruð talsins. Hún segir einungis tíu einstaklinga hafa sagt skilið við hreyfinguna frá síðustu kosningum. Þá hafi eitt- hvað af fólki bæst í hópinn og hreyfingin hafi aldrei verið fjöl- mennari en nú. aegir@24stundir.is Íslandshreyfingin er fjárvana og skuldar sautján milljónir króna Flokkurinn ekki gjaldþrota Nýtt afl Frá stofnun Ís- landshreyfingarinnar. Verð á hveiti, sem snarhækkaði í verði fyrr á árinu, hefur í vor lækk- að um 40 prósent miðað við hæstu skráningu hjá Chicago Board of Trade, CBOT, að því er greint var frá á fréttavefnum e24.se í gær. Þar segir jafnframt að verð á hrísgrjón- um hafi lækkað undanfarnar vikur vegna pólítískra ákvarðana þar um. Samkvæmt frétt frá greininga- deild Glitnis fór hins vegar verð á tonni af hrísgrjónum til útflutnings frá Taílandi í fyrsta sinn yfir 1000 dollara fyrr í þessari viku. Spáð er metuppskeru á korni í heiminum á þessu ári, að því er segir á fréttavefnum e24.se. Vegna sveiflna á þessum hrávörumarkaði er varað við fjárfestingum á hon- um. ibs Metuppskeru spáð í sumar Verð á hveiti hefur lækkað í vor Til stendur að breyta skipulagi Íbúðalánasjóðs í haust. Almenn lán og félagsleg verða aðskilin. Rík- isstjórnin grípur til þessara ráða til að bæta peningamálastefnuna. Í viðtali við RÚV sagði utanrík- isráðherra að þetta væru ekki ein- angraðar aðgerðir heldur tengdust þeim ýmsar aðrar breytingar í hagstjórninni. „Meðal annars höfum við lengi verið að huga að því að breyta fyrirkomulaginu á Íbúðalánasjóði og það er mikilvægt að þessi yfirlýsing um Íbúðalánasjóð komi í tengslum við þesar aðgerðir vegna þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, matsfyrirtækin og aðrir aðilar hafa gagnrýnt það fyrirkomulag sem er á Íbúðalánasjóði núna og það vofir yfir okkur úrskurður frá Eftirlitsstofnun EFTA um sjóðinn,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í samtali við RÚV. Skilið milli almennra lána og félagslegra Flutningabíl og jeppa var á sjö- unda tímanum í gærkvöld lagt fyrir aðalhlið olíubirgðastöðv- arinnar í Örfirisey. Bílstjórinn sagði í samtali við Stöð 2 að með aðgerðunum væri meiningin að trufla olíuflutninga olíufélaganna. Nóg væri komið af sífelldum hækkunum og því hefði hann ákveðið að grípa í taumana. Mótmælaaðgerðir flutningabíl- stjóra gegn háu eldsneytisverði hafa verið fyrirferðarmiklar á höfuðborgarsvæðinu und- anfarnar vikur og segjast þeir hvergi nærri hættir. Lokuðu hliði olíustöðvarinnar í Örfirisey í mótmælaskyni Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Samkvæmt ýtarlegri könnun for- varnasviðs Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins á ástandi mannlausra húsa í miðborg Reykjavíkur, hefur verið brotist inn í þrjú hús í mið- borginni frá því að húseigendum var gert að loka auðum húsum í byrjun apríl. Góð viðbrögð húseigenda Eftir að umræða um bágborið ástand miðborgarinnar komst í há- mæli í marsmánuði, réðst for- varnasvið slökkviliðsins í umfangs- mikla kortlagningu á auðum húsum í miðbæ Reykjavíkur. Sú vinna leiddi í ljós að slökkviliðið taldi tölu auðra húsa í miðbænum vera um sextíu talsins. Skráðum eigendum þeirra var gert að loka húsunum í kjölfarið og að sögn Ólafs R. Magnússonar, deildar- stjóra forvarnasviðs Slökkviliðs höfuðborgarinnar, létu viðbrögðin ekki á sér standa. „Þetta gekk ótrúlega vel fyrr sig því að allir húseigendur brugðust við og lokuðu húsunum sínum. En eins og gerist virðast einhverjir sækjast eftir því að komast inn í þessar byggingar og við töldum því rétt að fylgjast með þessu og eins hvernig staða þeirra væri í dag.“ Tvö þeirra húsa, sem brotist hef- ur verið inn í nú eftir að þeim var lokað í apríl, standa við Bergstaða- stræti en eitt þeirra stendur við Freyjugötu. Samkvæmt heimildum 24 stunda eru ummerki um að fólk hafi hafst við í húsunum. „Við gerðum eigendum þeirra viðvart og kröfðumst þess að hús- unum yrði lokað. Við munum kanna ástand þeirra aftur eftir helgi og sinni eigendur ekki fyrirmælum okkar verður húsum þeirra lokað á þeirra kostnað.“ Nágrannar í hættu „Það er greinilegt að það vantar vakt við húsin ef það kemur ekki í ljós fyrr en slökkviliðið fer í ein- hverja sérúttekt að fólk hafist við í húsunum með tilheyrandi eld- hættu fyrir okkur nágrannana,“ segir Kári Halldór Þórsson, leik- stjóri og íbúi við Bergstaðastræti. „Borgin á að skylda húseigendur til að vakta hús sín á meðan þau eru látin standa auð, þangað til stafar okkur nágrönnunum hætta af þessum húsum.“ Enn hústaka í miðborginni  Brotist hefur verið inn í þrjú auð hús í miðborginni síðan eig- endum var gert að loka þeim  „Þá á að skylda til að vakta hús sín“ Hætta Þetta hús við Bergstaðastræti er meðal þeirra sem talið er að hús- tökufólk hafi hreiðrað um sig í. ➤ Samkvæmt skýrslu borg-arinnar var talið að 37 hús stæðu auð í miðborginni ➤ Þá var talið að hústökufólkhefði hreiðrað um sig í sum- um þeirra. AUÐ HÚS Í MIÐBORGINNI 24stundir/Árni Sæberg STUTT ● Hraðakstur Mynduð voru hraðakstursbrot 296 öku- manna í Hvalfjarðargöng- unum 8. til 13. maí, sem sam- svarar 2% allra ökumanna sem fóru um göngin á þeim tíma. Var meðalhraði hinna brotlegu um 84 km/klst en 70 km há- markshraði er í göngunum. ● Kvennakjör Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi hefur skorað á samninganefnd ríkisins að framfylgja stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í komandi kjarasamningum varðandi end- urmat á kjörum kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í meirihluta. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.