24 stundir - 17.05.2008, Blaðsíða 32

24 stundir - 17.05.2008, Blaðsíða 32
ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007ATVINNA32 stundir Auglýsingasíminn er 510 3728 og 510 3726 Hvolsvöllur er í Rangárþingi eystra sem er fallegt sveitarfélag í hjarta Suðurlands þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Sveitarfélagið nær frá Eystri-Rangá i vestri að Jökulsá á Sólheimasandi í austri. Í skólanum eru um 250 nemendur í 1.–10. bekk úr öllu sveitarfélaginu og er öll aðstaða mjög góð. Í Hvolsskóla er framsækið og metnaðarfullt skólastarf. Einstaklingurinn er í brennidepli og því er lögð mikil áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og samstarf. Húsnæði í boði fyrir nýja kennara á góðum kjörum. Sjá nánar á heimasíðu Hvolsskóla www.hvolsskoli.is og heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í símum: 488 4241 og 898 8408 eða í netpósti: unnar@hvolsskoli.is Skriflegar umsóknir sendist til skólastjóra Hvolsskóla fyrir 30. maí 2008 Lausar stöður næsta skólaár: • deildarstjóra á yngsta stig • deildarstjóra á miðstig • umsjónarkennara sérkennslu • kennsla í heimilisfræði • kennsla í tónmennt • kennsla í náttúrufræði Spennandi stöður í góðum skóla Hvolsskóli á Hvolsvelli leitar eftir kennurum næsta skólaár Sumarafleysingar í vörudreifingu MS Reykjavík óskar eftir að ráða bílstjóra í vörudreifingu vegna sumarafleysinga. Meiraprófsréttindi eru áskilin eða 5 tonna réttindi. Nánari upplýsingar veitir Þórður Jóhannsson í síma 569-2320. Umsóknarfrestur er til 23. maí nk. og skulu umsóknir á netfangið starfsmannasvid@ms.is. Kennarar athugið! Súðavíkurhreppur er sveitarfélag við Ísafjarðardjúp og er kauptúnið Súða- vík við Álftafjörð þéttbýlastihluti hreppsins. Hreppurinn skartar mjög fallegri og ósnortinni náttúru og veður- sæld mikil. Einungis er tíu mínútna akstur á Ísafjarðarflugvöll og tekur 40 mínútur að fljúga til Reykjavíkur. Við Súðavíkurskóla eru 2 stöður grunnskólakennara, fyrir komandi skólaár, lausar til umsóknar. Meðal kennslu- greina er kennsla yngri barna og almenn kennsla á ung- lingastigi (stöður umsjónarkennara) sem og íþrótta- kennsla á öllum skólastigum, textílmennt og heimilisfræði. Skólahúsnæðið er glæsilegt og vel búið og samanstendur af grunnskóla, leikskóla, tónlistarskóla ásamt íþróttarhúsi og mötuneyti. Þróunarverkefni er unnið í anda Uppbygg- ingarstefnunnar sem og samvinnu og samkennslu við leikskólann. Skólinn er einsetinn með fámennum aldurs- blönduðum bekkjardeildum, vel búinn tækjum og góðri vinnuaðstöðu. Mikil samkennsla og samvinna er við leik- skólann þar sem elstu nemendum þar er kennt með yngstu nemendum grunnskólans. Leikskólinn er gjald- frjáls. Lögð er áhersla á fjölbreytta og sveigjanlega kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám, vellíðan nemenda og samvinnu starfsmanna. Súðavíkurhreppur greiðir laun eftir kjarasamningi KÍ og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 6. júní 2008, meðmæli óskast með umsókn. Nánari upplýsingar veitir Anna Lind Ragnarsdóttir skólastjóri í hs: 456-4985, vs: 456-4924, gsm: 893-4985, netfang: annalind@sudavik.is Af hverju ertu atvinnulaus? Atvinnuleysi kemur aldrei vel út á ferilskránni og þeir sem hafa átt í erfiðleikum með að finna vinnu kvíða oft fyrir því að skýra eyðuna í ferilskránni. Ýmsar leiðir eru þó í boði til að útskýra hvers vegna þú hefur ekki verið á vinnumarkaðinum sem eru bæði skiljanlegar og geta jafnvel aukið líkurnar á því að þú fáir starfið sem sótt er um. Í fyrsta lagi getur þú útskýrt að þú hafir þurft á hvíld að halda eftir langa vinnutörn. Þú hafir einfaldlega tekið þér tíma til að endurskoða þín mál og ákveða framhald- ið. Þessi skýring mun mjög líklega falla í kramið ef aðeins um eina langa eyðu er að ræða. Hún virkar lík- lega ekki jafn vel ef um margar eyður er að ræða. Ekki halda langa ræðu um hversu ómögulegt hafi verið á fyrri vinnustaðnum og að þú hafir átt í stöðugu stríði við yf- irmenn þína. Segðu frá því jákvæða og bentu á allt það sem þú lærðir á síðasta vinnustað sem mun koma þér til góða á nýja staðnum. Þú getur líka bent á að þú hafir unnið sjálfstætt um tíma (ef það er raunin). Þú getur bent á að þessi tími hafi veitt þér tækifæri til þess að komast að því hvað það er sem þú í raun og veru vilt auk þess sem þú hafir lært skipu- lögð og öguð vinnubrögð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.