24 stundir - 17.05.2008, Blaðsíða 62

24 stundir - 17.05.2008, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 24stundir „Ég hef ekki úr háum söðli að falla þegar kemur að málfari. En um mig hríslast aulahrollur við að hlusta á þá afkáralegu frasa sem virðast eiga upp pallborðið hjá íþróttafréttamönnum. Nýj- asta dæmið er að ekki er lengur talað um mót, leiki eða keppnir, heldur verkefni.“ Andrés Jónsson andres.eyjan.is „Nú vilja menn hafa það einfalt. Vélræna veröld. Diggital mann- eskjur.Guð er vandræðastærð í svoleiðis heimsmynd og sé pláss fyrir hann verður hann líka að vera einfaldur og óflókinn. Fara vel í vasa - til að hann verði jafn viðráðanlegur og við viljum hafa heiminn og manneskjuna.“ Séra Svavar Alfreð Jónsson svavaralfred.blog.is „Ég er að lesa Dís. Samt fer hún í taugarnar á mér, svoldið eins og að lesa stebbafr. Maður hatar en getur samt ekki hætt. Ég er alveg með eye roll í gangi mér finnst hún svo glötuð eitthvað. Sé þetta alveg fyrir mér: "æi stelpur við er- um svo ógisla mikill kaffibar. Og lýsingarnar á kynlífinu ohhhgh!“ Katrín Atladóttir katrin.is BLOGGARINN Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Eitt af athyglisverðari atriðum Listahátíðar Reykjavíkur í ár er sambræðingur kynlífsráðgjafans Dr. Ruth og „ömmu gjörningalist- arinnar“ Marinu Abramovic frá fyrrverandi Júgóslavíu. Gjörningur þeirra er hluti af Tilrauna- maraþoni hátíðarinnar og fer fram á sunnudag í Listasafninu. Eitt- hvað hefur þeim gengið illa að ná saman um hvernig verkið eigi að vera og á föstudag var gjörning- urinn í uppnámi og þær höfðu náð litlu sem engu samkomulagi. „Þetta er í smá uppnámi en það bara kristallar fegurðina við svona tilraunamennsku,“ sagði Marina í gær. „Ég hitti Dr. Ruth fyrst á fimmtudaginn. Ég kynnti mig og hugmyndina mína en hún tengdi sig ekkert við hana. Skildi ekki hvert ég var að fara. Hugmynd mín var að við sætum báðar við borð með stórum rauðum síma sem hringdi á fimm mínútna fresti. Á línunni áttu að vera frægir lista- menn, svo sem Frida Kahlo eða Kafka, að spyrja hana ráða um kynlíf sitt. Hún þvertók fyrir þetta og sagðist ekki hafa neinn áhuga. Hún sagði að sitt starf væri að leysa vandamál. Að hún gæti sagt mér hvaða stelling myndi henta mér best, og ekkert annað.“ Kynlífstal við ömmu Marina tekur þó fram að gjörn- ingalistin verði mikið til í núinu. Þar sem þær eiga ekki að sýna fyrr en á sunnudag sé því nægur tími til stefnu í undirbúning á því litla sem hægt sé að undirbúa. Marina segist ætla að fara varlega að henni þar sem hún sé öldruð sjónvarps- stjarna, og því eflaust ekki vön svo opnu umhverfi þar sem mikið sé um lausa enda. Það er augljóst að Marina ber mikla virðingu fyrir Dr. Ruth. „Þegar ég var ung heillaðist ég af Dr. Ruth í sjónvarpinu. Dáðist að því hversu opin hún var varðandi kynlíf. Þar sýndi hún hvernig ætti að fróa sér og hvernig ætti að snerta typpi. Samt er hún pínulítil kona með austurrískan hreim sem minnti mig á ömmu. Ég skamm- aðist mín smá að horfa, því ég gat ekki ímyndað mér að heyra ömmu tala um kynlíf. Á mínu heimili var sneitt framhjá þessu umræðuefni. Þess vegna fannst mér hún hug- rökk.“ Ekki gengur allt sem skyldi hjá Dr. Ruth og Marinu Abramovic Kynlífsgjörningur í uppnámi Eitt af atriðum Listahátíð- ar er sambræðingur kyn- lífsráðgjafans Dr. Ruth og listakonunnar Marinu Abramovic. Þeim hefur gengið illa að ákveða hvernig atriðið skuli vera. Marina leggur sig fram við að ögra. Marina Hissa á kynlífsfræðingnum.Dr. Ruth Ekki til í allt. HEYRST HEFUR … Gillzenegger ætlar að opinbera sig á hátt sem hann hefur aldrei gert áður í útvarpsþættinum Úr plötuskápnum á Rás 2. Þátturinn er í umsjón Erlu Ragnarsdóttur en í honum fær hún til sín góða gesti til þess að spila lög í uppáhaldi. Heim- ildir blaðsins segja að á listanum verði m.a. að finna lög eftir Celine Dion, Scooter og Guns N’ Roses. bös Barði Jóhannsson undirbýr nú komu um 40 manna hóps frá Frakklandi og Belgíu í kringum tónleika Bang Gang og Keren Ann með Sinfóníunni í næsta mánuði. Þarna mun vera blanda af blaða- mönnum, bransafólki og aðdáendum er vilja ekki missa af viðburðinum. Nýja platan er tilbúin og kemur í búðir hérlendis 28. maí en mánuði síðar í Evrópu. bös Skítamóralsmenn anda líklegast léttar í dag en þeir sáu fram á heljarinnar samkeppni í kvöld um ball- gesti á Selfossi og nágrenni. Skítamórall spilar í Hvíta húsinu en Sálin hans Jóns míns átti að vera í Ölfushöll. Stefán Hilmarsson og félagar neyddust þó til þess að aflýsa sínu balli þar sem brunavörn- um var ábótavant í Höllinni. Skítamórall getur því fagnað með sínu fólki lengst fram eftir kvöldi. bös „Bærinn mun umturnast. Við breytum honum í Eurovision-þorp í næstu viku og það stendur fram- yfir laugardag,“ segir Dalvíking- urinn Júlíus Júlíusson en hann og aðrir íbúar Dalvíkur eru nú í óða- önn að undirbúa sig undir Euro- vision-söngvakeppnina sem fram fer í næstu viku. Friðrik Ómar Hjörleifsson, annar söngvari Euro- bandsins, er Dalvíkingur og því ríkir mikill spenningur í heima- byggð Friðriks. Íbúar munu bregða undir sig betri fætinum í aðdraganda keppn- innar en meðal annars verða versl- anir með sérstök Eurovision- tilboð, börn bæjarins búa til stuðn- ingsskilti ásamt því að íbúar Dalvíkur eru hvattir til að kveikja á ljósaseríum sínum og draga fána að húni til að fagna. „Á fimmtudagskvöldinu kom- um við saman í félagsheimilinu og horfum á undankeppnina. Það verður bara í rólegheitunum því við vitum alveg að okkar maður er öruggur áfram. Laugardagurinn er aðaldagurinn.“ Dagur úr- slitakeppninnar verður nýttur í að hita upp bæjarbúa fyrir keppni kvöldsins en um kvöldið verða all- ar stofur og betri salir bæjarins þétt setnir af eldheitum stuðnings- mönnum Eurobandsins. Hátíðarhöld Dalvíkur einskorð- ast þó ekki bara við Eurovision því Dalvíkurbyggð fagnar við sama tækifæri tíu ára afmæli sínu. „Við hristum upp í bæjarlífinu, styðjum Friðrik Ómar og Eurobandið og fögnum 10 ára afmæli í leiðinni,“ segir Júlíus en hann spáir Íslandi góðu gengi í söngvakeppninni. vij Mikil spenna í heimabyggð Friðriks Ómars Dalvík breytist í Eurovision-þorp Bjartsýnn á góðan árangur Júlíus segir Ísland öruggt í úrslitakeppnina. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 5 6 2 7 9 3 8 1 4 4 3 7 5 8 1 6 2 9 8 1 9 2 4 6 7 5 3 3 8 5 9 2 7 1 4 6 2 7 6 8 1 4 9 3 5 9 4 1 6 3 5 2 7 8 1 9 8 3 5 2 4 6 7 6 5 4 1 7 9 3 8 2 7 2 3 4 6 8 5 9 1 Mamma þín hefur aftur komist í vínið. 24FÓLK folk@24stundir.is a Nei, reyndar ekki. Ég er í síðkjól og stífmáluð meira að segja! Sigríður, fórstu nokkuð í kynskiptaaðgerð? Dagskrárgerðarkonan Sigríður Pétursdóttir var í gær- morgun karlkennd sem Sigurður Pétursson af stallsystur sinni og vinkonu, Önnu Kristínu Jónsdóttur, á Morg- unvakt Rásar 1. HAFNAFJARÐARLEIKHÚSINU SUN 18. MAÍ ÖRFÁ SÆTI LAUS FÖS 23. MAÍ LAUS SÆTI SUN 25. MAÍ LAUS SÆTI AÐEINS SÝND Í MAÍ TRYGGIÐ YKKUR MIÐA! Fær hugann til að fljúga og kemur tilfinningum á rót” M.K MBL Falleg, fyndin,sönn og kvenleg” V.G Bylgjunni “Ég hvet fólk til að drífa sig á leikinn og njóta” Jón Viðar DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.