24 stundir - 17.05.2008, Blaðsíða 46

24 stundir - 17.05.2008, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 24stundir Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Á síðunni má lesa fjöldann allan af ábendingum sem hann hefur feng- ið sendar frá almenningi um ok- urverð á vörum og þjónustu fyr- irtækja. „Svo eru líka ábendingar um hagstætt verð þó svo að þær séu reyndar í minnihluta. Allar ábend- ingar eru settar í flokka og þær já- kvæðu eru merktar með appelsínu- gulum lit. Reyndar má segja að þetta sé frekar óneytendavæn síða þar sem formið á henni er mjög einfalt, enda kann ég ekkert á nein svona flott umbrots- og vefforrit,“ segir Dr. Gunni. Það stendur þó ekki til að gera neinar veigamiklar breytingar á síðunni á næstunni. „Ég get ekki staðið í því á meðan ég er í fullu starfi við annað og ég ætla að halda henni áfram óbreyttri, eða allavega þar til annað kemur í ljós.“ Tekinn í bakaríið Hver er ástæða þess að þú ákvaðst að stofna þessa síðu? „Hún er einföld. Ég hafði verið tekinn svo illa í bakaríið að undan sveið og ég hafði ekki áhuga á að endurtaka þann leik. Og í staðinn fyrir að setja inn dæmi á bloggsíð- una og láta þau týnast þar ákvað ég að setja þetta á sérsíðu og leyfa fólki að senda inn ábendingar. Yfirleitt set ég þær bara inn nákvæmlega eins og þær voru skrifaðar og það skín alveg í gegn að það er alls kon- ar fólk sem skrifar. Ég vil ekki rit- skoða þetta allt of mikið þótt ég lagi stundum stafsetningarvillur og mildi einstaka sinnum orðalagið ef það er mjög gróft. Sem dæmi má nefna að það er betra að vera tekinn í bakaríi heldur en einhvers staðar annars staðar.“ Skemmtilegt nöldur Hann viðurkennir að margt af því sem fram komi á síðunni megi flokkast sem hreint og klárt nöldur en bætir því við að það komi alls ekki að sök. „Þrátt fyrir allt eru þetta afskaplega skemmtileg dæmi og ég held það hafi vantað svolítið af slíku hjá þessum helstu neyt- endafrömuðum. Það er einhvern veginn allt svo leiðinlegt og stofn- analegt sem frá þeim kemur og fyrir vikið nenna kannski færri að spá mikið í neytendamál. Fyrir þá sem hafa áhuga á þeim er oft lítið í boði í fjölmiðlum annað en verðtöflur sem fólk þarf að rýna í í stað þess að fá þetta bara svart á hvítu: Þessi búð er okurbúlla en þessi búð er fín. Þar fyrir utan getur reitt fólk verið mjög fyndið og orðheppið.“ Fyrirtæki sem kvartað er undan á okursíðunni hafa líka stundum samband. „Þau senda mér stundum útskýringar og/eða leiðréttingar og þá bara birti ég það líka,“ segir Dr. Gunni. Reynir að vera hagsýnn Ertu mjög hagsýnn heimilisfaðir sjálfur? „Já, svona þokkalega, enda var ástæðan fyrir því að ég byrjaði með síðuna sú að á mér hafði verið okr- að og ég vildi ekki að það endurtæki sig. Það er þó ekki þar með sagt að ég horfi í hverja einustu krónu, ég er ekki alveg kreisí þannig. En ég hef alltaf verið talsmaður þess að við Íslendingar ættum að vera dug- legri að sniðganga dýrustu fyrirtæk- in og versla frekar við þau ódýrari. Það segir sig enda sjálft að ef enginn myndi versla í verstu okurbúllun- um myndu verslunareigendur sjá að það borgaði sig að vera sann- gjarn. Ef þjófur kemst endalaust upp með að stela er hætt við að hann haldi því áfram. Þess vegna finnst mér mikilvægt að fyrirtækj- um eins og Ikea sé hampað fyrir að halda verðlaginu í hófi á meðan aðrir voru að hækka og að fólk beini viðskiptum sínum frekar til þeirra.“ Aðspurður segir hann áhuga sinn á neytendamálum hafa kvikn- að snemma. „Ég held ég hafi alltaf verið frekar neytendasinnaður enda hefur mér alltaf fundist gaman að fara í búðir, ekki síst erlendis þar sem ég skoða hvað er í boði og smakka eitthvað nýtt. Því meira sem maður sér erlendis kemst mað- ur alltaf betur að því að Ísland kem- ur ekkert æðislega vel út í saman- burðinum, hvorki í sambandi við verð né vöruúrval. Ef til vill eru al- veg eðlilegar skýringar á því að grænmeti og ávextir eru ekki alltaf mjög ferskir í búðunum hérna, en miðað við að við erum fiskveiði- þjóð þá skýtur skökku við hvað úr- valið í fiskborðunum er oft lítið. Í pínulitlum matvöruverslunum á Spáni er úrvalið oftast betra en í stærstu búðunum hér. Svo er alltaf verið að útskýra hátt matarverð hér á þá leið að hér sé fólk með svo hátt kaup að það sé eðlilegt. En ég held að það sé búið að gera alveg nógu mikið af könnunum sem leiða í ljós að Ísland sé dýrasta land í heimi, Reykjavík sé dýrasta borg í heimi, við skuldum langmest af öllum og svo framvegis, sem sýna að ýmislegt þurfi að breytast.“ Hefur heimsóknum á síðuna þína fjölgað mikið eftir að þú fékkst neyt- endaverðlaunin? „Já, mjög mikið. Á meðan athygli fjölmiðla er á þessu er síðan auðvit- að mjög vel sótt og svona síður eru að sama skapi fljótar að missa niður heimsóknartíðnina þegar kastljósið beinist eitthvað annað. Svo þegar Ísland verður fyrirmyndarríki verð- ur þessi síða náttúrlega orðin óþörf.“ Heldurðu að það verði einhvern tímann? „Já, eigum við ekki að segja það bara? Það er auðvitað endanlegt markmið.“ Poppspekingur Undanfarna tvo laugardaga hef- ur Ríkissjónvarpið sýnt þáttinn Alla leið þar sem Dr. Gunni, hefur verið einn af þremur álitsgjöfum um lög- in 43 sem keppa í Eurovision- keppninni í ár. Páll Óskar Hjálm- týsson er stjórnandi þáttanna og verður sá síðasti sýndur í kvöld. Spurður hvort hann gangist fúslega við því að vera Eurovision-speking- ur segir Dr. Gunni það nokkuð frjálslegan titil. „Ég hef skrifað um þessa keppni í fjölmiðlum undan- farin tvö, þrjú ár og í fyrra og núna í ár tók ég þátt sem lagahöfundur. Áður fyrr hafði ég eiginlega ekki aðra skoðun á þessari keppni en þá að hún væri ömurleg og flest lögin leiðinleg. Af þessum 43 lögum sem taka þátt í ár held ég að ég hefði hlustað á svona þrjú ótilneyddur, afganginn ekki. En það er vissulega skárra starf en mörg önnur að hlusta á leiðinleg lög. Svo er ég mik- ill poppáhugamaður og þetta er klárlega popp þótt í misjöfnum gæðum sé.“ Út frá hverju meturðu lögin og möguleika þeirra? „Ég dæmi þau bara eftir mínum eigin smekk í stað þess að taka með í reikninginn hvað hvert land á marga vini og þar fram eftir göt- unum,“ segir hann. Í þættinum í kvöld segja álitsgjafarnir hvaða lönd þeir telja að muni vinna keppnina í ár og vill Dr. Gunni því ekki gefa upp sitt mat fyrirfram. Fyrsta lagið sem fjallað var um var að sjálfsögðu íslenska lagið og voru allir sammála um að það myndi komast upp úr forkeppninni. „Maður hefði auðvitað aldrei farið að segja neitt annað, enda hefði svartsýni alveg eyðilagt stemn- inguna í þáttunum. En ég hef satt að segja ekki hugmynd um hvernig þetta fer og mér virðist sem Íslend- ingar séu almennt komnir frekar mikið niður á jörðina. Við erum búin að vera föst í þessari undan- keppni frá árinu 2004 þannig að ef lagið kemst áfram núna býst ég við að það muni koma mörgum á óvart,“ segir hann. Að þessu sinni verður hann sjálfur á staðnum þar sem hann verður fréttaritari Frétta- blaðsins í Serbíu. „Ég hef aldrei far- ið áður og er því mjög spenntur. Mér skilst að þetta sé alveg gríð- arlega skrautlegt og minni um Ættum að beina viðskiptunum til hinna sanngjörnu Tónlistarmaðurinn Gunn- ar Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, tók við Íslensku neyt- endaverðlaununum fyrr í vikunni en þau hlaut hann fyrir hina afar vin- sælu Okursíðu sem hann hefur haldið úti und- anfarna átta mánuði. a Þrátt fyrir allt eru þetta af- skaplega skemmtileg dæmi og ég held það hafi vantað svo- lítið af slíku hjá þessum helstu neytendafröm- uðum. Dr. Gunni „Hef alltaf verið neytendasinnaður.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.