24 stundir - 17.05.2008, Blaðsíða 30
ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007ATVINNA30 stundir
Flúðaskóli í Hrunamannahreppi er dreifbýlis-
skóli með tæplega 200 nemendur í 1. – 10.
bekk. Skólinn er á Flúðum, sem er í um 100
km. fjarlægð frá Reykjavík. Öll þjónusta er á
staðnum og nóg pláss í leikskólanum.
Við erum að leita að kennurum
og þroskaþjálfa til starfa.
Í boði er m.a:
• Umsjónarkennsla á yngsta og miðstigi
• náttúrufræðikennsla
• íþróttakennsla og sundkennsla
• smíðakennsla – nýsköpun
• sérkennsla.
Skóli fyrir þig?
• Útikennsla
• Lesið í skóginn
• Frábært umhverfi
• Jákvæður starfsandi
• Skapandi skólastarf
• Einstaklingurinn í fyrirrúmi
• Uppeldi til ábyrgðar
Ef þú hefur áhuga á að kynna þér málið nánar
hafðu þá samband við Guðrúnu skólastjóra
s: 480 6611 gudrunp@fludaskoli.is eða
Jóhönnu Lilju aðstoðarskólastjóra s: 480 6612.
Sunnulækjarskóli
Kennara vantar til starfa við Sunnulækjarskóla á
Selfossi næsta haust. Skólinn var stofnaður haustið
2004 og mun vaxa um einn árgang á ári næstu ár.
Skólaárið 2008-2009 verða um 400 nemendur í
skólanum í 1.–8. bekk.
Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega og fjöl-
breytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám,
teymisvinnu kennara, ábyrgð nemenda og góða
samvinnu allra sem að skólastarfinu koma.
Umsjónarkennara vantar á yngsta, mið- og
elsta stig. Einnig vantar sérkennara og
kennara til að kenna tónmennt, heimilisfræði,
íþróttir, sund, dans og smíðar. Þá vantar
dönsku- og enskukennara. Ýmist getur verið
um heilar stöður eða hlutastörf að ræða.
Umsækjandi þarf að hafa kennarapróf, góða skipu-
lagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum sam-
skiptum. Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróun-
arstarfi eru mikilvægir eiginleikar.
Nánari upplýsingar má fá hjá skólastjóra í
síma 480 5400 eða birgir@sunnulaek.is og á
heimasíðu skólans www.sunnulaekjarskoli.is
Umsóknarfrestur er til 28. apríl næstkomandi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar
sveitarfélaga og KÍ.
Umsókn með upplýsingum um menntun, starfs-
reynslu og umsagnaraðilum berist Birgi Edwald,
skólastjóra, birgir@sunnulaek.is. Einnig er hægt að
senda umsóknir á heimilisfang skólans.
Sveitarfélagið Árborg
auglýsir eftir kennurum
til starfa veturinn
2008-2009
Hagstæð leiga og fyrsta flokks aðstaða
Á laust herbergi sem hentar öllum er þurfa á
vönduðu skrifstofuplássi af hóflegri stærð.
Herbergið er 22m2 með sameign eða um 11m2
herbergið sjálft.
Verð kr. 37.000 með vsk.
Innifalið: hiti, rafmagn, netaðgangur, þrif á sameign,
aðgengi að fundarherbergi með skjávarpa,
kaffiaðstaða og setustofa. Húsgögn geta fylgt.
Upplýsingar gefur Gunnar í síma 664-6550
FYRIR EINYRKJA
OG LÍTIL FYRIRTÆKI
DRAUMASTARFIÐ
Nafn: Gunnar Þór Nilsen.
Starf: Ljósmyndari og bókaútgefandi.
Ertu í draumastarfinu? Ekki spurning. Ég gæti ekki
hugsað mér að starfa við annað.
Hvað vildir þú verða þegar þú varst lítill? Ætli ég hafi
ekki viljað vera eins og pabbi. Hann er kokkur.
Hvað felur starfið í sér? Ferðalög, að kynnast nýju fólki,
hugmyndavinnu, að vera forsjáll. Það vita allir að ljósmynd-
arar eru í skemmtilegasta starfi í heimi. Maður ferðast um
og ýtir á einn takka af og til.
Hvaða áhugamál stundar þú utan vinnutíma? Ég ákvað
að fá mér áhugamál en ég hef eiginlega alltaf bara lifað fyrir
ljósmyndun. Ég er farinn að fljúga, rembist við einkaflug-
manninn og svo fer ég af og til í veiði. Samt held ég að bjór-
drykkja sé nú svolítið í uppáhaldi.
Gerir starfsfólkið eitthvað saman utan vinnu? Við
drekkum góða bjóra.
Sérðu fyrir þér að þú munir sækja um annað starf í
framtíðinni? Ef ég blindast þá er það möguleiki, annars
ekki.
Hverju myndir þú breyta ef þú fengir að stjórna fyrir-
tækinu í einn dag? Litlu þar sem ég á það sjálfur.
Hverjir eru helstu kostir fyrirtækisins? Sveigjanleiki og
ferskleiki.
Flýgur um loftin blá í frítímanum