24 stundir - 17.05.2008, Side 6

24 stundir - 17.05.2008, Side 6
6 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 24stundir Lögreglan í Reykjavík fékk í fyrri- nótt tilkynningu um grun- samlegar mannaferðir á bílastæði í Breiðholti en þar sást maður sem grunur lék á að væri inn- brotsþjófur. Hann var að skoða bíla hátt og lágt og áleit tilkynn- andi að maðurinn hefði eitthvað illt í huga. Lögreglan var fljót á vettvang og spurði manninn hvaða erindi hann ætti. Maðurinn reyndist þá hafa orðið fyrir því óláni að missa nokkra ketti úr vörslu sinni og var nú að reyna að end- urheimta þá. Hann var með fulla vasa af kattarmat en hafði skriðið árangurslaust meðfram nokkrum bílum til að lokka til sín kettina. Lögreglan segir að viðleitni mannsins hafi litlu skilað enda séu kettir þekktir fyrir flest annað en að láta vel að stjórn. mbl.is Meintur þjófur reyndist kattaeigandi Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is 07.00 Vaknaði með fjöl-skyldunni og við maðurinn minn vöktum tveggja ára drenginn okkar með kossi. Þetta er fegursti tími dagsins í okk- ar fjölskyldu. Eftir það dreif ég mig í sturtu, borðaði morgunmat og las blöðin. 08.00 Byrjaði að vinna ítölvunni. Ég þurfti að svara alls konar tölvupósti, vera í samskiptum út af stofnun Félags Litháa, finna æfingahúsnæði fyrir tónlistarmennina okkar og að sjálf- sögðu stoppaði síminn ekki á með- an. Eitt ánægjulegasta símtalið var frá litháíska sendiherranum í Dan- mörku en ég er að aðstoða hana við að skipuleggja ferð til Íslands. 13.00 Hitti Einar, fram-kvæmdastjóra Al- þjóðahúss. Hann er að hjálpa til við stofnun félagsins og við fengum bæði frábærar hugmyndir að sam- starfi í framtíðinni. 15.00 Við maðurinn minnnáðum í barnið til dagmömmu og fórum beint í rækt- ina. Það hálpar til upp á einbeit- inguna og eflir viljastyrkinn. Eftir æfingu slökuðum við á í SPA. 18.00 Kvöldmatur meðfjöskyldunni. Í dag, eins og aðra daga, lék ég af fingrum fram í eldhúsinu og bakaði græn- meti með myntu með grilluðum kjúklingi og var mjög ánægð með útkomuna! 20.00 Við lékum okkur viðbarnið en enn var verk að vinna við að undirbúa stofnfundinn auk þess sem ég að- stoða manninn minn við pappírs- vinnu fyrirtækis hans. 22.30 Barnið var löngusofnað svo ég hafði tíma til að glugga í bók, er að lesa sögu Tíbets í mjög góðri bók eftir litháískan höfund. Sofnaði svo vit- andi það að dagurinn á morgun verður jafn góður og dagurinn í dag og ef sólin skín veit ég að ég á eftir að hafa enn meiri orku til að takast á við verkefni dagsins. Besti tíminn á morgnana 24stundir með Ingu Minelgaite í félagi Litháa á Íslandi ➤ Inga Minelgaite er fædd oguppalin í Litháen, í næst- stærstu borg landsins, Kau- nas. ➤ Hún er með MBA-gráðu meðáherslu á mannauðsstjórnun. ➤ Inga flutti til Íslands fyrirtveimur árum. INGA MINELGAITE Félag Litháa á Íslandi verður stofnað í Alþjóða- húsinu í Reykjavík í kvöld. Markmið félagsins eru meðal annars að kynna litháíska menn- ingu, bæta ímynd Litháa á Íslandi og vera í forsvari fyrir þá hérlendis. Inga Minelgaite viðskipta- fræðingur er í forsvari fyrir félagið. Bætir ímyndina Inga Minel- gaite er í forsvari hóps sem stofnar félag Litháa á Íslandi Í ályktun sem BHM sendi frá sér í gær að loknum aðalfundi er lýst yfir áhyggjum vegna þeirrar patt- stöðu sem samningaviðræður við ríkið eru komnar í. „Það er óá- sættanlegt að samninganefndir aðildarfélaga bandalagsins mæti á fund eftir fund með samn- inganefnd rík- isins án þess að nokkrar eiginlegar við- ræður eigi sér stað,“ segir í ályktuninni. Þar segir jafnframt að kyrrstaðan sé alfarið á ábyrgð fjármálaráðherra. Aðild- arfélögum BHM sé enn boðið upp á samning með forsendu- ákvæði sem þegar sé brostið. Því sé það skýlaus krafa aðalfundar að fjármálaráðherra veiti samn- inganefnd sinni umboð til að ræða um samningsmarkmið sem sátt gæti náðst um. ibs Kyrrstaða á ábyrgð ráðherra Alþjóðahúsi voru afhent Mann- réttindaverðlaun Reykjavíkurborg- ar fyrir árið 2008 í gær. Í rökstuðn- ingi segir að Alþjóðahús hafi gegnt lykilhlutverki í mannréttindamál- um í borginni og unnið ötult frumkvöðlastarf í þjónustu og fræðslu í þágu innflytjenda. Verðlaunin voru afhent í fyrsta sinn í gær, en þau verða framvegis afhent 16. maí ár hvert, þegar Reykjavíkurborg mun halda sér- stakan mannréttindadag. Í fréttatilkynningu frá borginni segir að Alþjóðahús byggist á hug- myndafræðinni um fjölmenning- arleg samfélög þar sem allir íbúar samfélagsins geti notið þeirra kosta sem slík samfélög bera með sér. Meginhlutverk Alþjóðahúss snýr að aðlögun innflytjenda að ís- lensku samfélagi, meðal annars með upplýsingagjöf, ráðgjöf, lög- fræðiþjónustu, túlkaþjónustu og félagsstarfi. aí Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar Alþjóðahús fær verðlaun Guðlaug Sturlaugsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Grunn- skóla Seltjarnarness frá og með næsta skólaári. Bæjarstjórn Sel- tjarnarness staðfesti ráðninguna á fundi sínum í fyrradag. Guðlaug er fráfarandi skólastjóri Ingunnarskóla í Grafarholti og hefur hún stjórnað honum frá upphafi. Þar áður var hún meðal annars skólastjóri á Hellissandi. Auk þess hefur Guðlaug kennt í fjölmörgum skólum, bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni. Alls sóttu 8 um starf skólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness. mbl.is Nýr skólastjóri á Seltjarnarnesi Lágmúli - Smáratorg - Laugavegur - Smáralind - Spöngin - Garðatorg - Setberg - Keflavík - Grindavík - Selfoss - Laugarás - Borgarnes - Stykkishólmur - Grundarfjörður - Búðardalur Ísafjörður - Bolungarvík - Patreksfjörður - Sauðárkrókur - Blönduós - Hvammstangi - Skagaströnd - Húsavík - Kópasker - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstaðir - Seyðisfjörður - Fáskrúðsfjörður - Höfn Neskaupstaður - Reyðarfjörður - Eskifjörður www.lyfja.is - Lifið heil ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 4 23 25 0 5. 20 08 HÆTTU Í ALVÖRU Skynsamleg leið til að hætta því þú hættir á eigin hraða. NicoBloc hindrar allt að 99% af nikótíni og tjöru í filternum. Þú venur þig af nikótíni áður en þú drepur í. TILBOÐ MÁNAÐARINS 25% afsláttur Verð 2.990 kr. í Lyfju. Verð áður 3.990 kr. Viðskiptavinir í Stofni fá fjölbreytt úrval af hjólahjálmum á 30% afslætti í Markinu, Ármúla 40, 108 Reykjavík. ENN EINN KOSTUR ÞESS AÐ VERA Í STOFNI 30% AFSLÁTTUR AF HJÁLMUM Allir undir 15 ára aldri eru skyldugir til að vera með hjálm á hjóli, hlaupahjóli, hjólabretti eða línuskautum og skiptir öllu máli a› velja réttan hjálm.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.