24 stundir - 17.05.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 17.05.2008, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 24stundir Þegar stjórnmálamenn á valda- stólum fá í hausinn vondar skoð- anakannanir – og þá meina ég mjög vondar skoðanakannanir; kannanir sem sýna að þeir eru gjörsamlega rúnir trausti og mikill meirihluti kjósenda vildi helst af öllu losna við þá strax – þá segja þeir alltaf það sama: „Ég mun ekki hlaupast undan ábyrgð. Ég mun ekki láta tíma- bundinn mótbyr valda því að ég kasti frá mér skyldum mínum við kjósendur. Ég mun halda áfram að stjórna landinu. Ég mun láta verk- in tala. Verum nú ekki að velta okkur upp úr þessum skoðana- könnunum; nei, leyfið mér nú að láta verkin tala. Ég mun aldrei bregðast því trausti kjósenda sem mér var falið í síðustu kosningum.“ Svona talar Gordon Brown þessa dagana. Svona talar líka Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri í Reykjavík. Í sumum tilfellum getur svona talsmáti verið allrar virðingar verð- ur. Vissulega er það langoftast svo að eftir kosningar setjast þeir við stjórnvölinn sem liggur í augum uppi að meirihluti kjósenda styður. Og það er líka svo að stundum geta tímabundnir erfiðleikar valdið stjórnvöldum svo miklum mótbyr að stuðningurinn minnkar veru- lega, jafnvel án þess að stjórnvöldin hafi mikið til þess unnið. Og við vissar aðstæður getur það vissulega verið ábyrgðarleysi af stjórnvöld- um að hlaupast frá völdum þegar slíkir tímabundnir erfiðleikar steðja að og skoðanakannanir eru mótdrægar. Þetta reynir Gordon Brown að hugga sig við þessa dagana. Og þetta telur Ólafur F. Magn- ússon líka eiga við um sig. En því fer þó fjarri. Sá meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Ólafs F. Magnússonar sem nú situr í Ráð- húsinu í Reykjavík hefur aldrei haft stuðning meirihluta borgarbúa. Það er því ekki hægt að segja að um tímabundinn mótbyr sé að ræða – nú þegar skoðanakannanir hafa sýnt að stuðningur við þennan meirihluta er bókstaflega að gufa upp. Þessi meirihluti hafði aldrei stuðning. Meirihluta troðið upp á Reykvíkinga Honum var troðið upp á Reyk- víkinga með blekkingum, undir- ferli og grímulausu valdapoti. „Valdarán“ mundu sjálfstæðis- menn hafa kallað atburðina ef þeir hefðu verið í hlutverki þeirra sem ýtt var frá völdum. Aðalpersónur voru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, desperat að reyna að bjarga pólitísku lífi sínu eftir endalaust klúður, minnisglöp og hringlandahátt í REI-málinu síð- astliðið haust; Kjartan Magnússon sem sá þarna færi á að styrkja stöðu sína í borgarstjórnarflokki sjálf- stæðismanna þar sem Hanna Birna og Gísli Marteinn voru löngu kom- in fram úr honum í goggunarröð- inni – og svo Ólafur F. Magnússon. Um þann dapurlega borgar- stjóra bera fæst orð minnsta ábyrgð. Nema hvað ég held það sé ljóst að borgarstjóri sem sendir frá sér yfirlýsingu þar sem segir beinlínis „EKKI SKAL draga heilindi borg- arstjóra í efa“, hann er ekki alveg á réttu róli. Og er þá vægt til orða tekið. Sjálfstæðisflokkurinn ber þunga ábyrgð En auk þessara þremenninga bera aðrir í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins líka þunga ábyrgð á þessu klúðri – að í Reykja- vík starfi nú borgarstjórn sem næstum enginn vill sjá, og í borg- arstjórastólnum dingli borgarstjóri sem nýtur samkvæmt skoðana- könnunum trausts 1-2% borgar- búa. Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að súpa seyðið af hráskinna- leik sínum í langan, langan tíma verður flokkurinn að skilja að eina leið hans til að bjarga hluta af and- litinu er að hætta þessu. Nú þegar. Því miður er víst ekki samkvæmt lögum kostur á að krefjast nýrra kosninga til borgarstjórnar, en það væri að sjálfsögðu eðlilegur kostur í svona stöðu – þegar borgarstjórn- armeirihlutinn er gjörsamlega rú- inn trausti. Því veit ég ekki almennilega hvaða kostir eru í stöðunni. Eðlilegasti kosturinn væri að sjálfsögðu að þessi meirihluti segði af sér nú þegar svo hægt væri að byrja upp á nýtt. Hvernig hægt væri að leysa þá stöðu sem þá kæmi upp er ekki gott að segja, en eiginlega allt er skárra en sá grátbroslegi harmleik- ur sem borgarstjórnarmeirihlutinn núverandi stefnir í að verða. Láta verkin tala, láta verkin tala, láta verkin tala Og ef Ólafur F. Magnússon og Vilhjálmur og Kjartan ætla að reyna að skrönglast þetta áfram, þvert gegn vilja mikils meirihluta borgarbúa, má ég þá að minnsta kosti biðja þá að leggja á hilluna frasann „láta verkin tala“? Sá góði frasi verður aldrei samur eftir að Ólafur F. hefur hamrað á honum linnulaust frá því að hann lét glepjast af undirferli sjálstæð- ismanna til að taka að sér starf sem hann hefði átt að láta öðrum eftir. Það eina verk sem hann ætti að láta tala væri að skrifa afsagnar- bréfið sitt. Fjórði h ver Íslendi ngur neikvæ ður gagnva rt innflyt jendum Skrifaðu afsagnarbréfið, Ólafur aIllugi Jökulsson skrifar um borgarstjórn Ef Sjálfstæð- isflokkurinn ætlar ekki að súpa seyðið af hráskinna- leik sínum í langan, lang- an tíma verður flokkurinn að skilja að eina leið hans til að bjarga hluta af and- litinu er að hætta þessu. Nú þegar. Klúður Allt er skárra en sá grátbroslegi harm- leikur sem borgarstjórn- armeirihlutinn núverandi stefnir í að verða. Síðustu sætin Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Costa del Sol í tveggja vikna ferð 5. eða 19. júní. Njóttu lífsins á þessum vinsæla stað í sumar. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarfrí á frábærum kjörum á vinsælasta sumar- leyfisstað Íslendinga. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Stökktu til Costa del Sol 5. eða 19. júní M bl 1 00 58 04 frá kr. 54.990 - í 2 vikur Verð kr. 54.990 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 14 nætur. Verð kr. 64.990 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 saman í herbergi / stúdíó / íbúð í 14 nætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.