24 stundir - 17.05.2008, Blaðsíða 47

24 stundir - 17.05.2008, Blaðsíða 47
margt á Hinsegin daga þar sem mikill fjöldi homma kemur jafnan saman þar sem Eurovision-keppnin er haldin hverju sinni. Ekki svo að skilja að ég sé neitt hræddur við homma, þetta verður örugglega bara gaman.“ Verður þetta mikil vinna? „Já, þetta verður örugglega hörkupúl. Ég mun þurfa að eltast við Friðrik Ómar og Regínu Ósk í heila viku þannig að það er eins gott að maður er búinn að vera dugleg- ur í ræktinni,“ segir Dr. Gunni en viðtalið var einmitt tekið í World Class í Laugum þar sem hann var nýkominn úr spinningtíma. Flipp með Dr. Spock Á síðasta ári keppti hann í for- keppni Eurovision með laginu Ég og heilinn minn í flutningi Ragn- heiðar Eiríksdóttur og þó svo að það hafi ekki borið sigur úr býtum náði það nokkrum vinsældum. „Enda var þetta gott lag,“ segir hann. „Ég ætlaði ekki að senda ann- að lag í forkeppnina í ár en var beð- inn um það þannig að ég lét til leið- ast. Fyrst prófaði ég að senda dæmigerð popplög en þau skáru sig engan veginn úr. Þannig að eftir að lagið Hey hey hey we say ho ho ho komst áfram sá ég að ég yrði að koma með eitthvert flipp og hafði samband við Dr. Spock og fékk þá til þess að semja með mér lagið Hvar ertu nú? og flytja það. Það fékk mikla athygli og í kjölfarið hafa þeir strákarnir í Dr. Spock fínan meðbyr fyrir nýju plötuna sína sem er væntanleg.“ Heldurðu að þú eigir aftur eftir að taka þátt í forkeppninni? „Ég efast um að ég eigi eftir að gera það af sjálfsdáðum en ef ég verð beðinn um það aftur er alveg mögulegt að ég muni íhuga það.“ Ný plata á leiðinni Þessa dagana vinnur Dr. Gunni að nýrri rokkplötu sem áætlað er að komi út í sumar. „Hún ber vinnu- heitið Dr. Gunni með öllum mjalla og er beint framhald af plötunni Stóri hvellur sem kom út árið 2002. Á næsta ári stefni ég að því að gefa út sérstaka líkamsræktarplötu með tónlist sem hægt er að svitna við í 40 mínútur,“ segir hann og bætir því við aðspurður að lögin muni hugsanlega verða góð fyrir spinn- ingtímana. Hvað með barnaplötur? Ætlarðu að gera fleiri slíkar? „Í bili er ég ekki í stuði fyrir fleiri slíkar. Þangað til nýlega var ég í heilt ár í Hafnarfjarðarleikhúsinu að sýna söngleikinn Abbabbabb! og það var mjög gaman og gekk mjög vel. En núna langar mig að einbeita mér að því að búa til tónlist fyrir fullorðna. Það er þó aldrei að vita með framtíðina, ég er ungur maður og á nóg eftir.“ Eins og margir vita hefur Dr. Gunni komið víða við í tónlistinni og spilað í hinum ýmsu hljómsveit- um. Af þeim varð popphljómsveit- in Unun einna þekktust. „Ég byrj- aði í pönkinu árið 1980 og fór svo yfir í utangarðsrokkið áður en Un- un var stofnuð árið 1993,“ segir hann. Þegar þú varst í pönkinu og ut- angarðsrokkinu hefur þig varla órað fyrir því að þú ættir seinna eftir að vera titlaður Eurovision-spekingur í sjónvarpinu? „Nei, að sjálfsögðu ekki. Til að byrja með var þetta líka bara ein- hver hallærislegur svarthvítur sjón- varpsþáttur sem var sýndur í Rík- issjónvarpinu einni viku eftir að keppnin fór fram. Hið sama gilti um fótboltaleikina, þeir voru líka sýndir viku eftir á. Það var bara ein sjónvarpsstöð og ekkert sjónvarp á fimmtudögum þannig að maður horfði á þetta allt saman og jafnvel Húsið á sléttunni líka.“ 24stundir/Frikki Á leið til Serbíu „Hlakka til að eltast við Friðrik og Regínu í viku.“ 24stundir LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 47 Góðgæti á grillið...... grillbrauðið frá Wewalka er komið í verslanir _________________________________ Fæst í helstu matvöruverslunum Umboðsaðili www.godgaeti.is Auglýsingasíminn er 510 3744
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.