24 stundir - 17.05.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 17.05.2008, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 24stundir Málflutningur í Baugsmálinu fyrir Hæstarétti fór fram í liðinni viku. 24 stundir hafa undir hönd- um ýmis gögn málsins svo sem yf- irheyrslur hjá ríkislögreglustjóra, tölvupóstssamskipti sakborninga og útskriftir á málum fyrir erlend- um dómstólum. Í þessari síðustu grein um Baugsmálið eru reifuð aðalatriði þriðja, fjórða og fimmta kafla ákærunnar í þessu stærsta dómsmáli Íslandssögunnar. Þriðji kafli ákæru Þriðji kafli ákærunnar í Baugs- málinu snýr að Jóni Ásgeiri Jó- hannessyni og Tryggva Jónssyni. Þar eru þeim gefin að sök meiri- háttar bókhaldsbrot, rangfærsla skjala og brot gegn lögum um hlutafélög. Þá er Jón Gerald Sullenberger ákærður í einum liðnum fyrir að hafa aðstoðað þá Tryggva og Jón Ásgeir við að falsa reikning. Ákæruliðirnir í þessum kafla eru sjö talsins og eru númer tíu til sex- tán í ákærunni. Í ákærunni er Jóni Ásgeiri meðal annars gefið að sök að hafa „vísvitandi og í blekking- arskyni“ skýrt rangt frá högum Baugs hf. og skapað rangar hug- myndir um hag félagsins. Þetta er í ákærunni talið hafa gefið ranga mynd af hagnaði félagsins og stöðu eiginfjár þess. Meiriháttar bókahaldsbrot Meðal þeirra bókhaldsbrota sem Jóni Ásgeiri er gefið að sök að hafa framið er að hafa selt Fjárfari, félagi sem hann átti hlut í, stjórnaði og réði yfir, hlutafé Baugs í Baugi.net fyrir 2,5 milljónir að nafnverði. Fyrir það greiddi Baugur 50 millj- ónir króna. Fjárfar greiddi hins vegar ekki fyrir hlutaféð heldur var upphæðin færð á viðskiptamanna- reikning Fjárfars. Í kjölfarið fylgdu ýmsar færslur í bókhaldi Baugs vegna þessa sem lauk með eign- arfærslu 28. febrúar 2002. Þá eru þeir Jón Ásgeir og Tryggvi sagðir hafa látið búa til ýmis gögn sem áttu sér ekki stoð í viðskiptum með því að mynda tilhæfulausa 25 milljóna króna skuld á viðskipta- mannareikningi Kaupþings sem síðan var tækjufærð í bókhaldi Baugs. Tryggva er einnig gefið að sök að hafa, með vitneskju og vilja Jóns Ásgeirs, fært rúmlega 13 milljónir til eignar á viðskiptamannareikn- ingi Kaupþings í bókhaldi Baugs sem síðar var bakfært. Í ákærulið þrettán er þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva gefið að sök að hafa fært til tekna hjá Baugi 40 milljónir. Færsl- urnar byggðu á tveimur reikning- um sem 10-11, sem þá var deild í Baugi, gaf út á hendur Gaumi. Reikningarnir voru ógreiddir þegar húsleit fór fram í höfuðstöðvum Baugs 28. ágúst 2002. Þeir Jón Ásgeir og Tryggvi eru einnig sakaðir um að hafa rangfært bókhald Baugs með þremur til- hæfulausum færslum sem hafi bú- ið til hagnað upp á tæplega 165 milljónir á árinu 2000 og búið til skuld í bókhaldinu á árinu 2001 upp á um 212 milljónir. Þessar færslur voru leiðréttar á árinu 2003. Jón Gerald og SMS Ákæruliður fimmtán snýst um að Tryggva og Jóni Ásgeiri er gefið að sök að hafa fært til eignar í bók- haldi Baugs og til tekna hjá Baugi tæplega 62 milljóna króna reikning sem lækkuð vörukaup á grundvelli tilhæfulauss og rangs reiknings sem fyrirtæki Jóns Geralds Sullen- berger, Nordica, gaf út. Jón Gerald er einnig ákærður í þessum lið fyrir að hafa aðstoðað þá við þessa gjörð. Í ákærulið sextán eru Tryggvi og Jón Ásgeir sakaðir um að hafa fært til eignar í bókhaldi Baugs og til tekna hjá Baugi um 46,7 milljónir á grundvelli yfirlýs- ingar frá P/F SMS í Færeyjum sem hafi verið útbúin að frumkvæði þeirra og þeir vitað að átti sér ekki stoð í viðskiptum aðilanna. Fjórði kafli ákærunnar Tryggvi er sagður hafa látið færa, með vitneskju og vilja Jóns Ásgeirs, sölu á hlutabréfum Baugs í sjálfum sér til Kaupþings. Bréfin voru í raun afhent Kaupthingi Luxem- bourg til varðveislu á vörslureikn- ingi sem Baugur átti þar. Þeir eru síðan taldir hafa ráðstafað bréfun- um og andvirði þeirra til greiðslu ýmissa fjárskuldbindinga sem tengdust Baugi, þar á meðal til nokkurra af æðstu stjórnendum fé- lagsins, án þess að slíks væri getið í bókhaldi Baugs. Fimmti kafli ákærunnar Síðasti kafli ákærunnar fjallar meðal annars um þann fjárdrátt sem Tryggvi og Jón Ásgeir áttu að hafa stundað vegna snekkjunnar Thee Viking, en þeim er gefið að sök að hafa dregið rúmlega 32 milljónir frá Baugi til Gaums til að fjármagna eignarhlut Gaums í Thee Viking. Þá er Tryggvi einnig sakaður um fjárdrátt með því að hafa dregið að sér 1,3 milljónir. Þetta á hann að hafa gert með því að láta Baug greiða Nordica, fyr- irtæki Jóns Geralds, þrettán reikn- inga sem gefnir voru út vegna per- sónulegra útgjalda Tryggva. Úttektirnar voru meðal annars vegna verslunar í tónlistarverslun, tískuvöruverslun, golfverslunum, skemmtigarði, veitingastöðum og vegna kaupa á sláttuvél. Reikning- arnir voru færðir inn sem ferða- kostnaður eða tæknileg aðstoð. Dómar í Héraðsdómi Í héraðsdómi var Tryggvi dæmdur í alls tólf mánaða skil- orðsbundið fangelsi. Þar var hann fundinn sekur um brot sem vörð- uðu reikninga frá Nordica og SMS í Færeyjum og bókhaldsbrot við sölu hlutabréfa auk þess sem hann var fundinn sekur um fjárdrátt. Jón Ásgeir var fundinn sekur um að hafa látið gefa út tilhæfulausan reikning frá Nordica og hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Jón Gerald var síðan dæmdur til sömu refsingar og Jón Ásgeir fyrir að hafa aðstoðað við gerð hins til- hæfulausa reiknings. Fjárdráttur, röng skjöl og bókhaldsbrot Vörnin Lögmenn sakborn- inga í Baugsmálinu við málsmeðferð í Héraðsdómi. FRÉTTASKÝRING a Síðasti kafli ákær- unnar fjallar meðal annars um fjárdrátt sem Tryggvi og Jón Ásgeir áttu að hafa stundað vegna snekkjunnar Thee Viking. Hæstiréttur Málflutn- ingur fór fram í vikunni. Þórður Snær Júlíusson thordur@24stundir.is  Síðustu kaflar ákæru í Baugsmálinu snúa meðal annars að meintum bókhaldsbrotum, rangfærslu skjala og fjárdrætti  Eignarhald á Thee Viking meðal þess sem fjallað er um Tölvupóstar úr gögnum sem skv. gögnum ríkislög- reglustjóra fundust í tölvu Tryggva Jónssonar. Verj- endur hafa haldið því fram að póstarnir séu falsaðir. ● 23. 01.2001 Heiti: RE: Innborgun í A holding SA Frá: Lindu Jóhannesdóttur (fjármálastjóra Baugs) Til: Tryggva Jónssonar Sæll TJ, ég skil ekki þessi skilaboð. JÁJ talar um að greiða þurfi um 150 milljónir á föstu- dag og hann muni reyna að redda þeim fjármunum. 3,1 millj. punda er ca. 380 millj- ónir. Eru þetta ekki sömu bréf- in og við keyptum og ætluðum að framselja til Lúx? Það sem við keyptum er einmitt 3,1 millj. punda og skuld ca. 310 milljónir á gjalddaga 1/2/01. Ég verð að hryggja þig með því að sjóður okkar er sprung- inn og þá meina ég að ég get ekkert gert, eins valdalaus og ég er. Staðan er svona: skaamm- tímalán til 2/2= 1,050 milljónir. Áætluð staða í lok mánaðar á heftinu = -470 milljónir (heim- ild er 380) Skuld v/Arcadia á gjalddaga 1/2 = -310 milljónir Áætluð staða þann 2/2, þegar skammtímalán eru greidd, mun sjóður okkar vera -700 millj- ónir og enda í -1200 milljónum í lok febrúar! ! ! Nú er það svart, litla stúlkan með eldspýturnar. ● 24.01.2001 Heiti: With a little help from friends. Frá: Jóni Ásgeiri Jóhannessyni Til: Tryggva Jónssonar og Kristínar Jóhannesdóttur Sæll. Ljóst að við verðum að fá hjálp frá Gaumi til að koma uppgjöri í rétt horf. 45 milljóna reikningur verð- ur sendir á á Gaum 10 milljónir ferða kostnaður 25 milljónir tölvuþjónusta 10 milljónir annar óskil- greindur kostnaður Gaumur færir þetta á eigna- lykil 25 mills rest gjaldfært. Gaumur greiðir þetta þegar Baugur kaupir bréf af Gaumi í Arcadia einnig gerir þá Gaumur upp viðskiptareikning skulda- bréf hjá bónus og önnur smá mál. Baugur Þarf að klára Viðurkenningu á yfirtöku á 50 mills í Gildingu ásamt yf- irtöku á þjónustulóð, þá þarf Baugur að taka 41 milljón skuldabréf af Eignarhaldsfélag- inu ISP vegna kaupa á hlut F í aukningu þetta á að vera leikur TÖLVUPÓSTAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.