24 stundir - 19.06.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2008 24stundir
Neytendur fylgjast betur en áður með verði í mat-
vöruverslunum og birgja sig upp þegar sérstök tilboð
eru á ákveðnum vörutegundum. „Þar að auki hefur sal-
an almennt aukist í Bónus. Fólk horfir í peninginn,“ seg-
ir Guðmundur Marteinsson, verslunarstjóri Bónuss.
Hann getur þess að sala á ódýrari vörum hjá Bónus hafi
aukist sérstaklega mikið þegar útlendingum fór að fjölga
á Íslandi.
Þórður Bachmann, innkaupastjóri Kaupáss sem rek-
ur Krónu- og Nóatúnsverslanirnar, og Kjartan Már
Kjartansson, staðgengill framkvæmdastjóra Samkaupa
sem reka Nettó- og Kaskóverslanirnar ásamt Samkaupa-
verslunum, taka undir þau ummæli Guðmundar að
neytendur séu vökulli nú en áður.
Á vefsíðu danska blaðsins Politiken er greint frá því að
sala á ódýru dósakjöti af vörutegundinni Spam hafi auk-
ist um 10 prósent undanfarna þrjá mánuði. Tulip-slát-
urhúsin, sem eru meðal þeirra sem selja mest af dósa-
kjöti í Evrópu, gera ráð fyrir 10 til 15 prósenta meiri
útflutningi vegna hækkaðs matarverðs. Þar er jafnframt
vitnað í hagfræðing hjá Nordea-bankanum sem telur að
Danir muni fara að kaupa pylsur eða aðrar ódýrar kjöt-
afurðir í stað buffs vegna mikilla verðhækkana.
ibs
Sala á ódýru dósakjöti hefur aukist erlendis
Vel fylgst með tilboðum hér
24 stundir/Golli
Vökulli Neytendur fylgjast betur með tilboðum en áður.
Eftir Frey Rögnvaldsson
freyr@24stundir.is
Þeir sem komu að aðgerðum þegar
hvítabjörninn á Skaga var felldur í
fyrradag eru almennt á því að mál
hafi þróast með þeim hætti að ekki
hafi verið annað að gera en að fella
birnuna. Allt skipulag hafi gengið
eftir annað en það að ekki tókst að
fanga birnuna lifandi.
Stefán Vagn Stefánsson, yfirlög-
regluþjónn á Sauðárkróki sem
stýrði aðgerðum, segir að það hafi
ekki verið til umræðu að missa
dýrið frá sér út í sjó eins og allt
stefndi í. „Allir sem að þessu komu
mátu það sem svo að það væri ekki
möguleiki sem væri í boði.“
Stefán segir að það hafi ekkert
mátt út af bregða í aðgerðinni.
„Þegar þarf að komast í þrjátíu
metra fjarlægð frá dýrinu til að
deyfa það er ljóst að það getur
brugðið til beggja vona.“
Ekki er ljóst hvort Novator, fyr-
irtæki Björgólfs Thors Björgólfs-
sonar, mun koma að þátttöku í
kostnaði vegna aðgerðanna en fyr-
irtækið hafði boðist til að kosta
björgun dýrsins og flutning þess til
framtíðarheimkynna.
Þórunn Sveinbjarnardóttir um-
hverfisráðherra segist döpur yfir
því hvernig fór fyrir birnunni. „Allt
sem hægt var að gera til að bjarga
dýrinu var reynt. Allt þurfti að
ganga upp og auk þess þurftum við
að vera heppin. Því miður vorum
við ekki nógu heppin.“
Þórunn hefur skipað starfshóp
sem mun fara yfir aðgerðirnar og
jafnframt móta áætlun sem beitt
verður ef fleiri birnir ganga á land í
framtíðinni. „Ef tekst að tryggja
vettvang og aðstæður eru hentugar
þá er það mín skoðun að það eigi
að reyna að fanga hvítabirni sem
hingað koma lifandi. Það verður
þó alltaf að meta hvert tilfelli fyrir
sig. Það er líka mín skoðun að við
verðum að eiga réttu tækin hér á
landi og kunnáttu við að nota þau.
Það verður hluti af vinnu starfs-
hópsins að móta tillögur um slíkt.“
HVAÐ VANTAR UPP Á?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á 24@24stundir.is
Hvítabirni á að
fanga lifandi
Ráðherra segir að reyna eigi að fanga hvítabirni ef möguleiki er á
„Vorum ekki nógu heppin“ Nauðsynlegt að fella dýrið nú
➤ Ákveðið hefur verið að flogiðverði yfir Skaga og jafnframt
Hornstrandir til að kanna
hvort þar hafi hvítabirnir
gengið á land.
➤ Ráðherra vill einnig látakanna hvort loftslagsbreyt-
ingar á norðurhveli séu
ástæða komu bjarnanna.
AÐGERÐIR
24stundir/Skapti Birnan Birnan sem gekk á Skaga var felld á þjóðhátíðardaginn
„Þetta framtak er alveg ómetan-
legt fyrir okkur sem því miður
þurfum að senda börnin okkar til
útlanda í aðgerðir,“ segir Guðrún
Bergmann, formaður Neistans,
styrktarfélags hjartveikra barna.
Allt að 20 börn fara utan á
hverju ári í hjartaaðgerð.
„Fjárhagsáhyggjur eru eitthvað
sem maður vill ekki þurfa að bæta
ofan á allt annað,“ segir Guðrún en
hinn 25. júní ætla kylfingar að láta
gott af sér leiða í þágu Neistans. Þá
fer Stjörnugolfmótið fram í fimmta
sinn og rennur ágóðinn af mótinu
óskiptur til Neistans.
20 þjóðþekktir Íslendingar taka
þátt í mótinu en að auki gefst fyr-
irtækjum kostur á að senda tvo
starfsmenn til keppni á mótinu.
Stjörnugolf Nova fer fram á Urr-
iðavelli í Garðabæ en auk þess
verður golf spilað til góðs á fimm
golfvöllum á Reykjavíkursvæðinu.
Þá verður hægt að styrkja Neistann
á heimasíðunni neistinn.is og með
því að hringja í síma 908 1000 og
gjaldfæra 1.000 krónur á símrein-
ing. fifa@24stundir.is
Stjörnugolfmót Nova fer fram á Urriðavelli í næstu viku
Golf til góðs fyrir hjartveik börn
24stundir/Brynjar GautiSlegið upp úr glompu Urriðavöllur þykir góður um þessar mundir.
Hér sést Birgir Már Vigfússon slá upp úr glompu á vellinum.
R
V
U
N
IQ
U
E
0
3
0
8
0
4
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Glerfínar gluggafilmur
- aukin vellíðan á vinnustað
3M gluggafilmur fyrir skóla, sjúkrahús, skrifstofur,
verslanir og aðra vinnustaðiFagmenn frá RV sjá um uppsetningu
Frábærir
ferðafélagar
Bækur í miklu úrvali
Föndurdót fyrir litlu krílin
NÝ OG GLÆSILEG BÚÐ Í HOLTAGÖRÐUM