24 stundir - 19.06.2008, Blaðsíða 30

24 stundir - 19.06.2008, Blaðsíða 30
er að búið sé að skipuleggja keis- araskurðinn á næstu dögum og að Britney ætli sér að vera viðstödd ásamt móður sinni sem aldrei er langt undan. Ekkert hefur heyrst af yfirvof- andi giftingu Jamie Lynn og barns- föður hennar. Talið var að þau myndu gera sambandið löglegt áð- ur en krílið kæmi í heiminn enda gefur Spears-fjölskyldan sig út fyrir að vera mjög íhaldssöm. Það verð- ur reyndar stöðugt erfiðara fyrir þau að halda því fram enda er Brit- ney fráskilin tveggja barna forræð- islaus móðir með mjög vafasama fortíð og Jamie Lynn varð ófrísk 16 ára gömul. Ekki beint smartasta fjölskyldan í kirkjusöfnuðinum. iris@24stundir.is Nú styttist í að nýjasti Spears- fjölskyldumeðlimurinn líti dagsins ljós. Talið er að Jamie Lynn eigi að eiga í byrjun júlí en líklegt er þó að hún fari í keisaraskurð fyrir tím- ann eins og flestar aðrar stjörnur enda er allt of mikið vesen að standa í fæðingarhríðum þegar maður á fullt af peningum. Britney komin á staðinn Strákarnir hennar Britney voru teknir með keisaraskurði og fréttir herma að hún sé nú þegar farin til Kentwood þar sem Jamie Lynn ætlar sér að eiga barnið. Gert er ráð fyrir að Britney verði þar í um það bil mánuð og því er heldur ólíklegt að ekki sé gert ráð fyrir barninu fyrr en seint í júlí. Líklegra Jamie Lynn Spears á leiðinni á fæðingardeildina Getty Images Britney tekur á móti barninu 34 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2008 24stundir Benni Hemm Hemm og Ung- fónía leika saman í Iðnó í kvöld og ætla hljómsveitirnar að gera sitt allra besta til að lyfta þakinu af húsinu, en um 40 manns verða á sviðinu. „Það er mjög óvenjulegt að svona margir tónlistarmenn séu saman á sviðinu og þetta er því mjög spennandi,“ segir Benedikt H. Hermannsson, hljómsveitarstjóri Benna Hemm Hemm, og bætir við að æfingarnar gangi mjög vel. Benedikt var fenginn til að semja verk fyrir hljómsveitirnar tvær og var áhuginn fyrir samstarfinu svo mikill báðum megin að ákveðið var að blása til þessara tónleika. íav Fjölmennt á sviðinu í kvöld Rapparinn 50 Cent virðist luma á leyndarmáli þessa dagana. Slúð- ursíðan mediatakeout.com birti nýverið mynd af kappanum með giftingarhring á baugfingri. Allt bendir því til þess að hann sé geng- inn í hjónaband og það líklega með söngkonunni Ciara en þau hafa lengi neitað því að vera meira en vinir. Hún sást hins vegar líka með hring á baugfingri og við vit- um öll að það er ekkert að marka þessa „bara vinir“-afsökun. Leynd ástarsambönd í R&B Beyoncé giftist Jay Z eftir að hafa verið „vinkona“ hans í fjölda ára og papparassar hafa náð fjölda mynda af Rihanna og Chris Brown í innilegum stellingum en þau halda því einnig fram að þau séu bara góðir vinir. Fjölmiðlafulltrúi 50 Cent heldur því fram að hann noti hringinn á tökustað kvikmyndar vegna hlut- verks sem hann leikur. Það er þó ekki mjög sennilegt þar sem hann sást nýlega með hringinn á tón- leikaferðalagi og það verður að teljast frekar ósennilegt að hann hafi gleymt að taka hann af sér. Sögur um samband parsins hafa verið á sveimi í marga mánuði en sést hefur til þeirra í faðmlögum á rómantískum stefnumótum. Ciara ekki stjarna lengur Ciara hefur ekki átt marga smelli en hún er hægt og rólega að skapa sér nafn í R&B-tónlistinni. Hún hefur meðal annars unnið með 50 Cent og Missy Elliot. Flest- ir hafa heyrt lögin, Like a Boy, 1,2 Step og Get Up en hún hefur ekki enn gefið út rétta lagið til að kom- ast á toppinn. Enn sem komið er er hún frægust fyrir samband sitt við 50 Cent. Ef þessar hjónabands- sögur eru sannar hljótum við bráðum að sjá hjúskaparvottorðið þeirra enda enda þau yfirleitt í fjöl- miðlum og þá er ekki lengur hægt að neita. iris@24stundir.is 50 Cent genginn í hjónaband? FÓLK 24@24stundir.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsunum Fákafeni) www.gala.is • S:588 9925 Opið 11-18 og 11-16 lau. Glæsifatnaður frá Gina Bacconi stærðir 34-52 HEILL HEIMUR AF SKEMMTUN Opið sunnudaga til fimmtudaga 11.00 -24.00 Opið föstudagaoglaugardaga 11.00 - 02.00 poppmenning

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.