24 stundir - 19.06.2008, Blaðsíða 24
Eftir Hauk Harðarson
haukurh@24stundir.is
„Umgengnin um þessi grill hefur
ekki alltaf verið til fyrirmyndar. Við
vorum með grill í Elliðaárdalnum
einu sinni en það var mölvað,
þannig að því var hætt þar og núna
eru við bara með grill þar sem er
fólk í daglegu viðhaldi,“ segir Þór-
ólfur Jónsson, garðyrkjustjóri
Reykjavíkurborgar hjá umhverfis-
sviði.
Grill á fjórum stöðum
Það má finna útigrill á fjórum
stöðum í Reykjavík; á Miklatúni, í
Hljómskálagarðinum, í Fjölskyldu-
garðinum og í Heiðmörk í Furu-
lundi. „Á Miklatúni og í Hljóm-
skálagarðinum er öllum frjálst að
koma og grilla, en í Fjölskyldu-
garðinum þarf vitanlega að borga
sig inn í garðinn. Í Heiðmörk er
grillið í umsjá Skógræktarfélags
Reykjavíkur og það er betra að tala
við þá áður en grillið í Furulundi er
notað til að koma í veg fyrir að
stórir hópar rekist á,“ segir Þór-
ólfur. Þetta er tilvalin leið fyrir
hópa að hittast á góðviðrisdögum
og skapa skemmtilega grillstemn-
ingu innan borgarmarkanna.
Nokkur útigrill sem almenningur getur notað í Reykjavík
Tilvalið að hittast
og grilla saman
Á nokkrum stöðum í
Reykjavík má finna úti-
grill sem tilvalið er að
nota yfir sumartímann.
Almenningur hefur að-
gang að grillunum en
garðyrkjustjóri Reykja-
víkurborgar segir mik-
ilvægt að ganga vel um
þau og sýna ábyrgð við
notkun þeirra.
Í Heiðmörk Vinsælt á meðal vinahópa sem grilla saman.
Fjölskyldugarðurinn í Laugardal Fyrir gesti garðsins.
Á Miklatúni Gestir og gangandi geta notað grillið að vild.
Í Hljómskálagarði Tilvalið að grilla við tjörnina.
28 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2008 24stundir
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Á Miklatúni og í Hljómskálagarðinum
er öllum frjálst að koma og grilla.
Blandaðu 150 ml af volgu vatni
og 1 msk. af geri saman í skál og
láttu standa um stund. Bættu við ½
tsk. af salti, ½ tsk. af ítalskri krydd-
jurtablöndu og síðan 250 g af hveiti
smátt og smátt. Hrærðu vel og
hnoðaðu síðan, þar til deigið er
slétt og mjúkt. Hnoðaðu 60 g af
sterkum rifnum osti saman við.
Settu deigið í skál, breiddu yfir og
láttu það lyfta sér í um hálftíma.
Skiptu þá deiginu í nokkra hluta og
mótaðu flöt, kringlótt brauð. Láttu
brauðin bíða undir viskastykki á
meðan grillið er hitað vel. Slökktu
svo á einum brennaranum, raðaðu
brauðunum á og bakaðu í nokkrar
mínútur á hvorri hlið.
Uppskriftin er fengin hjá Nönnu
Rögnvaldardóttur.
Smábrauð á grillið
grillið
ÞÝSKAR ÁLKERRUR til allra starfa
Vandaðar kerrur á góðu verði, léttar og
fallegar. Margar stærðir og gerðir.
Sturtubúnaður , álbrautir o.fl.
Söluumboð:
N1 Laugatanga 1
Mosfellsbæ - sími 566 8188.
Fjarðanet hf. Grænagarði
Ísafirði - sími 470 0836.
KB búrekstrard. Egilsholti 1
Borgarnesi - sími 430 5500.
Háholt 18 Mosfellsbæ
sími 894 5111
VANTAR YKKUR GRILL
HEIMA EÐA Í SUMARBÚSTAÐINN
ERUM MEÐ HÁGÆÐA RYÐFRÍ GASGRILL
Grillið er úr ryðfríu stáli (304)
með þremur pottbrennurum
og einum bakbrennara
(stærð 161 x 68 x 126 cm).
Grillið er með rafknúnum
grillteini, elektrónískum
kveikjubúnaði
og yfirbreiðslu.
Upplýsingar í
síma 517 2220
ÓTR
ÚLE
GT
VER
Ð
kr.
75.
000
Bakverk - heildsala ehf,
Tunguháls 10, 110 Reykjavík
ostur.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-0
5
7
2
Grill og
ostur
– ljúffengur kostur!