24 stundir - 19.06.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 19.06.2008, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Sitt sýnist hverjum um hvernig tekið var á móti ísbjörnunum tveimur sem lögðu leið sína hingað í mánuðinum. Sá fyrri var snarlega skotinn eft- ir stutt stopp en sá seinni fékk næturhvíld í æðarvarpi áður en hann var felldur. Enn sem komið er búum við greinilega ekki yfir þekkingu og hæfni til að geta fangað ísbjörn lifandi og komið honum til síns heima. Í augum leikmanns virðist langsótt að unnt sé að aka í rólegheitum að dýrinu uns komist er í 20-30 metra færi til að skjóta í það deyfilyfi. Hefði verið væn- legra að nálgast björninn á þyrlu og skjóta deyfilyfinu úr henni? Þá er líka auðvelt að vera vitur eftir á og spyrja hvert menn héldu eig- inlega að ísbjörn í nauð leitaði annað en í sjóinn? Hann kom þaðan. Ísbirnir eru hættulegir og engir aufúsugestir í náttúru Íslands. Þessir tveir voru horaðir og illa haldnir, einmitt á þeim tíma sem þeir ættu að vera að komnir í sæmileg hold. Hefðu þeir átt sér lífsvon magrir og kraft- litlir á ísnum? Því fæst ekki svarað en það er áreiðanlega ekki að ástæðu- lausu sem dýrin skella sér í margra mílna sund hingað. Sjálfsbjargarvið- leitnin er aðdáunarverð. Í lögum segir að gangi hvítabjörn á land þar sem fólki eða búfénaði er ekki talin stafa bráð hætta af er Umhverfisstofnun heimilt að láta fanga björninn og flytja hann á stað þar sem ekki stafar hætta af honum. Af því má sem best draga þá ályktun að skjóta beri dýrið hið snarasta sé fólk eða búfénaður í næsta nágrenni. Þannig var það á Skaga þar sem ísbjörninn vappaði um. Það er sennilega bara á Hornströndum um hávetur sem hugsanlega má finna landsvæði hér þar sem hvorki mönnum né búfénaði stafaði bráð hætta af þessum óútreiknanlegu rándýrum. Ekki er hægt að vinna áætlanir um hvernig bjarga eigi ísbjörnum eftir að hann er stiginn á land. Metn- aðarfullar áætlanir um ísbjarnabjörgun er dauða- dæmd kunni enginn rulluna sína. Þess vegna fór allt í óefni og aðalleikarinn var skotinn til bana eftir mis- lukkaða sýningu. Sumir vilja kalla þetta farsa en aðrir harmleik og þá sérstaklega ísbjarnanna og umhverf- isráðherra. Sem sagt; meðan engar áætlanir um björgun eru til þarf að skjóta. Því eigi að bjarga böngsunum þarf að búa til björgunaráætlun í samvinnu við nágranna- þjóðirnar og í tíma. Takist það má hugsanlega bjarga lífi næsta ísbjarnar, hvenær svo sem hann nú kemur. Raunsæi hefði verið vel þegið. Þurfti að skjóta? Geir Haarde segir að Íslendingar verði að breyta lífsháttum sínum. Það eru nokkuð önnur skilaboð en hafa áður heyrst úr flokki hans. Ég las grein í bandarísku blaði um daginn þar sem sagði að það þyrfti að taka á lánafíkn líkt og tekið hefur verið á tóbaksfíkninni. Geir var líka að reyna að stappa stálinu í þjóð sína. Það er líklega partur af hlutverki ráðamanna á tyllidögum. En það var ekki sér- lega sannfærandi. Tölurnar eru alls ekki góðar. Verðbólga upp á 12 prósent. Vextir 15,5 prósent. Samdráttur á húsnæðismarkaði 81 prósent … Egill Helgason eyjan.is/silfuregils BLOGGARINN Önnur skilaboð Ekki var Geir H. Haarde forsætis- ráðherra fyrr búinn að hvetja þjóðina alla til að endurskoða neyslumunstur sitt og draga úr eldsneytisnotkun í ágætri þjóðhá- tíðarræðu en Þórunn Svein- björnsdóttir, um- hverfisráðherra í ríkisstjórn hans, lét einkaflugvél flytja sig úr sumarfríi norður á vettvang þessa mikla atburðar – ísbjörn hafði tekið land í æðar- varpi norður á Skaga. Það var greinilega ekki á færi einhvers af- leysingarráðherra að bera ábyrgð á þessu máli voru skilaboðin til þjóðarinnar og staðgengilsins … Pétur Gunnarsson eyjan.is/hux/ Á einkaflugi Það sýndi sig hins vegar þegar leið á þjóðhátíðardaginn að það var ekki auðvelt að fanga ísbjörn í íslenskri náttúru. En það mátti reyna. Umhverf- isráðherra stend- ur frammi fyrir erfiðri ákvarð- anatöku ef við fáum fleiri slíkar heimsóknir á næstu dögum. Þetta getur orðið eins og hver annar framhaldsþáttur. Annað sem „skyggði“ á þjóðhátíðina að þessu sinni var Evrópumótið í knattspyrnu. Það er umhugs- unarefni að það skuli vera haldin slík keppni innan Evrópu. Hafa þessar þjóðir ekki meira og minna glatað sjálfstæðinu? Valgerður Sverrisdóttir valgerdur.is Ísbjörn og bolti Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@24stundir.is Fyrst stjórnvöld fengu annað tækifæri er frábært að sjá að menn höfðu sitthvað lært af ráðaleysinu sem var uppi þegar fyrri hvíta- björninn tók land á Skaga. Settur umhverfisráðherra tók nú strax af skarið og svo virtist sem einlægur vilji hefði verið hjá öllum sem að komu til að fanga síðari björninn lifandi og flytja til heimkynna sinna. Það tókst hins vegar ekki því miður. Spurningin er hvaða lærdóm má draga af því þannig að það megi takast að þyrma lífi hvítabjarnar ef okkur gæfist nú þriðja tæki- færið. Hvítabirnir eru alfriðaðir og eru aðeins 20-25 þúsund talsins. Uppistaðan í fæðu þeirra er selur og fæðuna sækir hann út á ísinn frá maí fram í júlí. Ef spár ganga eftir og sumarísinn hverfur mun hvítabjörnum fækka hratt. Af þessum sökum hafa hvítabirnir orðið lifandi tákn um þá ógn sem lífríki norðurhjarans stafar af loftslagsbreytingunum. Margt var sagt um birnina tvo á Skaga. Þegar upp er staðið reyndust þau bæði ung og smávaxin: birnan var 150 kg og björninn 200 kg, en fullvaxin verða kynin 300 til 650 kg. Þetta þýðir ekki að hvítabirnir séu hættulausir og auðvitað vildi ég ekki rekast á einn slík- an, stóran eða smáan. Fyrsta hugsunin hlýtur hins vegar að vera að þyrma lífi þessara dýra ef mögulegt er, ekki að skjóta þau. Á Íslandi er hvítabjörninn alfriðaður á landi meðan ekki stafar af honum bráð hætta og alltaf friðaður í sjó. Um leið og ég fagna tilraunum til að gefa birnunni líf, verð ég að játa að ég skildi ekki þörfina á að fæla dýrið sem hafði verið í rólegheitum á annan sólar- hring á sama stað. Ég er heldur ekki sannfærð um að það samrýmist lögunum að skjóta dýrið vegna þess að það var „á leið út í sjó“. En sá sem ekki er á staðnum getur aldrei dæmt um bráða hættu sem þá stafaði af dýrinu og hlýtur því að taka viljann fyrir verkið. Og það ætla ég að gera. Höfundur er alþingismaður Annað tækifæri í ráðaleysinu ÁLIT Álfheiður Ingadóttir alfheiduri@althingi.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.