24 stundir - 19.06.2008, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2008 24stundir
www.hyundai.is
B&L - Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - 575 1200 - www.bl.is Keflavík 421 4444 - Selfoss 575 1460 - Akranes 431 2622 - Akureyri 461 2533 - Egilsstaðir 471 2524
Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur
fifa@24stundir.is
„Ég er ákveðinn í að byggja upp hér
aftur,“ segir Guðmundur Magnús
Þorsteinsson. Íbúðarhús hans á
Finnbogastöðum í Trékyllisvík
brann til kaldra kola á mánudag.
Hann segist ekki vita hversu
langan tíma taki að byggja. „Maður
verður bara að láta þetta ganga sem
hraðast, það haustar snemma hjá
okkur.“
Þrátt fyrir þetta þarf Guðmund-
ur þó að sinna skepnum og hey-
skap en hann á von á aðstoð frá
sveitungum sínum við uppbygg-
inguna.
„Núna er verið að spá í húsum
fram og aftur, er það ekki alltaf
byrjunin að ákveða hvað maður
vill og hvað ekki og svo verð og
gæði út frá þeim hugmyndum,“
segir hann.
Guðmundur segir að ekki hafi til
greina komið að bregða búi eða
flytja suður. „Nei, þá drepst maður,
það er svo mikil mengun hjá ykkur
að það er verra en það var þegar ég
var að vaða reykinn hérna.“
Guðmundur missti allt sitt í eld-
inum og hefur félag Árneshrepps-
búa hrundið af stað söfnun honum
til stuðnings og er reikningsnúm-
erið 1161-26-001050 en kennitalan
4510892509.
Jafnframt hefur verið opnuð
heimasíðan trekyllisvik.blog.is en
þar er ætlunin að segja fréttir frá
söfnuninni og uppbyggingunni á
Finnbogastöðum.
HVAÐ VANTAR UPPÁ?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á frettir@24stundir.is
Guðmundur veltir nú fyrir sér hvernig hús verði byggt á Finnbogastöðum
Uppbygging þarf að ganga sem hraðast
➤ Guðmundur varð eldsins varum klukkan 11 en þá logaði í
kjallara hússins.
➤ Hann hringdi þá í neyðarlín-una og komu slökkvilið og
lögregla á staðinn um 12:30.
➤ Þá var húsið alelda og ekkivið neitt ráðið.
➤ Húsið var steinhús en gólf oginnréttingar úr timbri.
ELDSVOÐINN
Alelda Nýtt hús verður
byggt á Finnbogastöðum.
„Með þessu viljum við þakka
Vigdísi fyrir það sem hún hefur
gert fyrir okkur,“ segir Svanhvít
Aðalsteinsdóttir og bætir við: „Og
líka hvetja aðrar konur til þess að
muna að þær eru fyrirmyndir alveg
eins og hún hefur verið okkur, og
til að nota kortin til þess að senda
jákvæð skilaboð sín á milli.“ Svan-
hvít er í hópi kvenna sem munu í
dag afhenda Vigdísi Finnbogadótt-
ur póstkort sem þær hafa gefið út
henni til heiðurs. Kortin prýða verk
eftir sex myndlistarkonur og renn-
ur ágóðinn af sölu þeirra til Stofn-
unar Vigdísar Finnbogadóttur.
elias@24stundir.is
Konur færa Vigdísi Finnbogdóttur gjöf
Vilja þakka fyrir sig
Stjórn Flugstoða harmar verk-
fallsboðun flugumferðarstjóra og
vonar að til verkfalls þurfi ekki að
koma. Þau 20 verkföll sem hafi ver-
ið boðuð séu, á háannatíma. Að-
gerðir flugumferðarstjóra geti leitt
til ómælds skaða fyrir flugrekstr-
araðila, ferðaþjónustuna og al-
menning. Rekstrarumhverfi flug-
rekenda hafi ekki í annan tíma
verið verra en um þessar mundir,
vegna síhækkandi eldsneytsiverðs,
og erfiðleika í efnahgslífi.
Flugumferðarstjórar á Íslandi
hafa boðað til 20 stuttra vinnu-
stöðvana frá 27. júní til 20. júlí.
Þeir vilja breytt vaktaskipulag og
hærri laun.
Fyrstu aðgerðir flugumferðar-
stjóra eru boð-
aðar 27. og 30
júní.
Boðuð verk-
föll munu
standa í 4 tíma í
senn á morgn-
ana með nokkr-
um undanþág-
um sem verða
endurskoðaðar
að fyrstu tveim-
ur verkfallsdögunum liðnum.
Flugumferðarstjórar munu
sinna neyðarþjónustu meðan á
boðuðum vinnustöðvunum stend-
ur. Einn flugumferðarstjóri verður
að störfum í flugturnunum á
Reykjavíkurflugvelli, Akureyrar-
flugvelli og Vestmannaeyjaflugvelli
og verður eingöngu sjúkra- og
neyðarflugi sinnt. Heimiluð verða
tvö flugtök á klukkustund frá
Keflavík eingöngu vegna áætlunar-
flugs frá Íslandi til útlanda.
þe
Á vakt Flugumferðarstjórar
í vaktavinnu vilja bætt kjör
og að vinnuskylda þeirra
verði minnkuð.
Getur leitt til ómælds skaða
Flugstoðir harma verkfallsboðun flugumferðarstjóra