24 stundir - 19.06.2008, Blaðsíða 29
24stundir FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2008 33
Kvikmyndaritið Variety hefur
greint frá því að leikstjórinn Len
Wiseman hafi verið ráðinn til að
leikstýra kvikmyndinni Gears of
War, sem byggð er á samnefndum
tölvuleik. Wiseman verður seint
talinn færasti leikstjórinn í
Hollywood en eftir hann liggja
myndir á borð við Die Hard 4.0
og Underworld. Þá verður hand-
rit myndarinnar einnig skrifað
upp á nýtt. vij
Wiseman tekur
við Gears of War
Hinn goðsagnakenndi leikja-
hönnuður Warren Spector, sem
skapaði meðal annars Deus Ex,
telur að langir tölvuleikir séu úr-
elt fyrirbæri. „100 klukkustunda
langir leikir eru á leiðinni út.
Hversu margir hafa klárað Grand
Theft Auto? Kannski tvö prósent.
Ef við eyðum 100 milljónum doll-
ara í leik þá viljum við að þið sjá-
ið síðasta borðið,“ sagði Spector í
nýlegu viðtali á leikjasíðunni
Gamasutra.com. vij
Langir leikir
dottnir úr tísku
Auglýsingar í tölvuleikjum eru
komnar til að vera og samkvæmt
nýrri rannsókn Nielsens fyrir
IGA Worldwide þá eru fáir leik-
menn sem láta auglýsingarnar
fara í taugarnar á sér. Könnunin
var framkvæmd á bandarískum
tölvuleikjaspilurum og 82 pró-
sent þeirra töldu að auglýsing-
arnar í leiknum hefðu ekki á
neinn hátt rýrt skemmtanagildi
leiksins. vij
Auglýsingarnar
angra ekkert
Tölvuleikir viggo@24stundir.is
Civilization-leikirnir hafa fylgt
heimilistölvunum um árabil en
með Civilization Revolution hefur
leikjaserían tekið stökk og fært sig
yfir í leikjatölvurnar, með býsna
góðum árangri.
Markmiðið með Civilization-
leikjunum hefur ætíð verið hið
sama. Leikmenn velja sér þjóð, svo
sem Bandaríkjamenn, Rússa,
Egypta eða Þjóðverja, og stjórna
þeim í gegnum mannkynssöguna,
allt frá forneskju til framtíðarinnar.
Leikmenn byggja upp borgir,
rannsaka tækniframfarir, kanna
heiminn og heyja stríð við aðrar
þjóðir. Sigur vinnst með því að
leggja undir sig heiminn, verða
fyrstur til að nema land á öðrum
hnetti eða með því að skara fram
úr í siðmenningu eða efnahags-
málum.
Það er virðingarvert hversu vel
hefur tekist til við að aðlaga stjórn-
kerfi Civilization-leikjanna að
stýripinnum leikjatölvanna en öll
stjórn leiksins er mjög einföld og
aðgengileg.
Einhverju hefur þó þurft að
fórna og sú fórn felst fyrst og
fremst í því að spilun leiksins hefur
verið einfölduð nokkuð. Leik-
menn þurfa ekki lengur að hafa
áhyggjur af því að rækta upp akra
eða grafa námur til að útvega
Niðursoðin mannkynssaga á tveimur tímum
Heimsveldi í fæðingu Framsetning leiksins er skemmtileg og nær auð-
veldlega að draga leikmanninn nær mannkynssögunni.
Grafík: 80%
Hljóð: 60%
Spilun: 86%
Ending: 93%
NIÐURSTAÐA: 80%
Civilization Revolution 12+
PS3
XBOX360
borgunum mat og auðlindir, leik-
urinn sér um það sjálfur.
Segja má að Civilization Re-
volution taki mannkynssöguna
eins og hún leggur sig og pakki
henni í niðursuðudós. Maður get-
ur, þannig séð, „étið“ sig í gegnum
mannkynssöguna á innan við
tveimur klukkustundum en þar
sem leikurinn breytist við hverja
spilun, munu menn geta gripið í
þennan leik aftur og aftur.