24 stundir - 19.06.2008, Blaðsíða 11

24 stundir - 19.06.2008, Blaðsíða 11
24stundir FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2008 11 H ef ur g æ ði n LOKSINS ER KOMINN SMÁBÍLL FYRIR ÞÁ SEM HUGSA AF SKYNSEMI Á morgun ætlum við að koma saman og gleðjast yfir komu Hyundai i10 - einum skynsamlegasta bíl sem framleiddur hefur verið. Hann er smábíll, en samt furðu rúmgóður. Hann er sparneytinn, en samt snar í snún- ingum. Hann mengar lítið og fær því frítt í bílastæði í miðborg Reykjavíkur. En umfram allt er þetta flottur bíll á flottu verði. Skynsamlegur kostur í þessu árferði. Hann hentar líka öllum. Hann er nógu stór fyrir fjölskyldur með börn eða bara eldri hjón með golfsettin í skottinu. Og hann er nógu sætur fyrir unga fólkið, sem er að festa kaup á sínum fyrsta bíl. Líttu við hjá okkur í kaffi og kleinur og keyrðu hring á spánnýjum Hyundai i10 – hann bíður eftir þér. Allir sem reynsluaka i10 fá bíómiða fyrir tvo! Kaffi, kleinur og gos! i10 eyðir litlu! FRUMSÝNDUR LAUGARDAGINN 21. JÚNÍ Lítill og sætur Sparneytinn og rúmgóður Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is „Við erum að kortleggja þetta en sumar deildir eru með mikla yfir- vinnu en aðrar litla. Annars erum við bara rétt að byrja að skipuleggja þetta og getum lítið gefið út á það eins og er,“ segir Guðrún Björg Sig- urbjörnsdóttir, aðstoðarmaður hjúkrunarforstjóra Landspítalans. Hjúkrunarfræðingar á samningi við ríkið greiða nú atkvæði um það hvort grípa skuli til yfirvinnubanns í kjarabaráttunni. Að sögn Elsu B. Friðfinnsdóttur, formanns félags hjúkrunarfræð- inga, hefur atkvæðagreiðslan farið vel af stað en henni lýkur á mið- nætti á sunnudag. Niðurstöður munu liggja fyrir á mánudag. „Verði þetta samþykkt þurfum við að boða til yfirvinnubannsins með formlegum hætti, það er 15 daga fyrirvari,“ segir hún en býst við að bannið hefði mikil áhrif. Hún segir margar deildir spítal- anna reiða sig á yfirvinnu hjúkr- unarfræðinga, sérstaklega á sumrin. Hjúkrunarfræðingar eiga fund með samninganefnd ríkisins á mið- vikudag en Elsa segir engu hægt að spá um þann fund fyrr en niður- stöður liggja fyrir. „Vonandi kemst þá einhver hreyfing á viðræðurnar,“ segir hún. „Yfirvinnubannið yrði ekki fyrr en 10. júlí og þá eru lokanir spít- alanna í hámarki en við munum gera allt sem við getum til þess að láta spítalann ganga án yfirvinnu,“ segir Guðrún Björg Sigurbjörns- dóttir. HVAÐ VANTAR UPPÁ? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um yfirvinnubann „Gerum allt svo spítalinn gangi án yfirvinnu“ ➤ Kosningu hjúkrunarfræðingaum yfirvinnubann lýkur á sunnudag. ➤ Hjúkrunarfræðingar fundameð samninganefnd á mið- vikudag. KJARAVIÐRÆÐUR Vöruflutningabíllinn sem valt um hádegisbilið í gær á leið frá af- rein frá Reykjanesbraut inn á Vest- urlandsveg til austurs valt á sama stað og vöruflutningabíll valt fyrir tveimur árum. Bíllinn sem valt nú var á leið í Sorpu með rusl, að sögn Guðbrands Sigurðssonar hjá lög- regluembættinu í Reykjavík. „Þarna hafa flutningabílar oltið af og til gegnum árin. Hvort þessi velta var vegna of mikils hraða, að- stæðna, háfermis eða ofhleðslu verður rannsókn að leiða í ljós,“ segir Guðbrandur. Miklar umferð- artafir urðu í Ártúnsbrekku fram eftir degi í gær vegna óhappsins. Bílstjórinn mun hafa kvartað und- an eymslum í baki. ibs Miklar umferðartafir í Ártúnsbrekku Valt við beygju „Málið snýst um það hvernig við nýtum tíma lögreglumanna og hvaða verkefnum þeir eiga að sinna. Tíma þeirra er ekki vel varið í tíma- freka fangaflutninga,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, og bætir við: „Sú hugmynd að byggja gæsluvarðhaldsfangelsi á höfuð- borgarsvæðinu leysir það atriði klárlega.“ Björn Bjarnason segir í nýjum pistli á heimasíðu sinni athugandi að bjóða út flutninga gæsluvarð- haldsfanga milli Litla-Hrauns og Reykjavíkur. Lögregla keyrir nú þá fanga sem sitja í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni til Reykjavíkur bæði til yfirheyrslu og dóms. Verði hugmyndir um nýtt gæslu- varðhaldsfangelsi í Reykjavík að veruleika verður þessi akstur úr sög- unni en til stendur að það rísi við nýjar höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá segir hann mega skoða það hvort notast megi við fjarfundabúnað við yfirheyrslur. fifa@24stundir.is Dómsmálaráðherra bendir á nýjar leiðir varðandi lögreglustörf Tími lögreglu nýtist betur Litla-Hraun Gæslu- varðhaldsfangar eru nú vistaðir á Litla-Hrauni.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.