24 stundir - 19.06.2008, Síða 8

24 stundir - 19.06.2008, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2008 24stundir Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Samningar hafa náðst á milli Ísr- aelsstjórnar og Hamas-samtakanna um vopnahlé á Gasasvæðinu. Ha- mas gengu að skilmálum Egypta á þriðjudag, sem varð til þess að Ísr- aelar samþykktu vopnahléð í gær. Ísraelar ítreka að vopnahléð sé aðeins upphaf viðræðna um frið á Gasasvæðinu. Skrefin framundan Samkomulagið felur í sér að Ísr- aelsher heitir því að gera ekki árásir á Gasasvæðinu, samhliða því að Hamas komi í veg fyrir að árásir séu gerðar á Ísrael – hvort sem er af Hamas-liðum eða meðlimum ann- arra hópa Palestínumanna. Segjast talsmenn Hamas þess fullvissir að aðrir hópar muni virða vopnahléð. Þegar hléð hefur haldið í þrjá daga munu Ísraelar opna vega- tálma inn á Gasasvæðið og hleypa vöruflutningabílum í gegn. Nokkr- um dögum síðar munu Egyptar hefja viðræður um lausn ísraelska hermannsins Gilad Shalit, sem er í haldi Hamas. Haldi vopnahléð í tvær vikur munu viðræður Ísraela, Hamas, palestínsku heimastjórnarinnar og Evrópusambandsins um opnun landamæra Egyptalands og Gasa hefjast. Vonir bundnar við árangur Ísraelar hafa lýst ánægju sinni með vopnahléð. „Fimmtudagurinn mun vonandi marka upphafið að tíma þar sem ísraelskir borgarar í suðurhluta landsins þurfa ekki lengur að taka á móti stöðugum eldflaugaárásum,“ segir Mark Re- gev, talsmaður ísraelskra stjórn- valda. „Ísrael tekur þessu frum- kvæði Egypta af fullri alvöru og við viljum að allt gangi upp.“ Ekki friðarsamkomulag Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, fagnar vopnahléinu, en seg- ir nú vera síðustu forvöð að semja um frið. Segir hann nauðsynlegt að ná árangri í viðræðum, svo komist verði hjá miklum átökum í Gasa. Olmert segist jafnframt bjart- sýnn á að hægt verði að semja um frið við Sýrland og á Vesturbakk- anum, auk þess sem hann lýsir sig reiðubúinn til opinberra friðarvið- ræðna við Líbanon. Vopnin kvödd á Gasasvæðinu  Egyptar höfðu milligöngu um vopnahlé Ísraela og Hamas-sam- takanna  Sex mánaða vopnahléssáttmáli tekur gildi í dag ➤ Hamas-samtökin tóku viðstjórnartaumunum á Gasa- svæðinu í júní 2007. ➤ Erjur Ísraels og Hamas hafasíðan þá kostað rösklega 400 Palestínumenn lífið og sjö Ísr- aela. DEILAN Ég verð að fá góðan morgunverð til að ná árangri Til að ná góðum árangri í íþróttum verð ég að gæta þess að hugsa vel um sjálfa mig. Ég byrja daginn á Kellogg’s Special K til að fá góða næringu og auðvitað nauðsynleg vítamín og steinefni. Dagurinn er ekki byrjaður fyrr en ég hef fengið mér morgunmat, þá fyrst ég einbeitt mér að verkefnum dagsins. Mig langar til að … …standa mig vel á Ólympíuleikunum. Ég hef verið dugleg að slá met að undanförnu og hlakka mikið til að fara á Ólympíuleikana og gera enn betur. Reglulegar máltíðir og nægur svefn er lykilatriði fyrir mig til að ná góðum árangri. Erla Dögg Haraldsdóttir, nemi og sundkona F í t o n / S Í A F I 0 2 4 2 9 1 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Montreal í júní og júlí frá kr. 14.990 Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal í júní og júlí. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg sem er önnur stærsta borg Kanada. Í borginni mætast gamli og nýi tíminn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggin- gar, skemmtigarðar, spennandi söfn, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennan- di heimsborg hefur að bjóða. Mjög takmarkað framboð flugsæta og gistingar í boði á þessu verði. Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, sértilboð 27. júní og 4., 11. og 18. júlí. Ath. mjög takmarkað framboð flugsæta og gistingar í boði á þessu verði. Verð kr. 39.990 flug og gisting í viku Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára á Hotel Les Suites Labelle *** eða Hotel Le Roberval *** með morgunverði í viku, sértilboð 27. júní og 4., 11. og 18. júlí. Ath. mjög takmarkað framboð flugsæta og gistingar í boði á þessu verði. Síðustu sæti! 27. júní 4., 11., 18. júlí Fjölbreytt gisting - frábær sértilboð! Verð kr. 14.990aðra leið 24.990 báðar leiðir.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.