24 stundir - 19.06.2008, Blaðsíða 22
26 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2008 24stundir
getu.“ Hann segir einnig að veðrið
sé ekki verra þarna en annars stað-
ar.
„Það er hægt að ganga á Reykja-
nesskaganum allt árið. Þú getur
alltaf valið um stað sem er skjól-
sælli en annar því að ásarnir skipta
veðrum og þótt það sé hvasst öðr-
um megin þá getur verið logn hin-
um megin. Þetta svæði býður yf-
irleitt upp á fleiri en eitt veður og
þú getur einfaldlega valið það veð-
ur sem hentar þér.“
Af öllum þessum ástæðum sé
óþarfi fyrir höfuðborgarbúa að
leita langt yfir skammt til að kom-
ast í góða göngu.
„Menn keyra oft allan daginn til
að komast á fallegan stað úti á landi
og þurfa síðan að fá sér gistingu.
En hérna geturðu gengið allan dag-
inn og farið heim um kvöldið.“
Reykjanesskaginn býður upp á meira en marga grunar
Hellar, fjöll og
allt þar á milli
Ómar Smári Ármannsson
lögregluþjónn hefur
ásamt nokkrum kollegum
sínum gengið Reykjanes-
skagann þveran og endi-
langan síðasta áratuginn.
Þrátt fyrir það segist
hann enn finna nýja og
spennandi staði enda sé
svæðið endalaus upp-
spretta náttúrufegurðar.
Þekkir svæðið vel Ein af
skyldum lögregluþjóna er
að þekkja starfssvæði sitt
vel og það gerir Ómar svo
sannarlega.
➤ Á vefsíðunni www.ferlir.is máá auðveldan hátt nálgast þær
upplýsingar sem félagarnir
hafa safnað saman.
➤ Margar gamlar þjóðleiðir eruá svæðinu, t.d. Alfaraleiðin
ofan við Hafnarfjörð, og er þá
hægt að fylgja vörðunum.
REYKJANESSKAGINN
Eftir Hauk Johnson
haukurj@24stundir.is
„Við höfum gengið saman reglu-
lega í um tíu ár en við göngum ein-
göngu á Reykjanesskaganum. Þar
má alltaf finna nýja og áhugaverða
staði,“ segir Ómar Smári Ár-
mannsson, aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu.
Hópurinn kallar sig FERLIR
(Ferðahópur rannsóknardeildar
lögreglunnar í Reykjavík) en hann
setti sér það sem markmið að
kynnast Reykjanesskaganum, ekki
síst vegna nálægðarinnar og lítils
áhuga fólks á svæðinu almennt á
þeim tíma. Hafa þau safnað upp-
lýsingum um svæðið og skráð þær,
og komist að því að Skaginn hefur
upp á ótrúlega mikið að bjóða.
„Hvert svæðið þarna er öðru
áhugaverðara og fjölbreytnin mik-
il. Þú getur skoðað undirheima,
fjöll, eða allt þar á milli. Svo er líka
mikil saga hér. Bæði búsetusaga og
atvinnusaga. Það má því segja að
það sé eitthvað áhugavert við hvert
fótmál.“
Finnur fyrir auknum áhuga
Síðustu ár virðist áhugaleysi al-
mennings á svæðinu hafa snúist
upp í andhverfu sína og sífellt fleiri
leggja nú leið sína á Reykjanesskag-
ann.
„Síðan við byrjuðum að safna
upplýsingum og skrá þær hefur
áhuginn á svæðinu aukist mikið.
Okkur berast mjög margar fyrir-
spurnir og við reynum að svara
þeim og leiðbeina fólki eftir bestu
Áhugi á mótorkrossi hefur auk-
ist umtalsvert síðustu misseri. En
þessar auknu vinsældir eru líklega
hvergi eins áberandi og á Hólma-
vík því þar er engu líkara en að
æði hafi gripið um sig.
„Það stunda mjög margir bæj-
arbúar þetta sport. Ég held að það
séu allavega 15 eða 16 hjól
hérna,“ segir Bjarki Guðlaugsson,
áhugamaður um mótorkross, en
hann er einn af stofnendum Mót-
orkrossfélags Geislans sem komið
var á laggirnar í bænum síðast-
liðið sumar. Er það mál manna að
það sé krafturinn í félaginu sem
valdi þessum mikla áhuga á sport-
inu í bænum.
Vinna að nýrri braut
Aðstæður í nágrenni Hólma-
víkur eru góðar til mótorkros-
saksturs. Þegar eru fyrir hendi
nokkur góð svæði en það skal
ekki látið duga því nú er unnið
hörðum höndum að gerð nýrrar
brautar, Skeljavíkurbrautar.
Verður það jafnt keppnis- og
æfingabraut og stefnt er á að hafa
hana um 1400 metra langa.
Mun hún sjálfsagt koma að
góðum notum í framtíðinni ef
keppt verður á landsmóti, en
þangað til verða haldin innan-
félagsmót og fer eitt slíkt fram um
þarnæstu helgi, á svokölluðum
Hamingjudögum á Hólmavík.
Auk þess að hjóla á sínum eigin
svæðum hefur félagið skipulagt
ferðir í sumar, bæði dagsferðir og
lengri ferðir, þar sem meðal ann-
ars verður hjólað til móts við
mótorkrossáhugamenn úr öðrum
félögum.
Og það fá allir að vera með.
„Það eru allir velkomnir í félag-
ið. Fólk á öllum aldri getur stund-
að mótorkross. Yngsti meðlimur-
inn í félaginu okkar er t.d. átta ára
en ætli ég sé ekki elstur, 39 ára.“
Mikill áhugi er á mótorkrossi á Hólmavík
Krafturinn í félaginu togar
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Menn keyra oft allan daginn til að komast á
fallegan stað úti á landi og þurfa síðan að fá
sér gistingu. En hérna geturðu gengið allan daginn
og farið heim um kvöldið. útivist
Auglýsingasíminn er 510 3744
www.triumph.is
Krossgötur ehf
Fiskislóð 26, 101 Reykjavík, sími: 517 1077