24 stundir - 19.06.2008, Blaðsíða 20
24 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2008 24stundir
Samkvæmt nýlegri rannsókn
virðast þunglyndissjúklingar vera í
meiri hættu en aðrir á að fá syk-
ursýki 2. Lengi hefur verið vitað að
offita og hreyfingarleysi auka hætt-
una á sykursýki 2 og að sykursjúkir
eru líklegri til þess að stríða við
þunglyndi en heilbrigt fólk. Í ný-
legri rannsókn vísindamanna við
læknaháskóla í Baltimore í Banda-
ríkjunum kom í ljós að tengsl syk-
ursýki og þunglyndis virðast vera á
tvo vegu, það er, að hvort um sig ýti
undir hættuna á hinu. Um fimm
þúsund menn og konur af öllum
kynþáttum á aldrinum 45 til 84 ára
voru rannsökuð á um þriggja ára
tímabili. Í ljós kom að þunglynd-
issjúklingar voru um 34 prósentum
líklegri til þess að fá sykursýki 2,
jafnvel þótt búið væri að taka tillit
til annarra áhættuþátta á borð við
offitu, reykingar og hreyfingarleysi.
Einnig kom fram að því alvarlegri
sem þunglyndiseinkennin voru,
þeim mun meiri líkur voru á syk-
ursýki 2.
Tengsl þunglyndis og sykursýki
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Hér eru nokkur dæmi um hvernig hægt er að
krydda matinn og gera hann safaríkari án
þess að fjölga mjög hitaeiningum.
heilsa
Gildir fyrir ALLA skó
Ódýrasta parið frítt!
Tilboðið gildir 19-21 júní.
Ómengaðar án allra aukefna og
100% náttúrulegar.
– Hentar allri fjölskyldunni.
Dr.Hauschka
Náttúrulegar snyrtivörur
Rósakrem
fyrir þurra og viðkvæma húð
Lífrænt ræktuð Rósablóm og rósaber
hjálpa til við að varðveita rakann í
húðinni. Það gerir húðina silkimjúka og
veitir henni sérstaka vernd.
Rósakremið inniheldur einungis hrein
náttúruleg efni og lífrænt ræktaðar
lækningajurtir. Það er án allra kemiskra
rotvarnarefna og ilmefna. Imurinn
er úr hreinum ilmkjarnaolíum. Þetta á
einnig við um allar aðrar vörur frá
Dr.Hauschka.
Útsölustaðir: Yggdrasill Skólavörðustíg 16,
Fræið Fjarðarkaup, Lyf & heilsa Kringlunni,
Lífsins Lind Kringlunni, Lyfja, Maður Lifandi
og Heilsuhornið Akureyri.
dreifing:
Hitaeiningaríkar sósur út í kuldann fyrir bragðbetra krydd í tilveruna
Betra bragð
og aukin
hollusta
Yfirleitt er mælt með því að þykkum sósum,
smjöri og majónesi sé sleppt eða að dregið sé
úr notkun þess þegar skera á niður hitaeiningar
í fæðinu. Þó er ekki þar með sagt að heilsusam-
legur matur þurfi að vera þurr, einhæfur eða
bragðlaus. Hér eru nokkur dæmi um hvernig hægt
er að krydda matinn og gera hann safaríkari án þess að
fjölga mjög hitaeiningum. hilduredda@24stundir.is
Balsamedik eða
kampavínsedik Mjög
bragðgóð viðbót við
kjúklinga- og fiskrétti.
Einnig er gott að hella
því yfir aspas og borða
hann sem bita milli mála.
Einnig er hægt að sjóða
edikið og nota sem sósu
með hvaða kjöti sem er.
Ferskt basil Ómissandi með salati og
pastaréttum. Saxið niður í smáa bita og
bætið við pastað eða setjið heilu blöðin í
heilu lagi út í grænmetissalatið.
Rauður chili-pipar Afar
bragðsterkur. Gott er að
hafa hann þurrkaðan og
skorinn í litla bita og sáldra
honum í litlu magni yfir
pastarétti, kúskús eða hrís-
grónarétti.
Engifer Gott með
svínakjöti, kjúklingi eða
tófú. Til dæmis er hægt
að saxa það niður eða
mauka og strá því síðan
yfir kjúkling áður en
hann er hitaður í ofni.
Lime-safi Til dæmis er hægt að
blanda honum við sojasósu til þess
að marinera magra grillsteik eða
kjúkling. Þá er afar ljúffengt að
kreista lime yfir eldaðan lax.
Skalottlaukur og hvítlaukur Sérstaklega
góðir með alls kyns grænmetisréttum og í raun
hverju sem er. Skerið niður í litla bita, snögg-
steikið og bætið út í matinn eftir smekk.