24 stundir - 19.06.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 19.06.2008, Blaðsíða 15
24stundir FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2008 15 Bloggarar furða sig oghneykslast á því að Þór-unn Svein- bjarnardóttir hafi flogið með einka- flugi í skyndi úr sumarleyfi til að vera viðstödd björg- un hvítabjarnarins sem síðar varð auðvitað engin björgun. Vefþjóðviljinn, sem frjálslyndir sjálfstæðismenn halda úti, er þar engin undantekning en á síðu þeirra má lesa: „Umhverf- isráðherra æddi norður í land til að fylgjast með því er ísbirninum yrði bjargað með faglegum og yf- irveguðum hætti. Hún hefði reyndar getað sleppt ferðalaginu en þá hefði hún hvorki komist á mynd né lagt umhverfinu lið með ferðalögum.“ Orðið á götunni segir aðstaða Þórunnar Svein-bjarnardóttur sé afar veik innan ríkisstjórnarinnar og bendir á forsíðu- grein nýjasta heftis Herðubreiðar því til staðfestingar. „Þetta er greinin Magra Ís- land, skrifuð af Kristínu Helgu Gunnarsdóttur rithöfundi. Greinin sú er eiginlega samfelld árás á Þórunni. Orðið á götunni segir að greinin sé til marks um það að staða Þórunnar er lang- veikust af öllum ráðherrum Sam- fylkingarinnar. Að óbreyttu er lík- legast að hún víki úr ríkisstjórn fyrir Gunnari Svavarssyni þegar að því kemur að einhver samfylk- ingarmaður taki við starfi forseta Alþingis af Sturlu Böðvarssyni á næsta ári.“ Sverrir Stormsker er einnþeirra fjölmörgu semblogga um ísbjörninn góða og hann setur sín skrif upp svona: „Meira að segja Björgólfur Thor bauðst til að standa straum af kostnaði við björgun dýrsins en allt kom fyrir ekki. Björninn reyndi að flýja land og það er nokkuð sem verður aldrei liðið. Þar að auki var hann aldraður og kvenkyns í þokkabót og þá segir það sig náttúrlega sjálft að hann var dauður um leið og hann steig á land. Mér finnst að við eigum að taka vel á móti öldruðum dös- uðum ísbjörnum. Við eigum að gefa þeim eitthvað annað í vömb- ina en kúlu. Við eigum ekki að fara með þá eins og gamla fólkið.“ elin@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Það hefur varla farið framhjá neinum að eitt af áherslumálum viðskiptaráðherra er að frumvarp um greiðsluaðlögun verði sem fyrst að lögum. Málið hefur því miður dregist nokkuð sökum skiptra skoðana um tiltekin út- færsluatriði. Vonir standa þó til að lög um greiðsluaðlögun verði samþykkt á Alþingi næsta haust. Greiðsluaðlögun er úrræði sem hefur þann tilgang að auðvelda einstaklingum í greiðsluerfiðleik- um að standa við fjárskuldbind- ingar sínar og ná tökum á fjár- málum sínum til frambúðar. „Bigger, better, faster, more“ Það er ekki síður mikilvægt fyrir íslenska hagkerfið í heild að ná tökum á fjármálum sínum til frambúðar. Aðstæður á fjármála- mörkuðum eru nú afar óhagstæð- ar og nú knýr nauðsyn á um að dregið verði úr útgjöldum og skuldastaðan löguð. Heimilin, fyr- irtækin og stjórnvöld – allir, virð- ast hafa tekið fullan þátt í að spenna bogann of hátt. Stundum er sagt að Íslendingar séu sérlega óábyrgir í fjármálum. Ég held að það sé ofsögum sagt. Almennt eru Íslendingar eins og fólk er flest og tiltölulega skyn- samir. Allir geta þó gert mistök í fjármálum og þar eru Íslendingar engin undantekning heldur. Vandamálið með Íslendinga er þó það, að þegar þeir gera mistök þá eiga þeir til að gera sömu mistök- in. Allir í einu. Þetta er líklega skýringin á því af hverju hagsveifl- ur hér eru almennt ýktari en ann- ars staðar. Kjörorð fjallkonunnar eru, að virðist: „Bigger, better, fas- ter, more.“ Ekki gera ekki neitt Slagorð innheimtufyrirtækis eins, „ekki gera ekki neitt“, á við um fleira en skynsamlegt viðhorf gagnvart gjaldföllnum skuldum einstaklinga. Að sjálfsögðu á hag- kerfi sem komið er á bullandi yf- irdrátt ekki að gera ekki neitt. Langmikilvægasta verkefnið í augnablikinu er að vinna bug á verðbólgunni sem knúin er af þenslu undangenginna ára og hækkun eldsneytis og hrávöru- verðs. Á sama tíma eru glögg merki þess að nú kólni verulega í efnahagslegu tilliti. Vegna þessa samspils ólíkra þátta er úrlausn- arefnið ekki auðvelt. Tilgangurinn með greiðsluað- lögun fyrir fjölskyldur er einkum að forða fólki frá algeru gjaldþroti. Sambærilega greiðsluaðlögun þarf fyrir samfélagið í heild. Vinna þarf á skuldastöðunni án þess að reka samfélagið í þrot. Umfram allt þarf að tryggja að framtíðarvaxt- armöguleikar séu sem bestir. ... en þó ekki hvað sem er Menn greinir á um leiðir að þessu marki. Stór lántaka erlendis til að efla gjaldeyrisforðann er í margra huga einhvers konar töfra- lausn. Slík ráðstöfun er mikilvæg til skamms tíma litið til varnar fjármálastöðugleika en er varla nein töfralausn til lengri tíma. Auknar útlánaheimildir Íbúða- lánasjóðs er annað sem verið hefur til skoðunar. Engar patentlausnir er þar að finna heldur, því enginn veit með vissu hvert hið raunveru- lega jafnvægisverð fasteigna er og aukin innspýting á fasteignamark- aði gæti tafið nauðsynlega aðlögun svo viðskipti fari af stað á ný. Staðreyndin er að leiðin fyrir skynsamar og yfirvegaðar ákvarð- anir stjórnvalda er ögn lengri en leiðin á milli heila og munns helstu gagnrýnenda. Allir eru dæmdir af verkum sínum og þegar upp er staðið er betra að taka upp- lýstar og yfirvegaðar ákvarðanir í stað þess að hlaupa eftir því sem best hljómar í hvert skipti. Höfundur er aðstoðarmaður viðskiptaráðherra Greiðsluaðlögun samfélagsins VIÐHORF aJón Þór Sturluson Stór lántaka erlendis til að efla gjaldeyr- isforðann er í margra huga einhvers kon- ar töfralausn. Slík ráðstöfun er mik- ilvæg til skamms tíma lit- ið til varnar fjármálastöð- ugleika en er varla nein töfralausn til lengri tíma. Opnunartími mánud. - föstud. kl. 10.00-18.00 Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík sími 568 2870 Útsala! www.friendtex.is Enn meiri verðlækkun Mikið úrval af fallegum fatnaði Gallerí Fold · Rauðarárstíg og Kringlunni Íslensk list gerir hús að heimili · · · Opið laugardaga, í Kringlunni 10–18, Rauðarárstíg 11–14, á sunnudögum, opið í Kringlunni 13–17, lokað á Rauðarárstíg Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · Kringlan, sími 568 0400 · www.myndlist.is Karólína Lárusdóttir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.