Sunnudagsblaðið - 06.02.1966, Qupperneq 5
niottóið fyrir kvæðunum í þýðingu Ekelofs; hann
hefur einnig ort trúarkvæði, diwán. Frá Konia heldur
í'irstinn yfir Eufrat, um fl.iótatunguna ofanverða, og
hfram til norðurs í átt til Van-vatnsins, stjörnunnar
handan fjalla.
Enn gengur sagan út írá þvi að diwán furstans,
hymnar þeir sem hann kveður til Panayían. sé elzti,
>'Upprunalegasti,” hluti ljóðasafnsins, en seinni hlut-
'on, legendurnar, séu seinni tíma viðaukar. Sagt er
að þær séu einungis úrval svo þess má vænta að
Ekelöf eigi eítir að auka og umbreyta þeim. —
1 seinni hlutanum má greina sundur tvo kvæðaflokka,
:>nnan sem fjallar um pyntingarnar í fangelsinu, og
unnan um förina til Van. Þar kcmur kona við
s°gu, húsfreyja, dóttir eða systir furstans, sem fær
ha»n leystan úr haldi, elur önn fyrir honum síðan og
V)rðist jafnvel tilbúin til að sclja sig hans vegna.
Mörgum þessum kvæðum sem furstanum eru lögð
1 munn er einnig beint til gyðjunnar, hinnar alhelgu,
yerndarvætt hjarðanna, scm líkt er við brúði.
1 einu þeirra óskar furstinn sér að mynd hans væri
'lc»gd á barm hennar, milli brjóstanna — einmitt
a sama stað og Vlacherne-madonnan ber mynd hins
ofædda Jesúbarns sem ekki er til í hugarheimi furst-
"hs. Þannig er furstinn leiddur áleiðis til Van,
’miestur, yfirkominn, en borinn uppi af skæru ljósi
»mra mcð sér, blint skáld sem segir fram sín cigin
kvæði.
segir að fangmn hafi fallið fyfir vollu
Manikea, og kvæði furstans benda vissulega til
þess. Hann er enginn sanntrúaður kristinn maður.
Hann cr hálfkristinn dultrúarmaður, eins og Eke-
löf segir í eftirmála sínum, og hefur sjálfsagt numið
citthvað af heimspeki Manesar. Það bregður jafnvel
fyrir búddisma í átrúnaði furstans á hina helgu
mey kristindómsins. En ástin á henni vísar honum
á smugu milli drottins og djöfuls, góðs og ills; hún
sem er einskis móðir hefur huggun að færa hverj-
um og einum. í diwán sínum beinir hann til hennar,
hinnar helgu móður, meyjarinnar í himinblámanum,
auðmjúku bænarákall sem í senn er munúðug ást-
aijátning. Kvæðaflokkurinn er í heild sinni einstætt
trúarljóð sem á cngan sinn líka í sænskum bók-
mcnntum eftir rómantísku skáldin fyrir einlægni
sína og innileik. Ljóminn umhverfis mynd gyðj-
unnar sundrar myrkrinu þar sem furstinn lifir. En
ógnirnar cru einnig þáttur örlaga lians, píslirnar sem
hann líður, grimmdin, þjóðarmorðin á efri árum
Miklagarðsríkis, og þær eru einn þáttur kvæðisins.
Því er það svo einstætt og áhrifamikið. Verk Eke-
löfs er í sænskum nútímabókmenntum einungis
sambærilegt við Aniöru Harry Martinsons, og í Eke-
löfs eigin skáldskap bcr það í heild sinni jafnvcl
af Mölna-elegíu hans.
Á kápu bókarinnar er mynd erkiengils í Hagia
Sníía. Hann sé ég fyrir mér sem ímynd þeirra
helgu köllunar sem knúið hefur Ekelöf að kveöa
þetta eiustæöa, fagra og hrífaifdi skáJdverk-
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 53