Sunnudagsblaðið - 15.05.1966, Page 3
Hann fagði líf siff í
við að aðsfoða brezka
fanga.
í brejcka sjónvarpinu var fyrir
um það bil tyeimur árum rætt viö
japanskan lútherstrúarprest, lág-
vaxinn mann að nafni Kiyoshi
~Watanabe. Meöan á útsendingunni
stóð vöknaöi mörgum af starfs-
mönnum sjónvarpsins um augu,
og viðtalið hafði mikil áhrif á
sjónvarpsnotendur viðs vegar um
landið.
Daginn eftir að viðtalið birtist,
sat Liam Nolan, sjónvarpsmaður-
inn, sem hafði rætt við prestinn,
ásamt honum á litlum veitinga-
stað i Lundúnum. Þá gekk ein af
Þjónustustúlkunum, sem lengi
hafði starað á Japanann, að borði
Þeirra og sagði; Fyrirgefið, en er
Þetta ekki japanski maðurinn, sem
var í sjónvarpinu i gærkvöldi?
Henni var sagt að svo væri, og þá
MAOURINN
tók hún í höndina á Watanabe
og sagði: — Þangað til í gærkvöldi
hataði ég alla Japani, af því að
þeir píndu bróður minn til bana
í Hong Kong. En nú get ég ekki
hatað þá lengur, herra, eftir að
hafa séð yður, því nú veit ég, að
það eru líka til góðhjartaðir Jap-
anar. Guð blessi yður, herra.
Japaninn litli skildi ekki alveg,
það sem hún sagði, en þegar Nolan
var búinn að endursegja það á
leiðinni til gistihússins, komst
hann við af fögnuði. Nokkrum
mínútum síðar voru þeir staddir
í mannþröng við neðanjarðarstöð,
og þá ruddi stórvaxinn maður
með rauðleitt andlit sér braut til
þeirra, rétti fram höndina og
sagði: — Ég sá yður í sjónvarpinu
í gær, herra. Mér er það mikill
heiður að mega að taka í hönd yð-
ar. Watanabe eða „John frændi,”
eins og hann hefur líka verið kall-
aður, brosti, en gat ekkert sagt,
þvi að tárin streymdu nú aftur
niður kinnar hans.
Sjórnandi sjónvarpsþáttarins,
Liam Nolan hefur nú skrifað bók
um þennan japanska mann, sem
mjög hrærði brezka sjónvarps-
notendur. Litli maðurinn frá Nana-
taki heitir bókin, og hún er ekki
mikil vöxtum, hún fjallar samt um
mikilmenni, einn þeirra óþekktu
manna sem á striðsárunum hættu
lífi sínu til að hjálpa meðbræðrum
sínum og líkna þeim í hörmungum
þeirra. Hann varð þeim ógleyman-
legur, sem kynntúst honum og
þegar sagan var dregin fram mörg-
um árum eftir stríðið, átti hún mik-
ALÞÝÐUBLABIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 291