Sunnudagsblaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 4
inn þátt í að breyta því áliti, sem almenningur liaí'ði liaft á Japönum vegna grimmdar þeirra og rudda- skapar á stríðsárunum. Watanabe var fæddur af foreldr um, sem voru sanntrúaðir Búdd- istar en allar tekjur heimilisins runnu til að kosta nám eldra sonar- ins, sem var 24 árum eldri en Wat- anabe. Bróðirinn kom Watanabe fyrst í kynni við kristindóminn, en eitt sinn er hann kom í heim- sókn til íoreldra sinna gaf hann litla bróður sínum merkilega bók, sem hann kallaði Biflíu. Watanabe heillaðist mjög af þessari bók, jafn vel þótt í henni væri ýmislegt, sem hann skildi ekki, og að ráði bróður síns leitaði hann uppi lút- erskan prest í nágrenninu til að fræðast betur af honum um þessa bók og þá trú, sem hún kenndi. Samtölin við prestinn sannfærðu hann svo um, að kristindómurinn £»ti gefið honum svör við mörgum þeim spurningum, sem hann hafði áður brotið heilann um án árang- urs. Þegar Watanabe skýrði foreldr- um sínum frá því að hann vildi' taka kristna trú, urðu þeir undr- andi og kannske örlítið óttaslegn- ir, en faðir hans svaraði og sagði, að ósk þeirra væri sú ein, að hann yrði gæfumaður, og ef hann héldi, að hann fyndi framtíðar- gæfu sína í kristninni, sæju þau ekkert athugavert við það. Tuttugu og fimm ára að aldrl hlaut Kiyoshi Watanabe prest- vígslu og tók til starfa hjá lútersk- um söfnuði í Omuta. Þar kynnt- ist hann konu sinni Shigaru. Fyrsta barn þeirra var dóttir og annað barnið einnig; þriðja barn þeirra var sonur; Shinya. En skömmu eftir fæðingu hans reið ógæfan yf- ir: báðar dæturnar dóu úr barna- veiki. Watanabe varð næstum ör- vinglaður, leitaði huggunar í trú sinni, og hálfu öðru ári síðar fædd- ist honum dóttir: Miwa. En hörm- ungarnar áttu eftir að fylgja í fótspor gæfunnar. Næsta barn, sem var sonur: Shigawo, kostaðí móður sína lífið. Hún dó, þegar barnið var aðeins níu daga gamalt, og Watanabe stóð einn uppi með þrjú ung börn. Watanabe hafði þá tekið við nýju prestsembætti í Saga, og þar var búsett ung smábarnakennslu- kona frá heimabæ hans, og hún varð honum mjög innan handar eftir konumissinn. Og innan tíðar kom að því, að hann kvæntist þess- ari kennslukonu, sem hét Mitsuku, og gekk hún börnunum í móður- stað. Tvisvar sinnum fór Watanabe til Bandaríkjanna, í fyrra skiptið til að heimsækja systur sína og sitja ráðstefnu um sunnudagaskóla, en í síðara skiptið til náms við guð fræðiskólann í Gettysburg. í þetta skiptið dvaldist hann í Bandaríkj- unum í tvö ár, og þá hlaut hann nafnið „John”, en vinir hans í Ameríku kölluðu hann ekki annað og einnig lærði hann þar að tala ensku reiprennandi. Hann sneri aftur heim 1937 og þá hafði ýmislegt breytzt í Japan frá því að hann hélt yfir hafið tveimur árum áður. Hermenn voru á hverju strái og hvarvetna glumdi við áróður hernaðarsinna og þjóð- rembingsmanna. Watanabe líkaði ekki það sem var að gerast en hann gaf sig allan á vald prests- starfi sínu. Hann tók við nýju brauði, að þessu sinni í Hírósjíma, og kona hans Mitsuko fékk þar einnig vinnu sem forstöðukona barnaheimilis. Watanabe var enn búsettur í Hírósjíma, þegar fregnir bárust um árásina á Pearl Harbour og þátttaka Japana í heimsstyrj- öldinni var þar með hafin. Synirnir, Shinya og Shigawo, voru von bráðar kallaðir í herinn, og skömmu sfðar fékk hann sjálfur bréf frá yfirvöldunum. Hann var raunar of gamall til að gegna her- þjónustu, en honum var heldur ekki ætlað að bera vopn, heldur að gegna störfum sem túlkur. í febrúar 1942 kom Watanabe með herflutningaskipi til Hong Kong, sem Japanir höfðu nú náð á sitt vald. Hann var klæddur í einkennisbúning, og skipið var ekki fyrr landfast en liann lagði af stað í leiðangur til að skoða borgina. Þegar gömul kínversk kona, sem burðaöist með stóran poka, kom á móti honum, vék hann ósjálfrátt til hliðar, en í sama bili gall við hæðnishlátur yfir götuna. Á gangstéttinni hin- um megin stóðu fjórir eða fimm japanskir harmenn, og þeir bentu á hann og æptu: — Fíflið þit.t. Víktu, ekki úr vegi fyrir þessum fjandans Kinverjum. Látum þá lenda í göturæsinu, þar sem þeir eiga heima. Gleymdu því ekki að þú ert Japani. Þú átt að vera stoltur yfir því. Þarna fékk Watanabe fyrstu lexíuna í því, hvað í því fólst að bera japanskan einkennisbúning, að vera einn hinnar nýju herra- þjóðar. Og í hernum, sem hann átti að starfa með, var lionum kennt, livernig mannvirðingastig- inn var. — Fyrst koma hermenn- irnir, þá hestar hermannanna, og þá túlkurinn...... Watanabe skyldi starfa í fanga- búðunum Shanshui Po, og þar sá hann í fyrsta skipti brezka stríðs- fanga, þúsundir vanhirtra, sjúkra og niðurbrotinna manna. Hann komst við af örlögum þeirra og allur aðbúnaður fanganna í búð- unum hafði djúp áhrif á hann. Fyrsta verkefni hans sem túlk- ur var að vera við yfirheyrslu á brezkum fanga, sem var kærður fyrir að hafa stolið hrísgrjónum. Fanginn neitaði sakargiftunum, og þá sló fangabúðastjórinn, sem annaðist yfirheyrsluna, hann með krepptum hnefa á varirnar, svo að blóðið lagaði niður um hök- una. Hermaðurinn neitaði enn, og misþyrmingarnar héldu áfram. Watanabe leit niður til þess að þurfa ekki að horfa á það sem gerðist. Hann þýddi á vélrænan hátt, það sem fanginn sagði og reyndi að heyra ekki kvalaóp hans og svipuhöggin, en hann var húðflettur í næsta herbergi eftir að sjálfri yfirheyrslunni lauk. — Watanabe þaut inn á næsta sal- erni, strax og hann slapp, og kastaði upp. Og síðan féll hann á bæn: — Drottinn, fyrirgef mér. Fyrirgef mér veikleika minn og undanlátssemi. Fyrirgef einnig grimmd landa minna, alveg eins og þú fyrirgafst ræningjanum á krossinum. Ger mig að verkfæri í þágu góðleika þíns. Verði þinn vilji.... Eitt af hlutverkum Watanabes var að fylgjast með, þegar fang- arnir fengu einu sinni í viku að taka við gjafapökkum. í þessu starfi sýndi hann hina mestu lip- urð og sá oft í gegnum fingur við 292 SUNNUDAGSBÚAB - ALÞÝÐUBLABIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.