Sunnudagsblaðið - 15.05.1966, Page 7

Sunnudagsblaðið - 15.05.1966, Page 7
Þykkvibær í Veri. kunnugur mjög mönnum; læt ég hér fylgja nokkur æviatriði. Hann er fæddur 1133 að Hlíð- arenda í Fljótshlíð; dó 23. des. 1193. Foreldrar voru: Þórhallur Þorláksson að Hlíðarenda, farmað- ur mikill, kominn í beinan karl- legg af Katli einhenta landnáms- manni í Landsveit, og Halla Steinadóttir Steinssonar, bæði göfug. Ágætustu menntun hlaut Þoriákur hjá Eyjólfi presti Sæ- mundssyni í Odda á Rangárvöll- um, hinum æðsta höfuðstað og skólasetri, og tók prestvígslu. Síð- ar var hann 6 ár, 1154—60 í Frakklandi og Lincoln í Eng- landi. Við heimkomuna var hann í Kirkjubæ á Síðu 1162—8. Varð þá príor í Þykkvabæ og síðar á- bóti 1168—75. Kosinn biskup af Klængi Þorsteinssyni Skálholts- biskupi til eftirmanns honum. — Vígðist 1. júlí 1178 af Eysteini erkibiskupi Erlendssyni í Niðar- ósi, sem var af íslenzkum ættum. Að tilstuðlan hans hóf Þorlákur hérlcndis staðakröfur, ki-afðist allra kirkjustaða í vald kirkjunn- ar sem hún átti að liálfu eða mciru. Tókst lionum að ná undir sig öllum stöðum á Austfjörðum utan tveimur. Annars staðar strönduðu staðakröfur á Jóni Loftssyni í Odda og urðu af því dcilur miklar, sem segir gerla frá í Oddaverjaþætti og víðar. Þor- lákur var síðan vegna fagurs lifn- a'ðar og bænrækni, talinn helgur maður og heilagur dómur hans lckinn upp 1198. Var síðar gert skrin, vel þrjár álnir að lengd úr gulli og silfri, skreytt gimsteinum, um bein hans á dögum Páls Skál- holtsbiskups Jónssonar (d. 1211) og stóð það i Skálholtsdómkirkju. Messúdagur hans er 20. júlí. Bæði hérlendis og erlendis var heitið á hann sér til árnaðarorðs og marg- ar kirkjur helgaðar honum. Fara jafnvel sögur af Væringjakirkju auðugri í Miklagarði, helgaða heilögum Þorláki. Af þessu sést, að mjög var það giflufullt. fyrir hið unga Ágústín- usarklaustur í Þykkvabæ, að fá slíkan forstöðumann sem Þorlákur helgi var; hefur þar lengi búið að fyrstu gerð. Eftirmaður Þorláks, Guðmund- ur Ejálfson ábóti 1178—97, er talinn mesti mætismaður og hefur sjálfsagt fetað í íótspor fyrirrenn- ara síns í klausturstjórn. Á hans döguin hefur Gamli kanoki og skáld verið í Þykkvabæ og ort þar Jóns drápu postula og hið fræga helgikvæði Harmsól. Jón Loftsson er ábóti í Þykkva- bæ 1197—1221. Nafn hans gæti bent til Oddavcrjaættar, en á þessu tímabili var líka vald Odda- verja mikið í landinu, svo að ekki cr ólíklegt, að frændi þeirra sæti í ábótastétt í Þykkvabæ. Næsti ábóti var af Ifaukdæla- ætt, Hallur Gizurarson, áður lög- sögumaður og ábóti að Helgafelli. Hann var í Þykkvabæ 1225—30. Arnór Özurarson er ábóti í Þykkvabæ 1232-47, en það ár sagði hann af sér ábótadæminu. Einhver langmerkasti kirkju- maður á íslandi verður þar ábóti 1248—62, cn það var Brandur Jónsson af Svínfellingakyni. Um þann merkismann má margt rita. Ætt hans var Svinfellingaætt i föðurætt og Ásbirningaætt í móð- urætt, kominn var hann af Brandi Sæmundssyni Hólabiskup (d. 1201) og bar nafn hans. Bróðir hans var hinn vitri höíðingi Orm- ur á Svínafelli og hálfbróðir Þór- arinn á Valþjófsstað, faðir Odds og Þorvarðs, hinna glæsilegustu höfðingja, sem Brandur bar mjög fýrir brjósti, eins og sést glöggt í Sturlungu í eftirmálum Odds og styrk Brands við Þorvarð. — Brandur hélt skóla á klaustrinu um sína daga; voru lærisveinar hans Staða-Árni Þorláksson Skál- holtsbiskup (d. 1298). Jörundur Þorsteinsson Hólabiskup (d. 1313) og eftirmaður hans í ábótastöð- unni, Runólfur Sigmundsson, 1264 til ársins 1307. — Allt voru þetta hinir mcrkustu menn og juku mjög vald og auð kirkjunnar í dandinu, cn fordæmið hefur komið frá hinum mikla ábóta Brandi, sem stóð fyrir samþykktinni á Al- þingi 1253, að þar sem guðs og landslög greindi á, skyldu guðslög ráða. Rithöfundur mikill var Brand- ur ábóti, skrifaði og þýddi Alex- anders sögu, mikinn gimstein í bókmenntum vorum, og Gyðinga sögu. Fræðimenn hafa orðað hann við Njáls sögu, Hrafnkels sögu og Svíníellinga sögu; eitt er víst, að margt hefur hann ritað og fræðimennska, hvers konar mennt- ir og klerklærdómur hafa staðið í miklum blóma í Þykkvabæ á yfirráðaárum Brands. Að síöustu var hann kjörinn biskup að Hólum 1262, en naut þess skamma hríð, dó 1263. Hann hafði farið með biskupsvald 'í Skálholti á dögum Sigvarðar Þéttmarssoiiar biskups þar, sem var norskur að ætterni. Því var hann ekki óvanur starfinu, en Hólum varð cigi sú gæfa að njóta ALÞVUUBLAL)1U — 8UNNUDAGSBLAD 295

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.