Sunnudagsblaðið - 29.05.1966, Side 3

Sunnudagsblaðið - 29.05.1966, Side 3
Málverka- falsarinn mikli Van Meegreren í réttinum Merkilegasti málverkafalsari þéssarar aldar var Hollendingur- inn Han van Meegeren. Á árun- um 1937 til 1943 málaði hann átta myndir í stíl meistaranna Jan Ver- meer (1632—75) og Pieter de Hooch 1629—84 ), og þessar myndir seldi hann sem nýfundin meistarverk þessara dáðu málara Listfræðingar og aðrir sérmennt- aðir menn töldu myndirnar tvi- mælalaust ekta, og van Meegeren hafði drjúgan pening upp úr krafs- inu„ auk þess, sem hann gerði fræðimennina að , fíflum með þessu. van Meegeren fæddist árið 1889 í Deventer í Hollandi. Faðir hans var skólastjóri, harður í horn að taka og beitti sömu uppeldisað- ferðum beima fyrir og í skólarium, þ. e. vendinurn. Honum féll ekki, að sonurinn eyddi tíma sínum í að teilcna og mála, en hugur hans stóð mjög til þeirra hluta. Fyrir bragðið varð hann að iðka áhuga- mál sitt á laun. Skoðanir .van Meegerens á list- um mótuðust þegar á æskuárun- um. Kennari bans. í Deventer jnn- rætti honum virðíngu fyrir gömlu meisturunum og vinnubrögðum þeirra. í kennslu sinni lagði hann áherslu á. nauðsyn þess, að mál- arar vönduðu hvert smáatriði i verki sínu, legðu sig í líma við að fá fram rétt litatilbrigði og slíkt. Vermeer var í miklum met- um hjá þessum kennara og hann upplýsti nemanda sinn vel um þá tækni, sem hinn aldni snillmgur hai'ði beitt. 1907 hélt van Meegeren til Delft, skammt frá Haag, tU að nema byggingarlist. í>á fékk hann i fyrsta skipti tækifæri tU að sjá llstaverk meistaranna með eigin augum, og hann var tíður gestur í listasöfnunum. Einnig fékkst hann við að mála sjálfur, og nú gat hann líka gert það opinberlega og í allra augsýn. — Námið stundaði hann hins vegar miður og eftir fimm ára dvöl við skólann féll hann á prófi og náms- braut hans virtist þar með á enda. van Meegeren var þegar þetta gerðist orðinn fjölskyldufaðir. Hann hafði kvænzt stúlku frá Austur-Evrópu og átt með henni son barna, og útlitið var satt að segja ekki glæsilgt fyrir þau. En faðir hans féllst á það með semingi að kosta skólavist hans einn vetur enn, en með því skil- yrði, að hann notaði tímann þá á sómasamlegan hátt. van Meeger- en lofaði bót og betrun, en hélt áfram að mála sem fyi'r. Og á því sviði virtist framtiðin blasa við honum, er hann hlaut verðlaun í málverkasamkeppni á vegum lista akademíunnar í Haag. Kennari hans i byggingalist ráðlagði honum þá að gerast málari, því að prófi í byggingarlist næði hann aldrei, og van Meegeren lét sér þetta að kenningu verða. Árið 1914 hafði hann lokið prófi frá lista- akademíunni og hélt út í heiminn til að lifa á list sinm. Fyrst í stað málaði van Mee- geren mikið, en enginn fékkst til að kaupa myndir hans. Fjárhagur fjölskyldunnar var mjög þröngur, og auk þess tók málarinn and- streyminu þannig, að hann fór að slá slöku við. Þá tók hann einnig að vanrækja heimilið, og sam- komulag hans og eiginkonunnar varð heldur slæmt. Henni féll það til dæmis ekki, þegar hann eitt sinn tók upp á því að loka sig inni við verk sitt. Hún gekk á hann með þetta, og þá játaði hann að hann væri a'ð mála eftirmynd af málverkinu, sem hann hafði á sínúm tíma hlotið verðlaunin fyrir, og þessa mynd ætlaði hann að selja erlendum listaverkasafn- ara sem frummyndina. Hún sagði að þetta væru svik, en hann svar- aði með því að biðja hana að selja myndina á frjálsum markaði sem eitirmynd. Enginn sýndi minnsta ALÞÝBCBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 3^5

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.