Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 16
lifun eldhús Hugmyndir Elsu um eldhúsið voru þær að taka niður vegg milli eldhúss og borðstofu en við það gjörbreyttist umhverfið. Einnig var glugga í borðstofu breytt þannig að hægt yrði að ganga beint út á verönd. Við þetta tengdust eldhús og verönd á skemmtilegan hátt sem mikið var lagt upp úr en það gleymist sannarlega oft að hugsa fyrir þeim möguleika. Á þennan hátt varð eldhúsið gleitt U þar sem hægt var að setja innréttingu á einn langan vegg, undir 2 stóra glugga, hafa skápa upp í loft til hægri, staka glerskápa til vinstri og stóra eyju í miðjunni. Ekki er notast við hefðbundið eldhúsborð heldur er stórt borð- stofuborð framan við eyjuna og gluggar frá gólfi og upp í loft á móti eldhúsinu þar sem gengið er beint út í garðinn. Skipulag innréttingar var vandasamt verk í svona opnu rými. Elsa hafði hug á því að notast eingöngu við neðri skápana og eyjuna en við það varð geymslupáss í eldhúsinu frekar lítið. Henni þótti hins vegar mikil- vægt að skapa gott vinnu- og geymslupláss án þess að eldhúsið yrði of þunglamalegt og þess vegna notaði hún glerskápa og valdi hvíta innréttingu. Hliðarskáparnir gera leirtau aðgengilegt frá eldhúsi jafnt sem borðstofu en auk þess setja þeir svip á eldhúsið, ekki síst þegar dimmir þar sem ljós eru í glerskápunum. Tveir vaskar eru í eldhúsinu, sem sjaldan er hægt að hafa vegna plássleysis en það er sérlega þægi- legt þar sem yfirleitt eru þar tveir að störfum í einu. Skipulag og efnis- val ná fram eldhúslegu yfirbragði sem samt er hlutlaust í opnu rýminu. Eldhúsið var hannað með tilliti til þess að það skyldi standast tímans tönn. Hvítar innréttingar voru valdar með klassískt útlit í huga og eru einingarnar sem og stakir skápar og höldur frá HTH. Borðplata er úr beyki sem og plata í borðstofuborði, ljósar flísar á gólfi við vinnusvæði en gegnheilt eikarparket þar fyrir framan sem tengir borðstofu og stofu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.