Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 39
matur Setjið soð og vín í pott og látið sjóða duglega í nokkrar mínútur. Mýkið laukinn í olíu og smjöri á pönnu, hrærið grjónin saman við og látið malla í 2 mínútur. Setjið um 1-2 dl af soðblöndunni út í og hrærið vel í þar til vökvinn hefur næstum soðið upp, gætið vel að því að grjónin þorni ekki og festist við botninn. Bætið þá sama magni af soði í og endurtakið ferlið þar til vökvinn er búinn og grjónin orðin mjúk undir tönn og frekar rjómakennd. Þetta tekur um 20 mínútur. Meðan grjónin sjóða, dreypið þá olíu eða smjöri yfir sveppina, saltið og piprið eftir smekk. Grillið undir heitu grilli í 5 mínútur eða þar til sveppirnir eru mjúkir. Berið rísottóið fram með sveppunum. (fyrir 4). Hvítvínsrísottó með sveppum 4 stórir sveppir, t.d. kastaníu 4 bollar kjúklingasoð 1 1/2 bolli hvítvín 2 msk olía 2 msk smjör 1 blaðlaukur, sneiddur 2 bollar rísottógrjón 3 msk sítrónusafi 1/3 bolli fersk basilíka, smátt skorin 1/2 bolli ferskur parmesanostur lifun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.