Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 38
Setjið örlitla olíu á pönnu og mýkið spínatið í 2-3 mínútur. Hrærið vel í því á meðan. Kælið og kreistið úr því mesta safann. Hrærið saman spínat, steinselju, jógúrt, hvítlauk og chillí, smakkið til með salti og pipar. Kælið í ísskáp í 3 tíma eða yfir nótt. Hellið ólífuolíu yfir brauð- sneiðarnar, grillið í ofni í 10 mínútur. Smyrjið maukinu á brauðið, stráið furuhnetunum yfir og berið fram. (fyrir 4-6) Spínat- og jógúrt-crostini með chillí og furuhnetum 350 g spínat, saxað hnefafylli af ferskri stein- selju, söxuð 300 g hrein jógúrt 1 hvítlauksrif, fínt saxað 1/2-1 ferskt grænt chillí, fínt saxað salt og svartur pipar 20 g furuhnetur, ristaðar bagetta, skorin í sneiðar Grillið paprikurnar undir heitu grilli og látið þær grillast allan hringinn. Kælið þær og afhýðið, gott er að setja paprikurnar í lokað ílát og láta þær kólna þar því þá er auðveldara að ná hýðinu af. Skerið í strimla. Grillið brauðið á báðum hliðum, smyrjið það með hvítlauk og dreypið olíu yfir. Stráið steinseljunni yfir sneiðarnar. Blandið saman papriku, ólífum og geitaosti, smakkið til með salti og pipar. Setjið blönduna á brauðið og grillið þar til osturinn bráðnar. Bakað crostini með papriku, ólífum og geitaosti 2 rauðar paprikur, grillaðar og afhýddar hnefafylli af ferskri stein- selju, helst ítalskri, fínt söxuð 2 dl svartar ólífur, sneiddar 1/2 bolli geitaostur bagetta, skorin í sneiðar 2 hvítlauksrif, skorin í tvennt ólífuolía salt og svartur pipar Í þessari uppskrift verður magnið að fara eftir smekk hvers og eins. Blandið uppáhaldsólífunum ykkar saman við smá sítrónubörk, sítrónusafa, fersk timíanblöð, saxað chillí og svartan pipar. Látið marinerast í a.m.k. 4 tíma. Ólífur með sítrónu, timían, svörtum pipar og chillí Tómat-, papriku, og eggaldinsúpa bragðbætt með appelsínu- og limesafa Montana Sauvignon Blanc verð kr. 1.290.- Montana / Nýja-Sjáland Mikill ávöxtur og ferskleikinn í fyrirrúmi. Grænt gras í bland við ástríðuávöxt og sítrusbragð. Hvítvínsrísottó með sveppum Tommasi Soave verð kr. 1.190.- Tommasi / Ítalía Flauelsmjúk áferð, ávaxtaríkt með smá möndlueftirbragði. Nautasteik og kúskús með karamelseruðum lauk og sinnepskartöflustöppu Campo Viejo Gran Reserva verð kr. 1.590.- Bodegas y Bebidas / Spánn Frábært vín frá Rioja. Bragðmikið og kraftmikið en afar mjúkt og í góðu jafnvægi. Vottur af ristaðri eik og ríkulegt eftirbragð. Vínin með matnun lifun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.