24 stundir - 03.07.2008, Síða 11

24 stundir - 03.07.2008, Síða 11
24stundir FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 11 ÁSTAND HEIMSINS frettir@24stundir.is a Við fordæmum allar árásir á óbreytta borgara, hvort sem þeir séu Ísraelar eða Palestínumenn. Saeb Erekat, talsmaður Mahmoud Abbas Palestínuforseta. Þrír létust og tugir manna særðust eftir að jarðýtu var ekið á rútu og fjölda fólksbíla í ísraelsku borg- inni Jerúsalem í gær. Þrítugur Pal- estínumaður ók jarðýtunni eftir vegi í miðborginni og skaut lög- reglumaður hann til bana eftir að til átaka kom milli þeirra í stýr- isklefa jarðýtunnar. Maðurinn bjó í austurhluta Jerú- salems og hafði unnið að fram- kvæmdum á nýju lestarkerfi í borginni að undanförnu. Ekki var vitað til þess að hann tengdist her- skáum samtökum Palest- ínumanna. Mikil ringulreið skap- aðist þegar maðurinn kom rútunni á hliðina með jarðýtunni og ók á aðra fólksbíla. Forsætisráðherrann, Ehud Ol- mert, fordæmdi árásina en tals- menn Hamas sögðu hana ekki koma á óvart með tilliti til aðgerða Ísraelshers. Hryðjuverkaárásir hafa verið tiltölulega sjaldgæfar í Jerúsalem síðustu ár og átti síðasta sjálfsvígssprengjuárásin sér stað 2004. Átta voru þó myrtir í árás í trúarskóla í borginni í mars síðast- liðnum. atlii@24stundir.is Fjórir látnir eftir árás með jarðýtu NordicPhotos/AFPBerserksgangur Maðurinn ók jarðýtunni í átt að mannmörgum markaði og náði að velta rútu og aka yfir fólksbíla áður en hann var skotinn til bana. Á fleygiferð Hestamótið í ítölsku borginni Siena fór fram í gær. Mótið hefur verið haldið tvisvar á ári frá árinu 1224 á aðaltorgi borg- arinnar. Fulltrúar úr öllum 17 hverfum borgarinnar etja þar kappi, en knaparnir ríða allir berbakt. Blátt áfram Frakkar tóku fyrr í vikunni við forystu í Evrópusambandinu úr höndum Sló- vena og af því tilefni var Eiffelturninn í höfuðborginni París lýstur upp með blárri lýsingu. Árlegur viðburður Grikki reynir að bjarga heimili sínu frá því að verða eldi að bráð í Ano Glyfada, hverfi suður af höfuðborginni Aþenu. Skógareldar loga nú víða í Grikklandi en þurrt og vindasamt er í landinu sem skapar kjöraðstæður fyrir skógareldana. Hitabylgja Fíll fleygir mold yfir sjálfan sig til að kæla sig niður í dýragarðinum í Róm á Ítalíu. Rúmlega 32 stiga hiti var í borginni í gær.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.